Dæmdur fyrir að fella níu aspir gróðursettar til minningar um fórnarlömb snjóflóðsins á Flateyri Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2020 08:00 Frá Flateyri. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa fellt aspirnar, dagana 19. -21. júlí á síðasta ári. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fertugsaldri til greiðslu 200 þúsund króna sektar fyrir að hafa í óleyfi fellt níu aspir í eigu sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar sem gróðursettar voru við Drafnargötu á Flateyri í minningu þeirra sem fórust í snjóflóðinu í plássinu árið 1995. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa fellt aspirnar dagana 19. -21. júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að hann hafi átt íbúð í húsi við Drafnargötu frá árinu 2011 ásamt bróður sínum og lengi unnið að lagfæringum á húsinu og garðinum. Illa hirt Í dómnum segir að garðurinn hefði verið fullur af öspum og hafi ákærði haft samband við áhaldahús Ísafjarðarbæjar og óskað úrbóta, meðal annars á holum á göngustígum. „Aspirnar hefðu vaxið án þess að nokkuð hefði verið að gert. Húsið hjá sér hefði verið þakið kvoðu af öspunum og þær slegist í húsið. Síðastliðið sumar hefði drengur dottið á höfuðið á þessum stíg, um holu á stígnum og þá hefði hann fjarlægt aspirnar með því að saga þær niður. Ákærði kvaðst hafa ætlað að setja víði í staðinn fyrir aspirnar, þar sem bærinn sinnti þessu í engu og hefði ekki verið til í að koma til móts við sig í neinu. Þá kvaðst ákærði hafa fjarlægt trén á eigin kostnað og látið við það sitja að fylla holurnar sem mynduðust,“ segir í dómnum. Ákærði sagðist telja að hann hafi með fellingunum vera að gera sveitarfélaginu greiða frekar en hitt. Þá hafi enginn gert athugasemdir við framkvæmdirnar á meðan á þeim stóð. Ekki fallist á kröfur mannsins Í dómnum segir að segir að aspirnar hafi staðið þarna í áratugi og því yrði ekki fallist á það með manninum að óljóst hafi verið hver hafi verið raunverulegur eigandi trjánna. Sömuleiðis yrði ekki fallist á það með ákærða að starfandi bæjarstjóri á þessum tíma, Þórdísi Sig Sigurðardóttur hafi ekki haft umboð til að leggja fram kæru á hendur honum. Dómurinn var tekinn fyrir á síðasta bæjarráðsfundi Ísafjarðarbæjar til kynningar. Hinn ákærði var sömuleiðis dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar. Ísafjarðarbær Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fertugsaldri til greiðslu 200 þúsund króna sektar fyrir að hafa í óleyfi fellt níu aspir í eigu sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar sem gróðursettar voru við Drafnargötu á Flateyri í minningu þeirra sem fórust í snjóflóðinu í plássinu árið 1995. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa fellt aspirnar dagana 19. -21. júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að hann hafi átt íbúð í húsi við Drafnargötu frá árinu 2011 ásamt bróður sínum og lengi unnið að lagfæringum á húsinu og garðinum. Illa hirt Í dómnum segir að garðurinn hefði verið fullur af öspum og hafi ákærði haft samband við áhaldahús Ísafjarðarbæjar og óskað úrbóta, meðal annars á holum á göngustígum. „Aspirnar hefðu vaxið án þess að nokkuð hefði verið að gert. Húsið hjá sér hefði verið þakið kvoðu af öspunum og þær slegist í húsið. Síðastliðið sumar hefði drengur dottið á höfuðið á þessum stíg, um holu á stígnum og þá hefði hann fjarlægt aspirnar með því að saga þær niður. Ákærði kvaðst hafa ætlað að setja víði í staðinn fyrir aspirnar, þar sem bærinn sinnti þessu í engu og hefði ekki verið til í að koma til móts við sig í neinu. Þá kvaðst ákærði hafa fjarlægt trén á eigin kostnað og látið við það sitja að fylla holurnar sem mynduðust,“ segir í dómnum. Ákærði sagðist telja að hann hafi með fellingunum vera að gera sveitarfélaginu greiða frekar en hitt. Þá hafi enginn gert athugasemdir við framkvæmdirnar á meðan á þeim stóð. Ekki fallist á kröfur mannsins Í dómnum segir að segir að aspirnar hafi staðið þarna í áratugi og því yrði ekki fallist á það með manninum að óljóst hafi verið hver hafi verið raunverulegur eigandi trjánna. Sömuleiðis yrði ekki fallist á það með ákærða að starfandi bæjarstjóri á þessum tíma, Þórdísi Sig Sigurðardóttur hafi ekki haft umboð til að leggja fram kæru á hendur honum. Dómurinn var tekinn fyrir á síðasta bæjarráðsfundi Ísafjarðarbæjar til kynningar. Hinn ákærði var sömuleiðis dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar.
Ísafjarðarbær Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira