Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2025 19:01 Cyril Ramaphosa og Donald Trump, forsetar Suður-Afríku og Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í dag. AP Photo/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, missti stjórn á skapi sínu á átakasömum blaðamannafundi með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku í Hvíta húsinu í dag. Þar hélt Trump því fram að verið væri að myrða hvíta bændur í massavís og að morðingjarnir kæmust upp með það og lét kollega sinn horfa á myndband sem átti að styðja við falskar yfirlýsingar hans. Fundinum, sem var sýndur í beinni útsendingu, hefur þegar verið líkt við umsátur og umdeildan fund Trumps og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. Hér að neðan má sjá þegar Trump lét slökkva ljósin og spila myndbandið. Donald Trump has ambushed South Africa's President by playing videos which he claims pertain to allegations of 'genocide' in South Africa."I'd like to know where that is because this [the videos] I've never seen" Cyril Ramaphos responded.https://t.co/ePDAgEPC2G📺 Sky 501/YT pic.twitter.com/zTCzw4F5Zf— Sky News (@SkyNews) May 21, 2025 Trump veitti nýlega tæplega sextíu hvítum bændum frá Suður-Afríku hæli í Bandaríkjunum. Hann hefur nokkrum sinnum sagt að verið sé að fremja þjóðarmorð á þeim. Yfirvöld í Suður-Afríku hafa viðurkennt að hvítir bændur hafi verið myrtir í landinu en ríkisstjórn Trumps skilji ekki af hverju, eins og fram kemur hjá AP fréttaveitunni. Morðin eru sögð vera vegna mikillar glæpaöldu sem gengur yfir landið og hafa margir þeldökkir bændur einnig verið myrtir. Morðtíðni er mjög há í Suður-Afríku en samkvæmt frétt Reuters eru yfirgnæfandi meirihlutri myrtra þeldökkir. Einnig mátti sjá á myndbandinu krossa frá Witkruis minnisvarðanum í Suður-Afríku. Trump hélt því fram að krossarnir táknuðu hvíta bændur sem hafa verið myrtir. Minnisvarðinn er þó einnig til að heiðra þeldökka bændur sem hafa verið myrtir af glæpamönnum. Landbúnaðarráðherra Suður-Afríku, John Steenhuisen, sem er hvítur og tilheyrir öðrum stjórnmálaflokki en Ramaphosa, sagði í samtali við AP að ekki væri verið að leggja hald á land bænda og að ásakanir um þjóðarmorð á hvítum bændum væru rangar. Á myndbandinu sem Trump sýndi í Hvíta húsinu, og hefur verið birt á samfélagsmiðlum Hvíta hússins, má meðal annars sjá meðlimi stjórnmálaflokks í Suður-Afríku hvetja til ódæða gegn hvítu fólki. Meðlimir í sendinefndinni frá Suður-Afríku, eins og Steenhuisen, ítrekuðu að þessi stjórnmálaflokkur væri ekki í ríkisstjórn og ekki embættismenn, eins og Trump hélt fram. Margir flokkar væru virkir í landinu og fordæmdi Ramaphosa ummælin í myndbandinu. Ramaphosa sagði Suður-Afríku lýðræðisríki og að þar væri málfrelsi. Hann sagði einnig að glæpir væru tíðir í Suður-Afríku og það væri ekki eingöngu verið að myrða hvítt fólk. Reiddist blaðamanni vegna flugvélar Tiltölulega snemma eftir að Trump sýndi myndbandið var hann spurður út í það að talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna staðfesti í dag að búið væri að ákveða að taka við 747 einkaþotu sem konungsfjölskylda Katar vill gefa Bandaríkjunum, reiddist hann mjög og kallaði blaðamanninn sem spurði „asna“ og „fávita“. Trump segist ætla að nota þotuna, sem lýst hefur verið sem höll í háloftunum, sem forsetaflugvél sína. Trump blows up at reporter Reporter: The Pentagon announced that it will be accepting the Qatari jet..Trump: You ought to get out of here… It’s NBC trying to get off the subject. You are a terrible reporter. You ought to go back to your studio. No more questions from you.… pic.twitter.com/p64ofA3e8D— Acyn (@Acyn) May 21, 2025 Flugvélagjöfin er mjög svo umdeild en einkaþotan er metin á 53 milljarða króna og þegar kjörtímabili Trumps lýkur stendur til að gefa hana til forsetabókasafns hans og gæti hann haft afnot af henni eftir það. Þá hefur einnig vakið áhyggjur og meðal annars hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins, hve dýrt það verði að breyta henni og tryggja öryggi hennar. Sjá einnig: Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Seinna eftir að Trump var spurður út í flugvélina var hann að tala um stöðuna í Suður-Afríku og byrjaði þá aftur að tala um flugvélina og „fávitann“ frá NBC. Ramaphosa greip þá inn í og reyndi að snúa umræðunni aftur að Suður-Afríku og reyndi að leiðrétta Trump. „Því miður á ég ekki flugvél til að gefa þér,“ sagði Ramaphosa. „Ég vildi að svo væri. Ég myndi þiggja hana,“ svaraði Trump. RAMAPHOSA: I am sorry I don't have a plane to give youTRUMP: I wish you did. I'd take it. If your country offered the US Air Force a plane, I would take itRAMAPHOSA: Okay pic.twitter.com/TgvODTok9P— Aaron Rupar (@atrupar) May 21, 2025 Barist um landtöku í dómsal Eins og fram kemur í frétt BBC hafa yfirlýsingar um þjóðarmorð gegn hvítu fólki í Suður-Afríku lengi verið á kreiki á hægri væng stjórnmála á Vesturlöndum. Vissulega hafi hvítir bændur verið myrtir en upplýsingaóreiðan sé mikil í tengslum við þessi mál. Dómari í Suður-Afríku sagði í febrúar að þjóðarmorð væri ekki að eiga sér stað. Þá bendir glæpatölfræði ekki til þess heldur. Frá október og út desember í fyrra voru 6.953 morð framin í Suður-Afríku. Þar af voru tólf myrtir á sveitabæjum. Einn þeirra var bóndi en hinir bjuggu þar eða unnu og segir í grein BBC að flestir þeirra hafi líklega verið þeldökkir. Þegar kemur að landtöku skrifaði Ramaphosa undir lög í janúar sem ætlað er að draga úr ójafnvægi í landinu þegar kemur að landareignum. Þar hafa hvítir íbúar mikið forskot eftir að hafa stýrt landinu um langt skeið. Lýðræðisbandalagið, sem er annar flokkur í ríkisstjórn Ramaphosa, hefur fordæmt lögin á þeim grunni að þau brjóti gegn eignarétti fólks og standa yfir dómsmál vegna þeirra. Yfirvöld í Suður-Afríku hafa einnig gripið til aðgerða sem ætlað er að auka vægi þeldökkra í atvinnulífinu. Hvít fólk situr í 62,1 prósenti stjórnendastaða í atvinnulífi Suður-Afríku en eru þó eingöngu 7,7 prósent af vinnuafli landsins. Umdeildur en löglegur söngur Þegar kemur að söng Julius Malema, sem sjá mátti á myndbandi Trumps, um að skjóta eigi hvítt fólk í Suður-Afríku, er það söngur sem naut fyrst vinsælda í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á árum áður. Malema var vikið úr ANC, flokki Ramaphosa, fyrir þó nokkrum árum. Reynt hefur verið að gera sönginn ólöglegan en hæstiréttur landsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að málfrelsi heimili Malema að syngja hann á kosningafundum. Bandaríkin Donald Trump Suður-Afríka Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Fundinum, sem var sýndur í beinni útsendingu, hefur þegar verið líkt við umsátur og umdeildan fund Trumps og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. Hér að neðan má sjá þegar Trump lét slökkva ljósin og spila myndbandið. Donald Trump has ambushed South Africa's President by playing videos which he claims pertain to allegations of 'genocide' in South Africa."I'd like to know where that is because this [the videos] I've never seen" Cyril Ramaphos responded.https://t.co/ePDAgEPC2G📺 Sky 501/YT pic.twitter.com/zTCzw4F5Zf— Sky News (@SkyNews) May 21, 2025 Trump veitti nýlega tæplega sextíu hvítum bændum frá Suður-Afríku hæli í Bandaríkjunum. Hann hefur nokkrum sinnum sagt að verið sé að fremja þjóðarmorð á þeim. Yfirvöld í Suður-Afríku hafa viðurkennt að hvítir bændur hafi verið myrtir í landinu en ríkisstjórn Trumps skilji ekki af hverju, eins og fram kemur hjá AP fréttaveitunni. Morðin eru sögð vera vegna mikillar glæpaöldu sem gengur yfir landið og hafa margir þeldökkir bændur einnig verið myrtir. Morðtíðni er mjög há í Suður-Afríku en samkvæmt frétt Reuters eru yfirgnæfandi meirihlutri myrtra þeldökkir. Einnig mátti sjá á myndbandinu krossa frá Witkruis minnisvarðanum í Suður-Afríku. Trump hélt því fram að krossarnir táknuðu hvíta bændur sem hafa verið myrtir. Minnisvarðinn er þó einnig til að heiðra þeldökka bændur sem hafa verið myrtir af glæpamönnum. Landbúnaðarráðherra Suður-Afríku, John Steenhuisen, sem er hvítur og tilheyrir öðrum stjórnmálaflokki en Ramaphosa, sagði í samtali við AP að ekki væri verið að leggja hald á land bænda og að ásakanir um þjóðarmorð á hvítum bændum væru rangar. Á myndbandinu sem Trump sýndi í Hvíta húsinu, og hefur verið birt á samfélagsmiðlum Hvíta hússins, má meðal annars sjá meðlimi stjórnmálaflokks í Suður-Afríku hvetja til ódæða gegn hvítu fólki. Meðlimir í sendinefndinni frá Suður-Afríku, eins og Steenhuisen, ítrekuðu að þessi stjórnmálaflokkur væri ekki í ríkisstjórn og ekki embættismenn, eins og Trump hélt fram. Margir flokkar væru virkir í landinu og fordæmdi Ramaphosa ummælin í myndbandinu. Ramaphosa sagði Suður-Afríku lýðræðisríki og að þar væri málfrelsi. Hann sagði einnig að glæpir væru tíðir í Suður-Afríku og það væri ekki eingöngu verið að myrða hvítt fólk. Reiddist blaðamanni vegna flugvélar Tiltölulega snemma eftir að Trump sýndi myndbandið var hann spurður út í það að talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna staðfesti í dag að búið væri að ákveða að taka við 747 einkaþotu sem konungsfjölskylda Katar vill gefa Bandaríkjunum, reiddist hann mjög og kallaði blaðamanninn sem spurði „asna“ og „fávita“. Trump segist ætla að nota þotuna, sem lýst hefur verið sem höll í háloftunum, sem forsetaflugvél sína. Trump blows up at reporter Reporter: The Pentagon announced that it will be accepting the Qatari jet..Trump: You ought to get out of here… It’s NBC trying to get off the subject. You are a terrible reporter. You ought to go back to your studio. No more questions from you.… pic.twitter.com/p64ofA3e8D— Acyn (@Acyn) May 21, 2025 Flugvélagjöfin er mjög svo umdeild en einkaþotan er metin á 53 milljarða króna og þegar kjörtímabili Trumps lýkur stendur til að gefa hana til forsetabókasafns hans og gæti hann haft afnot af henni eftir það. Þá hefur einnig vakið áhyggjur og meðal annars hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins, hve dýrt það verði að breyta henni og tryggja öryggi hennar. Sjá einnig: Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Seinna eftir að Trump var spurður út í flugvélina var hann að tala um stöðuna í Suður-Afríku og byrjaði þá aftur að tala um flugvélina og „fávitann“ frá NBC. Ramaphosa greip þá inn í og reyndi að snúa umræðunni aftur að Suður-Afríku og reyndi að leiðrétta Trump. „Því miður á ég ekki flugvél til að gefa þér,“ sagði Ramaphosa. „Ég vildi að svo væri. Ég myndi þiggja hana,“ svaraði Trump. RAMAPHOSA: I am sorry I don't have a plane to give youTRUMP: I wish you did. I'd take it. If your country offered the US Air Force a plane, I would take itRAMAPHOSA: Okay pic.twitter.com/TgvODTok9P— Aaron Rupar (@atrupar) May 21, 2025 Barist um landtöku í dómsal Eins og fram kemur í frétt BBC hafa yfirlýsingar um þjóðarmorð gegn hvítu fólki í Suður-Afríku lengi verið á kreiki á hægri væng stjórnmála á Vesturlöndum. Vissulega hafi hvítir bændur verið myrtir en upplýsingaóreiðan sé mikil í tengslum við þessi mál. Dómari í Suður-Afríku sagði í febrúar að þjóðarmorð væri ekki að eiga sér stað. Þá bendir glæpatölfræði ekki til þess heldur. Frá október og út desember í fyrra voru 6.953 morð framin í Suður-Afríku. Þar af voru tólf myrtir á sveitabæjum. Einn þeirra var bóndi en hinir bjuggu þar eða unnu og segir í grein BBC að flestir þeirra hafi líklega verið þeldökkir. Þegar kemur að landtöku skrifaði Ramaphosa undir lög í janúar sem ætlað er að draga úr ójafnvægi í landinu þegar kemur að landareignum. Þar hafa hvítir íbúar mikið forskot eftir að hafa stýrt landinu um langt skeið. Lýðræðisbandalagið, sem er annar flokkur í ríkisstjórn Ramaphosa, hefur fordæmt lögin á þeim grunni að þau brjóti gegn eignarétti fólks og standa yfir dómsmál vegna þeirra. Yfirvöld í Suður-Afríku hafa einnig gripið til aðgerða sem ætlað er að auka vægi þeldökkra í atvinnulífinu. Hvít fólk situr í 62,1 prósenti stjórnendastaða í atvinnulífi Suður-Afríku en eru þó eingöngu 7,7 prósent af vinnuafli landsins. Umdeildur en löglegur söngur Þegar kemur að söng Julius Malema, sem sjá mátti á myndbandi Trumps, um að skjóta eigi hvítt fólk í Suður-Afríku, er það söngur sem naut fyrst vinsælda í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á árum áður. Malema var vikið úr ANC, flokki Ramaphosa, fyrir þó nokkrum árum. Reynt hefur verið að gera sönginn ólöglegan en hæstiréttur landsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að málfrelsi heimili Malema að syngja hann á kosningafundum.
Bandaríkin Donald Trump Suður-Afríka Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira