Ákærður fyrir að myrða sendiráðssstarfsfólk Ísraels Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2025 11:20 Sarah Milgrim og Yaron Lischinsky sem voru skotin til bana í Washington-borg á miðvikudagskvöld. AP/ísraelska sendiráðið í Bandaríkjunum Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að skjóta tvo starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington-borg í Bandaríkjunum til bana að yfirlögðu ráði. Hann sagði lögreglu að hann hefði drepið fólki fyrir Palestínu og Gasa. Elias Rodriguez, 31 árs gamall karlmaður frá Chicago, er grunaður um að hafa skotið þau Yaron Lischinsky og Söruh Lynn Milgrim, starfsmenn ísraelska sendiráðsins til bana, þegar þau yfirgáfu samkomu félagasamtaka sem berjast gegn gyðingahatri og styðja Ísrael á miðvikudagskvöld. Í ákæruskjalinu á hendur Rodriguez kemur fram að hann hafi sagt við lögreglumenn: „Ég gerði það fyrir Palestínu, ég gerði það fyrir Gasa.“ Það var vísun til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni sem hófst eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna á Ísrael í október 2023. Fórnarlömb Rodriguez voru trúlofuð. Lischinsky var þrítugur en Milgrim 26 ára. Reuters-fréttastofan hefur eftir vinum þeirra og kollegum að þau hafi unnið að bættum samskiptum gyðinga og araba í von um að hægt væri að binda enda á blóðbaðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Maður þerrar tárin á minningarstund um Söruh Milgrim og Yaron Lischinsky í samkomuhúsi gyðinga í Kansas þaðan sem Milgrim var.AP/Charlie Riedel Lischinsky var fæddur í Nuremberg í Þýskalandi en flutti til Ísraels þegar hann var sextán ára gamall þar sem hann þjónaði meðal annars í hernum, að sögn AP-fréttastofunnar. Milgrim var bandarískur ríkisborgari frá Kansas. Skaut Milgrim þegar hún reyndi að skríða undan Samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkislögreglunnar flaug Rodriguez frá Chicago til Washington-borgar á þriðjudag, daginn fyrir morðin. Skömmu fyrir það sáu sjónarvottar hann ganga fram og til baka fyrir utan safnið þar sem viðburðurinn sem parið sótti fór fram. Á upptökum úr öryggismyndavélum sást Rodriguez skjóta parið nokkrum sinnum með níu millímetra skammbyssu. Hann hafi svo hallað sér yfir þau og skotið þau nokkrum sinnum til viðbótar eftir að þau féllu í jörðina. Milgrim hafi reynt að skríða í burt og setjast upp en þá skaut Rodriguez hana aftur. Hann hafi svo tekið sér tíma til að hlaða byssu sína en svo haldið áfram að skjóta. Byssumaðurinn lagði svo á flótta inn í safnið þar sem lögreglumenn höfðu hendur í hári hans. Hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu, dró fram rauðan palestínuklút og sagði lögreglumönnum að hann hefði framið morðin. Gæti átt dauðarefsingu yfir höfði sér Reuters-fréttastofan segir að að Rodriguez hafi um tíma tekið þátt í starfi öfgavinstrihóps í Chicago í kringum árið 2017. Sá hópur, Frelsunar- og sósíalistaflokkurinn, segist ekki tengjast morðunum neitt og að hann styðji þau ekki. Rodriguez er einnig sagður hafa tekið þátt í starfi hóps sem skipulagði meðal annars mótmæli til stuðnings Palestínumönnum í borginni. Lögreglumaður heldur á poka með sönnunargögnum á vettvangi skotárásarinnar í Washington-borg á miðvikudagskvöld.AP/Rod Lamkey yngri Dan Bongino, aðstoðarforstjóri FBI, sagði á samfélagsmiðlum að möguleg stefnuskrá sem birt var í nafni Rodriguez á samfélagsmiðlinum X skömmu fyrir morðin væri til rannsóknar. Þar hafi hernaður Ísraela á Gasa verið fordæmdur og talað fyrir vopnuðum aðgerðum til þess að mótmæla honum. Bongino var þar til fyrir skemmstu þekktastur sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum sem dreifði hægrisinnuðum samsæriskenningum. Jeanine Pirro, starfandi alríkissaksóknari í Washington, sagði á blaðamannafundi að dauðarefsing gæti legið við brotum Rodriguez. Dauðarefsingar eru ekki við lýði í Washington-borg en alríkisstjórnin getur krafist dauðarefsingar fyrir brot á alríkislögum. „Við ætlum að halda áfram að rannsaka þetta sem hatursglæp og hryðjuverkaglæp,“ sagði Pirro sem var þar til fyrir skemmstu álitsgjafi á Fox-sjónvarpsstöðinni. Bandaríkin Erlend sakamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Elias Rodriguez, 31 árs gamall karlmaður frá Chicago, er grunaður um að hafa skotið þau Yaron Lischinsky og Söruh Lynn Milgrim, starfsmenn ísraelska sendiráðsins til bana, þegar þau yfirgáfu samkomu félagasamtaka sem berjast gegn gyðingahatri og styðja Ísrael á miðvikudagskvöld. Í ákæruskjalinu á hendur Rodriguez kemur fram að hann hafi sagt við lögreglumenn: „Ég gerði það fyrir Palestínu, ég gerði það fyrir Gasa.“ Það var vísun til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni sem hófst eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna á Ísrael í október 2023. Fórnarlömb Rodriguez voru trúlofuð. Lischinsky var þrítugur en Milgrim 26 ára. Reuters-fréttastofan hefur eftir vinum þeirra og kollegum að þau hafi unnið að bættum samskiptum gyðinga og araba í von um að hægt væri að binda enda á blóðbaðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Maður þerrar tárin á minningarstund um Söruh Milgrim og Yaron Lischinsky í samkomuhúsi gyðinga í Kansas þaðan sem Milgrim var.AP/Charlie Riedel Lischinsky var fæddur í Nuremberg í Þýskalandi en flutti til Ísraels þegar hann var sextán ára gamall þar sem hann þjónaði meðal annars í hernum, að sögn AP-fréttastofunnar. Milgrim var bandarískur ríkisborgari frá Kansas. Skaut Milgrim þegar hún reyndi að skríða undan Samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkislögreglunnar flaug Rodriguez frá Chicago til Washington-borgar á þriðjudag, daginn fyrir morðin. Skömmu fyrir það sáu sjónarvottar hann ganga fram og til baka fyrir utan safnið þar sem viðburðurinn sem parið sótti fór fram. Á upptökum úr öryggismyndavélum sást Rodriguez skjóta parið nokkrum sinnum með níu millímetra skammbyssu. Hann hafi svo hallað sér yfir þau og skotið þau nokkrum sinnum til viðbótar eftir að þau féllu í jörðina. Milgrim hafi reynt að skríða í burt og setjast upp en þá skaut Rodriguez hana aftur. Hann hafi svo tekið sér tíma til að hlaða byssu sína en svo haldið áfram að skjóta. Byssumaðurinn lagði svo á flótta inn í safnið þar sem lögreglumenn höfðu hendur í hári hans. Hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu, dró fram rauðan palestínuklút og sagði lögreglumönnum að hann hefði framið morðin. Gæti átt dauðarefsingu yfir höfði sér Reuters-fréttastofan segir að að Rodriguez hafi um tíma tekið þátt í starfi öfgavinstrihóps í Chicago í kringum árið 2017. Sá hópur, Frelsunar- og sósíalistaflokkurinn, segist ekki tengjast morðunum neitt og að hann styðji þau ekki. Rodriguez er einnig sagður hafa tekið þátt í starfi hóps sem skipulagði meðal annars mótmæli til stuðnings Palestínumönnum í borginni. Lögreglumaður heldur á poka með sönnunargögnum á vettvangi skotárásarinnar í Washington-borg á miðvikudagskvöld.AP/Rod Lamkey yngri Dan Bongino, aðstoðarforstjóri FBI, sagði á samfélagsmiðlum að möguleg stefnuskrá sem birt var í nafni Rodriguez á samfélagsmiðlinum X skömmu fyrir morðin væri til rannsóknar. Þar hafi hernaður Ísraela á Gasa verið fordæmdur og talað fyrir vopnuðum aðgerðum til þess að mótmæla honum. Bongino var þar til fyrir skemmstu þekktastur sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum sem dreifði hægrisinnuðum samsæriskenningum. Jeanine Pirro, starfandi alríkissaksóknari í Washington, sagði á blaðamannafundi að dauðarefsing gæti legið við brotum Rodriguez. Dauðarefsingar eru ekki við lýði í Washington-borg en alríkisstjórnin getur krafist dauðarefsingar fyrir brot á alríkislögum. „Við ætlum að halda áfram að rannsaka þetta sem hatursglæp og hryðjuverkaglæp,“ sagði Pirro sem var þar til fyrir skemmstu álitsgjafi á Fox-sjónvarpsstöðinni.
Bandaríkin Erlend sakamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira