Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2025 20:33 Elon Musk varði nærri því þrjú hundruð milljónum dala í framboð Donalds Trump eða í fjárveitingar til annarra Repúblikana í fyrra. AP/Jeffrey Phelps Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga úr fjárútlátum sínum til stjórnmálamanna og vegna málefna sem honum eru hugfangin. Hann segist búinn að gera nóg, í bili. Auðjöfurinn varði fúlgum fjár í að styðja Trump í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra. Samkvæmt frétt Reuters er talið að hann hafi verið nærri því þrjú hundruð milljónum dala í stuðning við Trump og aðra Repúblikana á síðasta ári. Þetta sagði Musk á ráðstefnum í Katar í dag og sagðist hann þeirrar skoðunar að hann væri búinn að gefa nóg til stjórnmálanna. „Varðandi pólitísk fjárútlát, ætla ég að draga verulega úr þeim í framtíðinni,“ sagði Musk. „Ég held ég sé búinn að gera nóg.“ Samkvæmt Wall Street Journal gaf Musk þó til kynna að honum gæti snúist hugur, ef aðstæður breyttust og sjái hann tilefni til. Núna sjái hann ekki ástæðu til mikilla fjárútláta. Hann hét því einnig að vera áfram forstjóri hjá Tesla í að minnsta kosti fimm ár, nema hann deyi, eins og hann orðaði það. Í apríl lýsti Musk því yfir að hann ætlaði að draga úr störfum sínum fyrir Trump og einbeita sér að rekstri bílafyrirtækisins en það var eftir að fyrirtækið birti ársfjórðungsuppgjör sem þótti mjög slæmt fyrir Tesla. Störf Musks varðandi umfangsmikla niðurskurði í stjórnsýslu Bandaríkjanna og aðrar aðgerðir hans varðandi stjórnmál þar í landi hafa leitt til mótmæla gegn honum og Tesla. Í uppgjörinu kom fram að pólitískt andrúmsloft hafi haft mikil áhrif á reksturinn. Mikil eftirspurn, nema í Evrópu Musk sagði þó í dag að fyrirtækið hefði mögulega tapað einhverjum frjálslyndum viðskiptavinum en aðrir hefðu komið í staðinn. Sölutölur væru þegar komnar í fyrra horfa. Hann sagði eftirspurn eftir bílum Tesla vara mikla allss taðar, nema í Evrópu. Wall Street Journal sagði nýverið frá því að stjórnarmeðlimir Tesla hafi að undanförnu leitað til fyrirtækja sem sérhæfa sig í ráðningum stjórnenda varðandi leit að nýjum forstjóra. Stjórnin er sögðu hafa gert Musk ljóst að hann væri búinn að leggja allt of mikla áherslu á störf sín fyrir Trump og þyrfti frekar einbeita sér að rekstri Tesla. Talsmenn fyrirtækisins neituðu þessum fregnum og Musk gagnrýndi fréttaflutninginn á samfélagsmiðli sínum. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Tesla Tengdar fréttir Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. 9. maí 2025 07:02 Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn. 6. maí 2025 08:11 Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23 Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07 ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump. 23. apríl 2025 11:39 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Auðjöfurinn varði fúlgum fjár í að styðja Trump í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra. Samkvæmt frétt Reuters er talið að hann hafi verið nærri því þrjú hundruð milljónum dala í stuðning við Trump og aðra Repúblikana á síðasta ári. Þetta sagði Musk á ráðstefnum í Katar í dag og sagðist hann þeirrar skoðunar að hann væri búinn að gefa nóg til stjórnmálanna. „Varðandi pólitísk fjárútlát, ætla ég að draga verulega úr þeim í framtíðinni,“ sagði Musk. „Ég held ég sé búinn að gera nóg.“ Samkvæmt Wall Street Journal gaf Musk þó til kynna að honum gæti snúist hugur, ef aðstæður breyttust og sjái hann tilefni til. Núna sjái hann ekki ástæðu til mikilla fjárútláta. Hann hét því einnig að vera áfram forstjóri hjá Tesla í að minnsta kosti fimm ár, nema hann deyi, eins og hann orðaði það. Í apríl lýsti Musk því yfir að hann ætlaði að draga úr störfum sínum fyrir Trump og einbeita sér að rekstri bílafyrirtækisins en það var eftir að fyrirtækið birti ársfjórðungsuppgjör sem þótti mjög slæmt fyrir Tesla. Störf Musks varðandi umfangsmikla niðurskurði í stjórnsýslu Bandaríkjanna og aðrar aðgerðir hans varðandi stjórnmál þar í landi hafa leitt til mótmæla gegn honum og Tesla. Í uppgjörinu kom fram að pólitískt andrúmsloft hafi haft mikil áhrif á reksturinn. Mikil eftirspurn, nema í Evrópu Musk sagði þó í dag að fyrirtækið hefði mögulega tapað einhverjum frjálslyndum viðskiptavinum en aðrir hefðu komið í staðinn. Sölutölur væru þegar komnar í fyrra horfa. Hann sagði eftirspurn eftir bílum Tesla vara mikla allss taðar, nema í Evrópu. Wall Street Journal sagði nýverið frá því að stjórnarmeðlimir Tesla hafi að undanförnu leitað til fyrirtækja sem sérhæfa sig í ráðningum stjórnenda varðandi leit að nýjum forstjóra. Stjórnin er sögðu hafa gert Musk ljóst að hann væri búinn að leggja allt of mikla áherslu á störf sín fyrir Trump og þyrfti frekar einbeita sér að rekstri Tesla. Talsmenn fyrirtækisins neituðu þessum fregnum og Musk gagnrýndi fréttaflutninginn á samfélagsmiðli sínum.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Tesla Tengdar fréttir Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. 9. maí 2025 07:02 Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn. 6. maí 2025 08:11 Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23 Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07 ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump. 23. apríl 2025 11:39 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. 9. maí 2025 07:02
Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn. 6. maí 2025 08:11
Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23
Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07
ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump. 23. apríl 2025 11:39