Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Sylvía Hall skrifar 18. júní 2020 15:54 Artur Pawel í héraðsdómi. Við hlið hans situr Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi hans. Vísir/Vilhelm Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. Wisocki var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir árásina í héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar á síðasta ári. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Wisocki sætti frá 26. ágúst árið 2018 til 23. ágúst 2019. Kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald var hafnað í Landsrétti í ágúst á síðasta ári, enda höfðu orðið ámælisverðar tafir á málinu og þær væru ekki honum að kenna. Málið hefði ekki verið rekið með fullnægjandi hraða. Árásin átti sér stað sumarið 2018 og segir í forsendum dómsins að Wisocki hafði einbeittan og styrkan vilja til líkamsárásar. Árásin hafi verið undirbúin og unnin í félagi við aðra, en dyravörðurinn lamaðist fyrir lífstíð. Afleiðingar árásarinnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls. Læknir sem bar vitni fyrir dómi sagði að ólíklegt væri að hann myndi ná nokkrum bata sem hefði áhrif á hans getu. Fyrir héraðsdómi játaði Artur að hafa veit dyraverðinum hnefahögg en neitaði sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Var hann sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan og hrint honum. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni. Ég get ekki bætt fyrir það,“ sagði Artur um atburðina umrætt kvöld. Niðurstaða dómsins var sú að líta yrði til þess að afleiðingar árásarinnar væru sérstaklega þungbærar fyrir brotaþola, en hann yrði háður öðrum um allar athafnir daglegs lífs til frambúðar. Því staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um sex milljónir í miskabætur. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Reykjavík Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. Wisocki var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir árásina í héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar á síðasta ári. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Wisocki sætti frá 26. ágúst árið 2018 til 23. ágúst 2019. Kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald var hafnað í Landsrétti í ágúst á síðasta ári, enda höfðu orðið ámælisverðar tafir á málinu og þær væru ekki honum að kenna. Málið hefði ekki verið rekið með fullnægjandi hraða. Árásin átti sér stað sumarið 2018 og segir í forsendum dómsins að Wisocki hafði einbeittan og styrkan vilja til líkamsárásar. Árásin hafi verið undirbúin og unnin í félagi við aðra, en dyravörðurinn lamaðist fyrir lífstíð. Afleiðingar árásarinnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls. Læknir sem bar vitni fyrir dómi sagði að ólíklegt væri að hann myndi ná nokkrum bata sem hefði áhrif á hans getu. Fyrir héraðsdómi játaði Artur að hafa veit dyraverðinum hnefahögg en neitaði sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Var hann sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan og hrint honum. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni. Ég get ekki bætt fyrir það,“ sagði Artur um atburðina umrætt kvöld. Niðurstaða dómsins var sú að líta yrði til þess að afleiðingar árásarinnar væru sérstaklega þungbærar fyrir brotaþola, en hann yrði háður öðrum um allar athafnir daglegs lífs til frambúðar. Því staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um sex milljónir í miskabætur.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Reykjavík Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“