Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2025 12:22 Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, lét svipuna ganga og fékk þinglflokk sinn til þess að samþykkja frumvarp Bandaríkjaforseta þrátt fyrir efasemdir margra þeirra. AP/Rod Lamkey yngri Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. Helstu stefnumál Repúblikanaflokksins og Bandaríkjaforseta er að finna í frumvarpinu sem gekk undir heitinu „Eitt stórt fallegt frumvarp“. Hryggjarstykkið í því er framlenging á skattalækkunum upp á 4,5 billjónir (milljónir milljóna) dollara sem voru fyrst samþykktar á fyrra kjörtímabili núverandi forseta árið 2017 að viðbættum nýjum lækkunum sem hann lofaði í kosningabaráttu sinni í fyrra. Frumvarpið var samþykkt með eins atkvæðis mun en tveir repúblikanar greiddu atkvæði með demókrötum gegn því. Þingmaður demókrataflokksins lést í vikunni og mögulegt að andlát hans hafi gert repúblikönum mögulegt að koma frumvarpinu í gegn. Þingmenn demókrata kölluðu frumvarpið „eitt ljótt frumvarp“ í umræðum um það í nótt. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, fullyrti aftur á móti að það kæmi Bandaríkjamönnum aftur á sigurbraut. Frumvarpið gengur nú til öldungadeildarinnar þar sem repúblikanar hafa einnig meirihluta. Einfaldan meirihluta þarf til þess að samþykkja það þar. Slæmt fyrir lágtekjufólk, gott fyrir hátekjufólk Til þess að stoppa upp í gatið í fjárlögum samþykktu repúblikanar að skera Medicaid, opinbera heilbrigðisþjónustu alríkisstjórnarinnar, og matarmiða lágtekjufólks verulega niður. Með frumvarpinu yrðu settar kröfur um vinnuskyldu fyrir þá sem þiggja þjónustuna. Þá felldi frumvarpið úr gildi skattaívilnanir til grænnar orku sem demókratar samþykktu í forsetatíð Joes Biden. Repúblikanar afneita loftslagsvísindum og eru á móti endurnýjanlegum orkugjöfum að miklu leyti. Bandaríska þinghúsið þar sem repúblikanar í fulltrúadeildinni samþykktu risavaxið frumvarp um tekjur og útgjöld alríkisstjórnarinnar í nótt.Vísir/EPA Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings, óháð ráðgjafarstofnun, áætlar að með frumvarpinu missi um 8,6 milljónir Bandaríkjamanna aðgang að heilbrigðisþjónustu og þrjár milljónir manna matarmiða, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá telur hún að skattkerfisbreytingarnar sem frumvarpið felur í sér verði kjarabót fyrir hæstu tekjuhópana en að þeir sem hafa lægstu tekjurnar þurfi að greiða meira í skatt. Bætir billjónum við fjárlagahallann Repúblikanar hafa ítrekað hótað því að stöðva rekstur alríkisstjórnarinnar til þess að knýja fram niðurskurð á ríkisútgjöldum síðasta rúma áratuginn. Það er vegna áhyggna þeirra af gríðarlegum fjárlagahalla bandaríska ríkissjóðsins. Skattalækkanirnar sem þeir samþykktu í nótt eru taldar fela í sér 3,8 billjóna dollara aukningu á hallanum næsta áratuginn. Niðurskurðurinn til Medicaid, matarmiðanna og annarar almannaþjónustu gæti dregið úr halla um billjón dollara. Það kostaði enda Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, blóð, svita og tár að fá allan þingflokk sinn til þess að greiða atkvæði með frumvarpinu. Stíf fundarhöld hafa átt sér stað, jafnvel langt fram á nætur. Forsetinn hitti þingflokkinn meðal annars á þriðjudag en Hvíta húsið varaði þingmenn flokksins við því að það væru hin mestu svik ef þeir samþykktu ekki frumvarp forsetans. Auk kostnaðarins við skattalækkanirnar felur frumvarpið í sér um 350 milljarða dollara útgjaldaaukningu, að stærstum hluta til varnarmálaráðuneytisins. Þeir 150 milljarðar dollara sem fara til þess fara annars vegar í eldflaugavarnarkerfi að ísraelskri fyrirmynd og til fjöldabrottvísana á innflytjendum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Helstu stefnumál Repúblikanaflokksins og Bandaríkjaforseta er að finna í frumvarpinu sem gekk undir heitinu „Eitt stórt fallegt frumvarp“. Hryggjarstykkið í því er framlenging á skattalækkunum upp á 4,5 billjónir (milljónir milljóna) dollara sem voru fyrst samþykktar á fyrra kjörtímabili núverandi forseta árið 2017 að viðbættum nýjum lækkunum sem hann lofaði í kosningabaráttu sinni í fyrra. Frumvarpið var samþykkt með eins atkvæðis mun en tveir repúblikanar greiddu atkvæði með demókrötum gegn því. Þingmaður demókrataflokksins lést í vikunni og mögulegt að andlát hans hafi gert repúblikönum mögulegt að koma frumvarpinu í gegn. Þingmenn demókrata kölluðu frumvarpið „eitt ljótt frumvarp“ í umræðum um það í nótt. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, fullyrti aftur á móti að það kæmi Bandaríkjamönnum aftur á sigurbraut. Frumvarpið gengur nú til öldungadeildarinnar þar sem repúblikanar hafa einnig meirihluta. Einfaldan meirihluta þarf til þess að samþykkja það þar. Slæmt fyrir lágtekjufólk, gott fyrir hátekjufólk Til þess að stoppa upp í gatið í fjárlögum samþykktu repúblikanar að skera Medicaid, opinbera heilbrigðisþjónustu alríkisstjórnarinnar, og matarmiða lágtekjufólks verulega niður. Með frumvarpinu yrðu settar kröfur um vinnuskyldu fyrir þá sem þiggja þjónustuna. Þá felldi frumvarpið úr gildi skattaívilnanir til grænnar orku sem demókratar samþykktu í forsetatíð Joes Biden. Repúblikanar afneita loftslagsvísindum og eru á móti endurnýjanlegum orkugjöfum að miklu leyti. Bandaríska þinghúsið þar sem repúblikanar í fulltrúadeildinni samþykktu risavaxið frumvarp um tekjur og útgjöld alríkisstjórnarinnar í nótt.Vísir/EPA Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings, óháð ráðgjafarstofnun, áætlar að með frumvarpinu missi um 8,6 milljónir Bandaríkjamanna aðgang að heilbrigðisþjónustu og þrjár milljónir manna matarmiða, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá telur hún að skattkerfisbreytingarnar sem frumvarpið felur í sér verði kjarabót fyrir hæstu tekjuhópana en að þeir sem hafa lægstu tekjurnar þurfi að greiða meira í skatt. Bætir billjónum við fjárlagahallann Repúblikanar hafa ítrekað hótað því að stöðva rekstur alríkisstjórnarinnar til þess að knýja fram niðurskurð á ríkisútgjöldum síðasta rúma áratuginn. Það er vegna áhyggna þeirra af gríðarlegum fjárlagahalla bandaríska ríkissjóðsins. Skattalækkanirnar sem þeir samþykktu í nótt eru taldar fela í sér 3,8 billjóna dollara aukningu á hallanum næsta áratuginn. Niðurskurðurinn til Medicaid, matarmiðanna og annarar almannaþjónustu gæti dregið úr halla um billjón dollara. Það kostaði enda Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, blóð, svita og tár að fá allan þingflokk sinn til þess að greiða atkvæði með frumvarpinu. Stíf fundarhöld hafa átt sér stað, jafnvel langt fram á nætur. Forsetinn hitti þingflokkinn meðal annars á þriðjudag en Hvíta húsið varaði þingmenn flokksins við því að það væru hin mestu svik ef þeir samþykktu ekki frumvarp forsetans. Auk kostnaðarins við skattalækkanirnar felur frumvarpið í sér um 350 milljarða dollara útgjaldaaukningu, að stærstum hluta til varnarmálaráðuneytisins. Þeir 150 milljarðar dollara sem fara til þess fara annars vegar í eldflaugavarnarkerfi að ísraelskri fyrirmynd og til fjöldabrottvísana á innflytjendum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira