Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Skilorð fyrir að nauðga kærustu

Átján ára piltur var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku í febrúar 2017.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið tapaði aftur í Strassborg

Ríkið refsaði Ragnari Þórissyni tvisvar fyrir sama skattalagabrot segir Mannréttindadómstóll Evrópu. Ragnari dæmdar rúmar tvær milljónir króna. Fallist var á endurupptöku dóms Hæstaréttar í líku máli.

Innlent
Fréttamynd

Tveir una dómi í bitcoin-máli

Ívar Gylfason, fyrrverandi starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar, ætlar að una dómi Héraðsdóms Reykjaness í bitcoin-málinu. Kjartan Sveinarsson, sem fékk líka skilorðsbundinn dóm, mun einnig una héraðsdómi.

Innlent
Fréttamynd

Braut í tvígang gegn fyrrverandi

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í upphafi mánaðar dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að þvinga fyrrverandi kærustu sína í tvígang til samræðis.

Innlent
Fréttamynd

Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar

Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016.

Innlent
Fréttamynd

Millifærði fyrir mistök í banka

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært íslenskan karlmann á fimmtugsaldri og íslenska konu á fertugsaldri, bæði búsett í Svíþjóð, fyrir að kasta eign sinni á fjármuni sem millifærðir voru af starfsmanni Landsbankans fyrir mistök.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns

Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir.

Innlent
Fréttamynd

Krefst ekki fangelsis yfir lögreglumanni

Héraðssaksóknari fer ekki fram á fangelsisrefsingu yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir brot í starfi og líkamsmeiðingar af gáleysi, en maður sem hann handtók við Búlluna í Kópavogi vorið 2017 tvífótbrotnaði í aðgerðinni.

Innlent