Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 14:30 Lögreglumenn gera húsleit í Neubokow í Þýskalandi í tengslum við aðgerðirnar gegn öfgahægrihópnum. Á þriðja hundrað lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum og húsleit var gerð í fimm sambandslöndum. AP/Bernd Wuestneck/dpa Þýska lögreglan handtók fimm öfgahægrisinnuð ungmenni sem hún segir að hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk gegn innflytjendum og vinstrisinnum. Yfirvöld hafa áhyggjur af vaxandi öfgahyggju í Þýskalandi. Alríkissaksóknarar segja að þeir handteknu séu allir karlmenn og að þeir hafi allir verið undir lögaldri þegar brotin eiga að hafa verið framin, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þeir hafi tekið þátt í félagsskap sem lýsir sjálfum sér sem „síðustu varnarlínu“ þýsku þjóðarinnar. Tveir þeirra handteknu eru ákærðir fyrir tilraun til manndráps og um að kveikja í menningarmiðstöð í Brandenburg í Austur-Þýskalandi í október. Engan sakaði þá þrátt fyrir að margir væri í húsinu þegar kveikt var í því. Tveir aðrir eru ákærðir fyrir að brjóta rúður í skýli fyrir hælisleitendur í Þýringjalandi, einnig í Austur-Þýskalandi, og að reyna að skjóta flugeldum inn í bygginguna. Þá eru þeir sakaðir um hafa krotað hakakrossa á veggi hennar og að heilsa að nasistasið. Yfirvöld hafa ekki greint frá aldri ungmennanna en AP-fréttastofan segir að þeir séu á aldrinum fjórtán til átján ára. Hópurinn hafi verið stofnaður í apríl í fyrra eða jafnvel fyrr. Fyrir ungmennunum vakti að beita ofbeldi gegn innflytjendum og pólitískum andstæðingum og valda með því falli lýðræðisríkisins. Saksóknararnir fullyrða að þeir hafi komið í veg fyrir aðra íkveikju í húsnæði fyrir hælisleitendur í Senftenberg í janúar með handtökunum á tveimur öðrum ungum mönnum sem tengist hópnum. „Við munum einfaldlega ekki líða að hryðjuverkahópar reyni að leggja niður lýðveldið,“ sagði Alexander Dobrindt, innanríkisráðherra, á þýska þinginu í dag. Glæpir sem tengjast öfgahyggju aldrei fleiri Þýsk yfirvöld vöruðu við því í gær að glæpum sem tengdust öfgahægrihyggju hefði fjölgað um hátt helming á milli ára í fyrra. Þeir hefðu aldrei verið fleiri eftir seinna stríð. Sérstaklega var varað við vaxandi öfgahyggju þýskra ungmenna, að því er segir í frétt evrópska blaðsins Politico. Reuters-fréttastofan segir að hrina mannskæðra árása innflytjenda hafi laðað suma Þjóðverja að öfgahægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) en hann er nú næststærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í vetur. Þýskir alríkissaksóknarar rannsaka nú einnig árás sýrlensks manns á hóp fólks á bar í borginni Bielefeld um helgina. Þeir telja að sú árás hafi átt sér trúarlegar rætur og að hún hafi beinst að þýska lýðveldinu. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að í samfélaginu í heild, og á meðal hluta ungs fólks, sjáum við hliðrun til hægri og vaxandi viðurkenningu á að ofbeldi sé beitt,“ sagði Holger Münch, yfirmaður þýsku alríkislögreglunnar, í gær. Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Alríkissaksóknarar segja að þeir handteknu séu allir karlmenn og að þeir hafi allir verið undir lögaldri þegar brotin eiga að hafa verið framin, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þeir hafi tekið þátt í félagsskap sem lýsir sjálfum sér sem „síðustu varnarlínu“ þýsku þjóðarinnar. Tveir þeirra handteknu eru ákærðir fyrir tilraun til manndráps og um að kveikja í menningarmiðstöð í Brandenburg í Austur-Þýskalandi í október. Engan sakaði þá þrátt fyrir að margir væri í húsinu þegar kveikt var í því. Tveir aðrir eru ákærðir fyrir að brjóta rúður í skýli fyrir hælisleitendur í Þýringjalandi, einnig í Austur-Þýskalandi, og að reyna að skjóta flugeldum inn í bygginguna. Þá eru þeir sakaðir um hafa krotað hakakrossa á veggi hennar og að heilsa að nasistasið. Yfirvöld hafa ekki greint frá aldri ungmennanna en AP-fréttastofan segir að þeir séu á aldrinum fjórtán til átján ára. Hópurinn hafi verið stofnaður í apríl í fyrra eða jafnvel fyrr. Fyrir ungmennunum vakti að beita ofbeldi gegn innflytjendum og pólitískum andstæðingum og valda með því falli lýðræðisríkisins. Saksóknararnir fullyrða að þeir hafi komið í veg fyrir aðra íkveikju í húsnæði fyrir hælisleitendur í Senftenberg í janúar með handtökunum á tveimur öðrum ungum mönnum sem tengist hópnum. „Við munum einfaldlega ekki líða að hryðjuverkahópar reyni að leggja niður lýðveldið,“ sagði Alexander Dobrindt, innanríkisráðherra, á þýska þinginu í dag. Glæpir sem tengjast öfgahyggju aldrei fleiri Þýsk yfirvöld vöruðu við því í gær að glæpum sem tengdust öfgahægrihyggju hefði fjölgað um hátt helming á milli ára í fyrra. Þeir hefðu aldrei verið fleiri eftir seinna stríð. Sérstaklega var varað við vaxandi öfgahyggju þýskra ungmenna, að því er segir í frétt evrópska blaðsins Politico. Reuters-fréttastofan segir að hrina mannskæðra árása innflytjenda hafi laðað suma Þjóðverja að öfgahægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) en hann er nú næststærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í vetur. Þýskir alríkissaksóknarar rannsaka nú einnig árás sýrlensks manns á hóp fólks á bar í borginni Bielefeld um helgina. Þeir telja að sú árás hafi átt sér trúarlegar rætur og að hún hafi beinst að þýska lýðveldinu. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að í samfélaginu í heild, og á meðal hluta ungs fólks, sjáum við hliðrun til hægri og vaxandi viðurkenningu á að ofbeldi sé beitt,“ sagði Holger Münch, yfirmaður þýsku alríkislögreglunnar, í gær.
Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira