Inga Sæland segir ungan frænda sinn í sárum hafa lent í klóm Þórhalls miðils Jakob Bjarnar skrifar 8. júní 2020 09:32 Inga Sæland segir ungan frænda sinn hafa lent í klóm Þórhalls miðils. Og henni sé kunnugt um fleiri fórnarlömb hans. Opinská og afdráttarlaus færsla þingmannsins hefur vakið mikla athygli og óhug. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að bróðursonur sinn hafi lent í klóm Þórhalls miðils þá er hann var í sárum eftir föðurmissi. Drengurinn hafi þá aðeins verið 17 ára gamall og leitaði til Þórhalls sem misnotaði traust drengsins. Inga greinir frá þessu opinberlega á Facebooksíðu sinni en frásögn hennar er sláandi. Inga segir að sér sé kunnugt um fleiri fórnarlömb miðilsins. Frásögn Ingu hefur vakið nokkurn óhug ef marka má athugsemdir við færslu Ingu sem hún birti í gær. „Við vitum um fleiri fórnarlömb sem áttu það sameiginlegt að hafa misst foreldri sitt og þessi níðingur nýtti sér sorg þeirra til að svala afbrigðilegum fýsnum sínum,“ segir þingmaðurinn og er afdráttarlaus. Þórhallur Guðmundsson var um árabil einn þekktasti og umtalaðasti miðill landsins. Landsréttur staðfesti í síðustu viku átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli vegna kynferðisbrots gegn karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Maðurinn var rúmlega tvítugur þegar brotið átti sér stað. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. Brotaþoli sakaði Þórhall um að hafa fróað honum án samþykkis hans þegar hann lá nakinn á nuddbekk. Þórhallur var jafnframt sakfelldur fyrir að beita þolandann ólögmætri nauðung og misnotað þannig traust sem brotaþoli bar til hans sem heilara. Þetta rímar við frásögn Ingu. Eins og áður sagði var Þórhallur um langt árabil einn þekktasti spámiðill landsins. Árið 2015 fjallaði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður um spámiðla í fréttaskýringarþættinum Brestum og var þar velt upp spurningunni hvort þar væru loddarar á ferð. Má sjá hér brot úr þeirri umfjöllun en þar ræðir Þorbjörn við Þórhall. Dómsmál Kynferðisofbeldi Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að bróðursonur sinn hafi lent í klóm Þórhalls miðils þá er hann var í sárum eftir föðurmissi. Drengurinn hafi þá aðeins verið 17 ára gamall og leitaði til Þórhalls sem misnotaði traust drengsins. Inga greinir frá þessu opinberlega á Facebooksíðu sinni en frásögn hennar er sláandi. Inga segir að sér sé kunnugt um fleiri fórnarlömb miðilsins. Frásögn Ingu hefur vakið nokkurn óhug ef marka má athugsemdir við færslu Ingu sem hún birti í gær. „Við vitum um fleiri fórnarlömb sem áttu það sameiginlegt að hafa misst foreldri sitt og þessi níðingur nýtti sér sorg þeirra til að svala afbrigðilegum fýsnum sínum,“ segir þingmaðurinn og er afdráttarlaus. Þórhallur Guðmundsson var um árabil einn þekktasti og umtalaðasti miðill landsins. Landsréttur staðfesti í síðustu viku átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli vegna kynferðisbrots gegn karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Maðurinn var rúmlega tvítugur þegar brotið átti sér stað. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. Brotaþoli sakaði Þórhall um að hafa fróað honum án samþykkis hans þegar hann lá nakinn á nuddbekk. Þórhallur var jafnframt sakfelldur fyrir að beita þolandann ólögmætri nauðung og misnotað þannig traust sem brotaþoli bar til hans sem heilara. Þetta rímar við frásögn Ingu. Eins og áður sagði var Þórhallur um langt árabil einn þekktasti spámiðill landsins. Árið 2015 fjallaði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður um spámiðla í fréttaskýringarþættinum Brestum og var þar velt upp spurningunni hvort þar væru loddarar á ferð. Má sjá hér brot úr þeirri umfjöllun en þar ræðir Þorbjörn við Þórhall.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira