Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2025 11:20 Sarah Milgrim og Yaron Lischinsky sem voru skotin til bana í Washington-borg á miðvikudagskvöld. AP/ísraelska sendiráðið í Bandaríkjunum Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að skjóta tvo starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington-borg í Bandaríkjunum til bana að yfirlögðu ráði. Hann sagði lögreglu að hann hefði drepið fólki fyrir Palestínu og Gasa. Elias Rodriguez, 31 árs gamall karlmaður frá Chicago, er grunaður um að hafa skotið þau Yaron Lischinsky og Söruh Lynn Milgrim, starfsmenn ísraelska sendiráðsins til bana, þegar þau yfirgáfu samkomu félagasamtaka sem berjast gegn gyðingahatri og styðja Ísrael á miðvikudagskvöld. Í ákæruskjalinu á hendur Rodriguez kemur fram að hann hafi sagt við lögreglumenn: „Ég gerði það fyrir Palestínu, ég gerði það fyrir Gasa.“ Það var vísun til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni sem hófst eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna á Ísrael í október 2023. Fórnarlömb Rodriguez voru trúlofuð. Lischinsky var þrítugur en Milgrim 26 ára. Reuters-fréttastofan hefur eftir vinum þeirra og kollegum að þau hafi unnið að bættum samskiptum gyðinga og araba í von um að hægt væri að binda enda á blóðbaðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Maður þerrar tárin á minningarstund um Söruh Milgrim og Yaron Lischinsky í samkomuhúsi gyðinga í Kansas þaðan sem Milgrim var.AP/Charlie Riedel Lischinsky var fæddur í Nuremberg í Þýskalandi en flutti til Ísraels þegar hann var sextán ára gamall þar sem hann þjónaði meðal annars í hernum, að sögn AP-fréttastofunnar. Milgrim var bandarískur ríkisborgari frá Kansas. Skaut Milgrim þegar hún reyndi að skríða undan Samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkislögreglunnar flaug Rodriguez frá Chicago til Washington-borgar á þriðjudag, daginn fyrir morðin. Skömmu fyrir það sáu sjónarvottar hann ganga fram og til baka fyrir utan safnið þar sem viðburðurinn sem parið sótti fór fram. Á upptökum úr öryggismyndavélum sást Rodriguez skjóta parið nokkrum sinnum með níu millímetra skammbyssu. Hann hafi svo hallað sér yfir þau og skotið þau nokkrum sinnum til viðbótar eftir að þau féllu í jörðina. Milgrim hafi reynt að skríða í burt og setjast upp en þá skaut Rodriguez hana aftur. Hann hafi svo tekið sér tíma til að hlaða byssu sína en svo haldið áfram að skjóta. Byssumaðurinn lagði svo á flótta inn í safnið þar sem lögreglumenn höfðu hendur í hári hans. Hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu, dró fram rauðan palestínuklút og sagði lögreglumönnum að hann hefði framið morðin. Gæti átt dauðarefsingu yfir höfði sér Reuters-fréttastofan segir að að Rodriguez hafi um tíma tekið þátt í starfi öfgavinstrihóps í Chicago í kringum árið 2017. Sá hópur, Frelsunar- og sósíalistaflokkurinn, segist ekki tengjast morðunum neitt og að hann styðji þau ekki. Rodriguez er einnig sagður hafa tekið þátt í starfi hóps sem skipulagði meðal annars mótmæli til stuðnings Palestínumönnum í borginni. Lögreglumaður heldur á poka með sönnunargögnum á vettvangi skotárásarinnar í Washington-borg á miðvikudagskvöld.AP/Rod Lamkey yngri Dan Bongino, aðstoðarforstjóri FBI, sagði á samfélagsmiðlum að möguleg stefnuskrá sem birt var í nafni Rodriguez á samfélagsmiðlinum X skömmu fyrir morðin væri til rannsóknar. Þar hafi hernaður Ísraela á Gasa verið fordæmdur og talað fyrir vopnuðum aðgerðum til þess að mótmæla honum. Bongino var þar til fyrir skemmstu þekktastur sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum sem dreifði hægrisinnuðum samsæriskenningum. Jeanine Pirro, starfandi alríkissaksóknari í Washington, sagði á blaðamannafundi að dauðarefsing gæti legið við brotum Rodriguez. Dauðarefsingar eru ekki við lýði í Washington-borg en alríkisstjórnin getur krafist dauðarefsingar fyrir brot á alríkislögum. „Við ætlum að halda áfram að rannsaka þetta sem hatursglæp og hryðjuverkaglæp,“ sagði Pirro sem var þar til fyrir skemmstu álitsgjafi á Fox-sjónvarpsstöðinni. Bandaríkin Erlend sakamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira
Elias Rodriguez, 31 árs gamall karlmaður frá Chicago, er grunaður um að hafa skotið þau Yaron Lischinsky og Söruh Lynn Milgrim, starfsmenn ísraelska sendiráðsins til bana, þegar þau yfirgáfu samkomu félagasamtaka sem berjast gegn gyðingahatri og styðja Ísrael á miðvikudagskvöld. Í ákæruskjalinu á hendur Rodriguez kemur fram að hann hafi sagt við lögreglumenn: „Ég gerði það fyrir Palestínu, ég gerði það fyrir Gasa.“ Það var vísun til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni sem hófst eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna á Ísrael í október 2023. Fórnarlömb Rodriguez voru trúlofuð. Lischinsky var þrítugur en Milgrim 26 ára. Reuters-fréttastofan hefur eftir vinum þeirra og kollegum að þau hafi unnið að bættum samskiptum gyðinga og araba í von um að hægt væri að binda enda á blóðbaðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Maður þerrar tárin á minningarstund um Söruh Milgrim og Yaron Lischinsky í samkomuhúsi gyðinga í Kansas þaðan sem Milgrim var.AP/Charlie Riedel Lischinsky var fæddur í Nuremberg í Þýskalandi en flutti til Ísraels þegar hann var sextán ára gamall þar sem hann þjónaði meðal annars í hernum, að sögn AP-fréttastofunnar. Milgrim var bandarískur ríkisborgari frá Kansas. Skaut Milgrim þegar hún reyndi að skríða undan Samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkislögreglunnar flaug Rodriguez frá Chicago til Washington-borgar á þriðjudag, daginn fyrir morðin. Skömmu fyrir það sáu sjónarvottar hann ganga fram og til baka fyrir utan safnið þar sem viðburðurinn sem parið sótti fór fram. Á upptökum úr öryggismyndavélum sást Rodriguez skjóta parið nokkrum sinnum með níu millímetra skammbyssu. Hann hafi svo hallað sér yfir þau og skotið þau nokkrum sinnum til viðbótar eftir að þau féllu í jörðina. Milgrim hafi reynt að skríða í burt og setjast upp en þá skaut Rodriguez hana aftur. Hann hafi svo tekið sér tíma til að hlaða byssu sína en svo haldið áfram að skjóta. Byssumaðurinn lagði svo á flótta inn í safnið þar sem lögreglumenn höfðu hendur í hári hans. Hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu, dró fram rauðan palestínuklút og sagði lögreglumönnum að hann hefði framið morðin. Gæti átt dauðarefsingu yfir höfði sér Reuters-fréttastofan segir að að Rodriguez hafi um tíma tekið þátt í starfi öfgavinstrihóps í Chicago í kringum árið 2017. Sá hópur, Frelsunar- og sósíalistaflokkurinn, segist ekki tengjast morðunum neitt og að hann styðji þau ekki. Rodriguez er einnig sagður hafa tekið þátt í starfi hóps sem skipulagði meðal annars mótmæli til stuðnings Palestínumönnum í borginni. Lögreglumaður heldur á poka með sönnunargögnum á vettvangi skotárásarinnar í Washington-borg á miðvikudagskvöld.AP/Rod Lamkey yngri Dan Bongino, aðstoðarforstjóri FBI, sagði á samfélagsmiðlum að möguleg stefnuskrá sem birt var í nafni Rodriguez á samfélagsmiðlinum X skömmu fyrir morðin væri til rannsóknar. Þar hafi hernaður Ísraela á Gasa verið fordæmdur og talað fyrir vopnuðum aðgerðum til þess að mótmæla honum. Bongino var þar til fyrir skemmstu þekktastur sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum sem dreifði hægrisinnuðum samsæriskenningum. Jeanine Pirro, starfandi alríkissaksóknari í Washington, sagði á blaðamannafundi að dauðarefsing gæti legið við brotum Rodriguez. Dauðarefsingar eru ekki við lýði í Washington-borg en alríkisstjórnin getur krafist dauðarefsingar fyrir brot á alríkislögum. „Við ætlum að halda áfram að rannsaka þetta sem hatursglæp og hryðjuverkaglæp,“ sagði Pirro sem var þar til fyrir skemmstu álitsgjafi á Fox-sjónvarpsstöðinni.
Bandaríkin Erlend sakamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira