Innlent

Hótaði lög­reglu­manni líf­láti og reyndi að ráðast á lög­reglu­konu

Atli Ísleifsson skrifar
Saksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Saksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Vísir/vilhelm

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir brot gegn valdstjórn og lögreglulögum með því að hafa hótað lögreglumanni lífláti og ítrekað reynt að ráðast á lögreglukonu.

Í ákæru kemur fram að atvikið hafi átt sér stað fyrir utan hús í Kópavogi í október síðastliðinn.

Ákærði hafi hótað lögreglumanni, sem sat í ökumannssæti lögreglubíls, lífláti með orðunum: „Komdu út núna, ég ætla að drepa þig.““

Í kjölfarið hafi maðurinn svo ráðist gegn lögreglukonu og reynt ítrekað að veita henni högg með höndum sínum og ekki hlýtt ítrekuðum fyrirmælum lögreglumannanna um að láfa af háttseminni og leggjast niður.

Saksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×