Maður sem sendi nektarmyndir af fyrrverandi í 60 daga fangelsi Andri Eysteinsson skrifar 18. júní 2020 17:44 Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Vesturlands. Vísir/Vilhelm Landsréttur ákvarðaði í dag að dómur yfir manni, sem sekur er um að hafa sent nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni til vinkonu hennar, standi óraskaður. Dómur féll í málinu fyrir Héraðsdómi Vesturlands 29. maí 2019 og var ákærði þá sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi og dæmdur til 60 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 250.000 króna til brotaþola. Maðurinn hafði játað að hafa sent skilaboð sem innihéldu þrjár nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni til vinkonu hennar í mars 2017 en sambandi þeirra hafði lokið árið áður. Ákærði sagðist hafa sent myndirnar til vinkonunnar til þess að freista þess að fá frið frá vinkonum fyrrverandi kærustu sinnar en ákærði sagði vinkonurnar hafa ráðist á sig í tvígang eftir sambandsslitin. „Kvaðst hann telja að umræddar árásir á hann hefðu verið að undirlagi brotaþola, þótt hann gæti ekkert um það sannað. Eftir þetta hefði hann verið í miklu uppnámi og verið hræddur um að hann fengi ekki frið. Hefði hann því sent þessar myndir til B og látið fylgja að hann vildi að þær létu hann í friði,“ segir í dómnum sem má lesa í heild sinni hér. Í dómi landsréttar kom fram að myndirnar sem um ræðir hafi kærastan fyrrverandi sent ákærða í trúnaði á meðan að á sambandi þeirra stóð. Við sambandsslitin hafi þau komið sér saman um að myndunum yrði eytt. Í dómi segir að „óumdeilt sé að háttsemi ákærða var í heimildarleysi brotaþola og var hún til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar.“ Því hafi áfrýjaði dómurinn verið staðfestur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Landsréttur ákvarðaði í dag að dómur yfir manni, sem sekur er um að hafa sent nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni til vinkonu hennar, standi óraskaður. Dómur féll í málinu fyrir Héraðsdómi Vesturlands 29. maí 2019 og var ákærði þá sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi og dæmdur til 60 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 250.000 króna til brotaþola. Maðurinn hafði játað að hafa sent skilaboð sem innihéldu þrjár nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni til vinkonu hennar í mars 2017 en sambandi þeirra hafði lokið árið áður. Ákærði sagðist hafa sent myndirnar til vinkonunnar til þess að freista þess að fá frið frá vinkonum fyrrverandi kærustu sinnar en ákærði sagði vinkonurnar hafa ráðist á sig í tvígang eftir sambandsslitin. „Kvaðst hann telja að umræddar árásir á hann hefðu verið að undirlagi brotaþola, þótt hann gæti ekkert um það sannað. Eftir þetta hefði hann verið í miklu uppnámi og verið hræddur um að hann fengi ekki frið. Hefði hann því sent þessar myndir til B og látið fylgja að hann vildi að þær létu hann í friði,“ segir í dómnum sem má lesa í heild sinni hér. Í dómi landsréttar kom fram að myndirnar sem um ræðir hafi kærastan fyrrverandi sent ákærða í trúnaði á meðan að á sambandi þeirra stóð. Við sambandsslitin hafi þau komið sér saman um að myndunum yrði eytt. Í dómi segir að „óumdeilt sé að háttsemi ákærða var í heimildarleysi brotaþola og var hún til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar.“ Því hafi áfrýjaði dómurinn verið staðfestur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira