Síbrotamaður dæmdur fyrir þjófnað á bifreiðum og sex skotvopnum Andri Eysteinsson skrifar 18. júní 2020 19:02 Maðurinn hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fimmtán sinnum frá 1996. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi vegna brota gegn hegningarlögum og umferðarlögum í fimm ákæruliðum. Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað á bifreiðum, skotvopnum, myndavélum, verkfærum svo eitthvað sé nefnt. Maðurinn, sem fæddur er árið 1977, braust inn á verkstæði Gæðasprautunar við Súðavog á gamlársdag 2017 tók þar bíllykla þriggja bifreiða sem stóðu fyrir utan verkstæðið, tók þær ófrjálsri hendi og ráðstafaði til annara manna. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Á nýársdag 2018 braust maðurinn þá inn í iðnaðarhúsnæði að Dugguvogi og stal þar munum að andvirði yfir einni milljón króna en maðurinn vísaði lögreglu á munina í Heiðmörk og Kaldárseli í Hafnarfirði. Maðurinn virðist hafa stolið öllu steini léttara úr verkstæðinu en á meðal þess sem hann tók ófrjálsri hendi voru sex skotvopn, fimm ferðatöskur, dráttarspil að andvirði 200.000 kr, borar, myndavélar og fjöldi verkfæra. Andvirði munanna, að skotvopnum og haglaskotum, undanskildum er 1.265.000 krónur. Þá er manninum gert að hafa tekið bifreið á verkstæðinu ófrjálsri hendi. Að lokum var maðurinn ákærður fyrir að hafa ekið stolinni bifreið um götur höfuðborgarsvæðisins á röngum skráningarmerkjum. Fimmtán fangelsisdómar á 24 árum Maðurinn á að baki langan sakaferil en hann hefur á síðustu 24 árum verið dæmdur til fangelsisvistar í fimmtán skipti fyrir brot á almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur þá í tvígang gengist undir sátt hjá lögreglustjóra og einu sinni viðurlagaákvörðun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. febrúar síðastliðinn var hann dæmdur til 20 mánaða fangelsisvistar og til greiðslu 1.080.000 króna fyrir brot sín, var hann þá sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði var sakfelldur fyrir brotin og var honum dæmdur fimm mánaða hegningarauki en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 5. til 11. janúar 2018. Þá er honum gert að greiða tæpar 4,5 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi vegna brota gegn hegningarlögum og umferðarlögum í fimm ákæruliðum. Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað á bifreiðum, skotvopnum, myndavélum, verkfærum svo eitthvað sé nefnt. Maðurinn, sem fæddur er árið 1977, braust inn á verkstæði Gæðasprautunar við Súðavog á gamlársdag 2017 tók þar bíllykla þriggja bifreiða sem stóðu fyrir utan verkstæðið, tók þær ófrjálsri hendi og ráðstafaði til annara manna. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Á nýársdag 2018 braust maðurinn þá inn í iðnaðarhúsnæði að Dugguvogi og stal þar munum að andvirði yfir einni milljón króna en maðurinn vísaði lögreglu á munina í Heiðmörk og Kaldárseli í Hafnarfirði. Maðurinn virðist hafa stolið öllu steini léttara úr verkstæðinu en á meðal þess sem hann tók ófrjálsri hendi voru sex skotvopn, fimm ferðatöskur, dráttarspil að andvirði 200.000 kr, borar, myndavélar og fjöldi verkfæra. Andvirði munanna, að skotvopnum og haglaskotum, undanskildum er 1.265.000 krónur. Þá er manninum gert að hafa tekið bifreið á verkstæðinu ófrjálsri hendi. Að lokum var maðurinn ákærður fyrir að hafa ekið stolinni bifreið um götur höfuðborgarsvæðisins á röngum skráningarmerkjum. Fimmtán fangelsisdómar á 24 árum Maðurinn á að baki langan sakaferil en hann hefur á síðustu 24 árum verið dæmdur til fangelsisvistar í fimmtán skipti fyrir brot á almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur þá í tvígang gengist undir sátt hjá lögreglustjóra og einu sinni viðurlagaákvörðun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. febrúar síðastliðinn var hann dæmdur til 20 mánaða fangelsisvistar og til greiðslu 1.080.000 króna fyrir brot sín, var hann þá sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði var sakfelldur fyrir brotin og var honum dæmdur fimm mánaða hegningarauki en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 5. til 11. janúar 2018. Þá er honum gert að greiða tæpar 4,5 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira