Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2025 09:06 Nick Út heldur á myndinni frægu sem hefur verið nefnd „Napalmstúlkan“ árið 2022. Vinstra megin við hann er Kim Phuc, aðalviðfangsefni myndarinnar, en hún var níu ára gömul þegar hún var tekin. AP/Gregorio Borgia Samtök sem veita verðlaun fyrir fréttaljósmynd ársins hafa ákveðið af fjarlægja nafn ljósmyndara sem hlaut verðlaunin fyrir heimsfræga mynd af börnum að flýja napalmárás í Víetnamstríðinu. Nýleg heimildamynd hefur vakið upp spurningar um hver raunverulegur höfundur myndarinnar er. Mynd sem AP-fréttastofan birti af nakinni og grátandi stúlku á hlaupum ásamt öðrum börnum undan napalmárás Bandaríkjahers á suðurvíetnamska bæinn Trang Bang árið 1972 vakti heimsathygli. Hún þótti táknræn fyrir hörmungar stríðsins og vann til verðlauna sem fréttaljósmynd ársins hjá samtökunum World Press Photo ári seinna, sama ár og Richard Nixon batt loks enda á stríðið. Ljósmyndaranum Nick Út frá AP hefur alla tíð verið eignaður heiður af ljósmyndinni. Í heimildamyndinni „The Stringer“ sem var frumsýnd fyrr á þessu ári voru leiddar líkur að því að annar ljósmyndari hefði tekið myndina frægu, lausamaðurinn Nguyen Thanh Nghe. Hann hafi selt AP myndir en þær hafi ekki verið merktar honum. Of mikill vafi um höfundinn World Press Photo hóf rannsókn eftir að heimildamyndin kom út. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að samtökin ætla ekki lengur að merkja Nick Út sem höfund myndarinnar vegna vafa um hver tók myndina í raun og veru. Bæði Nguyen Thanh Nghe og annar maður, Huynh Cong Phuc, kunni að hafa verið í betri aðstöðu til þess að taka myndina. „Okkar niðurstaða er að það sé of mikill vafi til þess að halda núverandi höfundarmerkingu,“ segir Joumana El Zein Khoury, framkvæmdastjóri World Press Photo. Samtökin segjast þó ekki geta merkt öðrum ljósmyndara myndina þar sem staðfest sönnunargögn skorti um hver tók hana. Þau ætla ekki að fara fram á að Út endurgreiði verðlaunafé sem hann fékk á sínum tíma. Fundu ekki ástæðu til þess að taka réttinn af Út AP-fréttastofan hefur sagt að rannsóknir sem hún hefur gert á uppruna myndarinnar gefi ekki tilefni til þess að svipta Út höfundarrétti á henni. Mögulegt væri að hann hefði tekið hana en of langur tími væri liðinn til þess að hægt væri að koma til botns í því. Engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver annar hefði tekið myndina. Út hlaut einnig Pulitzer-blaðamannaverðlaunin í Bandaríkjunum fyrir myndina. AP-fréttastofan segir að þau séu ekki í hættu. Víetnam Fjölmiðlar Ljósmyndun Hernaður Bandaríkin Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Mynd sem AP-fréttastofan birti af nakinni og grátandi stúlku á hlaupum ásamt öðrum börnum undan napalmárás Bandaríkjahers á suðurvíetnamska bæinn Trang Bang árið 1972 vakti heimsathygli. Hún þótti táknræn fyrir hörmungar stríðsins og vann til verðlauna sem fréttaljósmynd ársins hjá samtökunum World Press Photo ári seinna, sama ár og Richard Nixon batt loks enda á stríðið. Ljósmyndaranum Nick Út frá AP hefur alla tíð verið eignaður heiður af ljósmyndinni. Í heimildamyndinni „The Stringer“ sem var frumsýnd fyrr á þessu ári voru leiddar líkur að því að annar ljósmyndari hefði tekið myndina frægu, lausamaðurinn Nguyen Thanh Nghe. Hann hafi selt AP myndir en þær hafi ekki verið merktar honum. Of mikill vafi um höfundinn World Press Photo hóf rannsókn eftir að heimildamyndin kom út. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að samtökin ætla ekki lengur að merkja Nick Út sem höfund myndarinnar vegna vafa um hver tók myndina í raun og veru. Bæði Nguyen Thanh Nghe og annar maður, Huynh Cong Phuc, kunni að hafa verið í betri aðstöðu til þess að taka myndina. „Okkar niðurstaða er að það sé of mikill vafi til þess að halda núverandi höfundarmerkingu,“ segir Joumana El Zein Khoury, framkvæmdastjóri World Press Photo. Samtökin segjast þó ekki geta merkt öðrum ljósmyndara myndina þar sem staðfest sönnunargögn skorti um hver tók hana. Þau ætla ekki að fara fram á að Út endurgreiði verðlaunafé sem hann fékk á sínum tíma. Fundu ekki ástæðu til þess að taka réttinn af Út AP-fréttastofan hefur sagt að rannsóknir sem hún hefur gert á uppruna myndarinnar gefi ekki tilefni til þess að svipta Út höfundarrétti á henni. Mögulegt væri að hann hefði tekið hana en of langur tími væri liðinn til þess að hægt væri að koma til botns í því. Engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver annar hefði tekið myndina. Út hlaut einnig Pulitzer-blaðamannaverðlaunin í Bandaríkjunum fyrir myndina. AP-fréttastofan segir að þau séu ekki í hættu.
Víetnam Fjölmiðlar Ljósmyndun Hernaður Bandaríkin Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent