Staðfesta þriggja ára fangelsisdóm yfir þjálfara sem nauðgaði þrettán ára stúlku Andri Eysteinsson skrifar 12. júní 2020 16:48 Landsréttur fjallaði um kæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag en komst ekki að niðurstöðu. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm sem féll í Héraðsdómi Vesturlands á Akranesi yfir karlmanni á þrítugsaldri fyrir að hafa nauðgað 13 ára gamalli stúlku sem hann hafði þjálfað í íþróttum. Ákærða er gert að greiða brotaþola 1.500.000 kr. í bætur vegna málsins. Lesa má dóminn í heild sinni hér. Þjálfaði stúlkuna þegar hún var í þriðja bekk Málið var dómtekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands 6. desember 2018 og féll dómur í héraði 28. júní sama árs. Nokkrum dögum síðar var málinu áfrýjað til Landsréttar. Ákærði viðurkenndi fyrir héraðsdómi að hafa haft kynmök við brotaþola en neitaði fyrir að hafa haft vitneskju um aldur hennar. Sagði hann kynmökin hafa átt sér stað með samþykki beggja aðila. Fram kom í skýrslu brotaþola að ákærði hefði verið þjálfari hennar þegar hún var í þriðja bekk, hann hafi vitað hvert fæðingarár hennar var og hann hafði óskað henni til hamingju með þrettán ára afmælið. „Auk þess sem hann hefði alltaf verið að tala um hvað það væri skrýtið hvað hún væri ung því að hún liti út fyrir að vera eldri miðað við líkamlegan þroska,“ segir í dómi héraðsdóms. Þá mun faðir brotaþola einnig hafa rætt við ákærða og varað hann við frekari samskiptum við hana þar sem hún væri einungis tólf ára gömul. Fram kom að brotaþoli og ákærði hefðu „geðveikt oft“ farið á rúntinn og rætt þar um persónuleg málefni ákærða, þar á meðal steranotkun hans. Brotaþoli lýsti atburðarás á þann veg að maðurinn, sem hafði verið þjálfari hennar, hafi haft samband við hana og beðið hana um að hitta sig. Hafi ákærði gefið henni bæði áfengi og kókaín ásamt töflu úr óþekktu efni. Landsréttur hækkaði bætur til stúlkunnar „Hann hefði svo í framhaldi haft orð á því að hún væri með flottan rass og ef hún væri eldri þá myndi hann vera búinn að ríða henni sjö þúsund sinnum,“ segir í dómnum. Maðurinn hafi þá neytt hana til munnmaka og haft við hana samræði auk þess sem að hann hafi tekið af henni tvö myndbönd sem hann hugðist geyma í leynimöppu í síma sínum. Fyrir héraðsdómi var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot, fyrir að gefa brotaþola áfengi og fyrir að hafa tekið upp kynferðisleg myndbönd af stúlkunni. Héraðsdómur ákvarðaði að ákærði skyldi greiða brotaþola 1,2 milljónir króna í bætur en Landsréttur hækkaði þá upphæð um 300.000 kr. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm sem féll í Héraðsdómi Vesturlands á Akranesi yfir karlmanni á þrítugsaldri fyrir að hafa nauðgað 13 ára gamalli stúlku sem hann hafði þjálfað í íþróttum. Ákærða er gert að greiða brotaþola 1.500.000 kr. í bætur vegna málsins. Lesa má dóminn í heild sinni hér. Þjálfaði stúlkuna þegar hún var í þriðja bekk Málið var dómtekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands 6. desember 2018 og féll dómur í héraði 28. júní sama árs. Nokkrum dögum síðar var málinu áfrýjað til Landsréttar. Ákærði viðurkenndi fyrir héraðsdómi að hafa haft kynmök við brotaþola en neitaði fyrir að hafa haft vitneskju um aldur hennar. Sagði hann kynmökin hafa átt sér stað með samþykki beggja aðila. Fram kom í skýrslu brotaþola að ákærði hefði verið þjálfari hennar þegar hún var í þriðja bekk, hann hafi vitað hvert fæðingarár hennar var og hann hafði óskað henni til hamingju með þrettán ára afmælið. „Auk þess sem hann hefði alltaf verið að tala um hvað það væri skrýtið hvað hún væri ung því að hún liti út fyrir að vera eldri miðað við líkamlegan þroska,“ segir í dómi héraðsdóms. Þá mun faðir brotaþola einnig hafa rætt við ákærða og varað hann við frekari samskiptum við hana þar sem hún væri einungis tólf ára gömul. Fram kom að brotaþoli og ákærði hefðu „geðveikt oft“ farið á rúntinn og rætt þar um persónuleg málefni ákærða, þar á meðal steranotkun hans. Brotaþoli lýsti atburðarás á þann veg að maðurinn, sem hafði verið þjálfari hennar, hafi haft samband við hana og beðið hana um að hitta sig. Hafi ákærði gefið henni bæði áfengi og kókaín ásamt töflu úr óþekktu efni. Landsréttur hækkaði bætur til stúlkunnar „Hann hefði svo í framhaldi haft orð á því að hún væri með flottan rass og ef hún væri eldri þá myndi hann vera búinn að ríða henni sjö þúsund sinnum,“ segir í dómnum. Maðurinn hafi þá neytt hana til munnmaka og haft við hana samræði auk þess sem að hann hafi tekið af henni tvö myndbönd sem hann hugðist geyma í leynimöppu í síma sínum. Fyrir héraðsdómi var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot, fyrir að gefa brotaþola áfengi og fyrir að hafa tekið upp kynferðisleg myndbönd af stúlkunni. Héraðsdómur ákvarðaði að ákærði skyldi greiða brotaþola 1,2 milljónir króna í bætur en Landsréttur hækkaði þá upphæð um 300.000 kr.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira