Tíu ár fyrir tilraun til manndráps Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2020 17:01 Árásin átti sér stað í Neskaupstað á Austurlandi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt Sigurð Sigurðsson í tíu ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í árás sem gerð var í heimahúsi í Neskaupstað síðasta sumar. Dómurinn þyngdi þar með dóm Héraðsdóms Austurlands sem dæmdi manninn í sex ára fangelsi í nóvember síðastliðinn. Sigurði var sömuleiðis gert að greiða fórnarlambinu 2,7 milljónir króna í miskabætur. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 10. júlí síðastliðinn, margsinnis ráðist á mann með eggvopni í heimahúsi í Neskaupstað með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka og flytja þurfti hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Stakk fórnarlambið í háls og margsinnis í líkama Sigurður stakk manninn í hálsinn og margsinnis í líkama, þar á meðal hægra megin framan á brjóstkassa, í kvið, í hægri síðu, mjaðmakamb og bak, hægri öxl, upphandlegg og hendi og vinstri hendi. Málinu var áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins, en Landsréttur staðfesti sakfellingu og heimfærslu brots hans til refsiákvæða. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að sannað þótti að Sigurður hefði sýnt einbeittan brotavilja við verknaðinn og að hending ein hefði ráðið því að fórnarlambið hefði ekki látist. Beinn ásetningur að fórnarlambið biði bana af Talið var að atlagan hefði verið með þeim hætti að það hafi verið beinn ásetningur Sigurðar að fórnarlambið biði bana af. Í dómi héraðsdóms kom fram að Sigurður hafi farið frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili mannsins í um eins og hálfs kílómetra vegalengd, þar sem hann réðst á brotaþola og beitti eggvopni margsinnis með heiftúðlegum hætti gegn honum og veitti honum lífshættulega áverka. Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Landsréttur hefur dæmt Sigurð Sigurðsson í tíu ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í árás sem gerð var í heimahúsi í Neskaupstað síðasta sumar. Dómurinn þyngdi þar með dóm Héraðsdóms Austurlands sem dæmdi manninn í sex ára fangelsi í nóvember síðastliðinn. Sigurði var sömuleiðis gert að greiða fórnarlambinu 2,7 milljónir króna í miskabætur. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 10. júlí síðastliðinn, margsinnis ráðist á mann með eggvopni í heimahúsi í Neskaupstað með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka og flytja þurfti hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Stakk fórnarlambið í háls og margsinnis í líkama Sigurður stakk manninn í hálsinn og margsinnis í líkama, þar á meðal hægra megin framan á brjóstkassa, í kvið, í hægri síðu, mjaðmakamb og bak, hægri öxl, upphandlegg og hendi og vinstri hendi. Málinu var áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins, en Landsréttur staðfesti sakfellingu og heimfærslu brots hans til refsiákvæða. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að sannað þótti að Sigurður hefði sýnt einbeittan brotavilja við verknaðinn og að hending ein hefði ráðið því að fórnarlambið hefði ekki látist. Beinn ásetningur að fórnarlambið biði bana af Talið var að atlagan hefði verið með þeim hætti að það hafi verið beinn ásetningur Sigurðar að fórnarlambið biði bana af. Í dómi héraðsdóms kom fram að Sigurður hafi farið frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili mannsins í um eins og hálfs kílómetra vegalengd, þar sem hann réðst á brotaþola og beitti eggvopni margsinnis með heiftúðlegum hætti gegn honum og veitti honum lífshættulega áverka.
Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira