Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2025 13:27 Áslaug Arna flutti ræðu á Alþingi eftir að hafa sést með áfenga drykki á tveimur stöðum í miðbæ Reykjavíkur yfir daginn. Hún hefur ekki viljað tjá sig um málið. vísir/vilhelm Myndbandsbrot úr ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafa nú gengið manna í millum síðan á þriðjudagskvöld. Fólk veltir því fyrir sér hvort þingmaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis í ræðunni og er þetta orðinn hálfgerður samkvæmisleikur víða, að horfa á ræðuna sem er orðin ein sú þekktasta á vorþinginu, þó ekki hafi verið lagt upp með það. Áslaug Arna þykir þvoglumælt auk þess sem hún sást tvisvar með drykk við hönd yfir daginn. Fréttastofa hefur leitað viðbragða frá Áslaugu Örnu síðan á miðvikudag. Hún harðneitar að tjá sig um málið. Áslaug Arna steig í ræðustól um klukkan tíu á þriðjudagskvöldi en þá voru komin þreytumerki á þingmenn eftir enn einn sólríkan snemmbúinn sumardag. „Virðulegi forseti. Púltið er nú óvenju lágt eftir háttvirtan þingmann Sigmund Davíð Gunnlaugsson,“ sagði Áslaug Arna og hækkaði ræðupúltið. Hún var mjög útitekin og hafði greinilega fengið sinn skerf af sólinni sem hefur skinið glatt undanfarna daga. En dæmi hver fyrir sig. Athygli vekur að í stóli forseta situr Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaforseti Alþingis, sem tveimur dögum síðar tilkynnti að hann hefði tekið sér leyfi frá þingstörfum til að fara í áfengismeðferð á Vogi. Áslaug hélt áfram sinni ræðu ótrauð: „En, ég verð að fá að taka undir þeim þingmönnum sem hafa komið hér þegar maður hyggst fara að setja sig á mælendaskrá. Og ræða þetta mál, mál sem fólk gjarnan vill setja mann í ákveðnar kreðsur um og gera manni upp ýmsar skoðanir og þá er gríðarlega mikilvægt að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Og spyrja hæstvirtan ráðherra um það hverju þetta mál breytir í raun og veru?“ Í sól og sumaryl Áslaug Arna er afar virk á samfélagsmiðlum og deilir með 26 þúsund fylgjendum sínum daglega broti úr eigin lífi hvort sem er frá þingstörfum, hestaferðum eða persónulegum stundum með vinum og vandamönnum. Á þriðjudaginn birti hún mynd af sér í teiti húðvörufyrirtækisins BioEffect sem opnaði nýja verslun á Laugavegi. Skálað var af því tilefni og var Áslaug á myndinni með drykk í hönd. Síðar um daginn birti Áslaug mynd af sér að spila kotru við vinkonu sína fyrir utan Jómfrúna við Lækjargötu í blíðunni. Aftur var drykkur við hönd eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Á þriðjudeginum birtust þessar myndir af Áslaugu á Instagram, sem hafa ýtt undir þann orðróm að hún hafi fengið sér eilítið hvítt í tána í sólinni. Upp úr tíu um kvöldið flutti hún ræðu á Alþingi. En tvö hvítvínsglös yfir daginn gera vitaskuld ekki gæfu muninn. Áslaug Arna hafði ekki lokið sér af í ræðu sinni um um leigubílaakstur og fjarveru ráðherra. „Hvað háttvirt... hæstvirtur ráðherra hefur í raun og veru gert til þess að stoppa það að fólk sé hér að brjóta lög. Sem er enn að brjóta lög burtséð frá þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Og svo framvegis. Og mér finnst mjög sérkennilegt að í máli eins og þessu, sem sett er hér á dagskrá þremur vikum fyrir þinglok að hæstvirtur ráðherra geti ekki séð sóma sinn í því að sitja undir þeirri umræðu, taka þátt í umræðunni, eins mikilvæg og hún er. Og ég krefst þess bara að hæstvirtur forseti svari því, er hæstvirtur ráðherra á leiðinni í salinn eða ætlar hann ekki að taka þátt í þeirri umræðu sem við erum hér tilbúin til að taka, við, hann, um.“ Svo mörg voru þau orð. Heilu hóparnir hafa komið saman til að horfa á þetta myndbandsbrot og þar eru fleiri en færri á því að Áslaug Arna hafi fengið sér aðeins í aðra tána, þegar hún steig í ræðustól Alþingis. Styttri útgáfur af ræðunni hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum. Áslaug Arna er á lokaspretti þingsetu sinnar, allavega í bili, en hún hefur sem kunnugt er tilkynnt að hún ætli að setjast á skólabekk í haust, nánar tiltekið í Columbia University í New York. Hún tekur sér níu mánaða leyfi frá þingmennsku og mun Sigurður Örn Hilmarsson, fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins, setjast á þing í hennar stað. Þverbrýtur allar reglur í krísustjórnun Eins og áður sagði hefur ekki verið nokkur leið að ná í Áslaugu Örnu til að spyrja hana út í þessa ræðu sem Mannlíf hefur sagt „þreytulega“. „Sauðdrukkin?“ spurði Björn Þorláksson þáttastjórnandi á Samstöðinni og deildi frétt Mannlífs. „Er allt farið til fjandans á þessum vinnustað? Ég er eflaust ekki einn um þá skoðun að hafa vaxandi óbeit á stórum hópi þess hóps sem við kusum sem þingmenn. Upplausn og erindisleysa dag eftir dag.“ Hafi hún verið kennd, og hér skal það ítrekað að Áslaug Arna vill engu um það svara, fer hún í góðan hóp með til að mynda Sigmundi Erni Rúnarssyni þingmanni Samfylkingarinnar. Samdóma álit almannatengla, þeirra sem höndla með krísustjórnun, var að hann hefði brotið mikilvægar reglur í krísustjórnun eftir að hafa flutt ræðu á Alþingi undir áhrifum árið 2009. Eða svo vitnað sé í Þorstein G. Gunnarsson ráðgjafa: „Að koma of seint fram, og segja ekki allan sannleikann í upphafi. Það er mannlegt að gera mistök. Það er mannlegt að reyna að réttlæta gjörðir sínar. Það er líka mannlegt í áföllum að missa svolítið sjónar á því sem er skynsamlegt og rétt í stöðunni,“ sagði Þorsteinn. „Þess vegna var afneitun Sigmundar í fréttum RÚV afar óheppileg og yfirklórið í yfirlýsingunni hans um að hann hafi drukkið, en ekki verið drukkinn var einnig afar óheppilegt.“ Svo virðist hins vegar að einhverjir almannatenglar telji farsælast að svara ekki símum þegar gefur á bátinn. Tónlistarmaðurinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj er til að mynda ákærður fyrir að hafa veist að leigubílsstjóra. Hann vildi ekkert tjá sig um málið en svo skemmtilega vill til að Bassi hefur einmitt sent frá sér lag sem heitir Áslaug Arna. Lítill heimur. Vill aukið aðgengi að áfengi Áslaug Arna settist á þing árið 2016 en hafði áður vakið athygli fyrir vasklega framgöngu sem formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hún hefur talað mjög fyrir auknu aðgengi að áfengi og óhætt að segja að ummæli hennar um hvítvín og humar árið 2013 hafi vakið athygli; þá skoðun hennar að maður ætti að geta keypt sér hvítvín með humri á sunnudegi eins og aðra daga vikunnar. Vísaði hún þar til einokunar ÁTVR en verslanir ríkisins eru lokaðar á sunnudögum. Fréttastofa hefur leitað viðbragða frá Áslaugu Örnu síðan á miðvikudag. Hún hafnaði í dag beiðni fréttastofu um viðtal vegna málsins. Alþingi Áfengi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira
Áslaug Arna þykir þvoglumælt auk þess sem hún sást tvisvar með drykk við hönd yfir daginn. Fréttastofa hefur leitað viðbragða frá Áslaugu Örnu síðan á miðvikudag. Hún harðneitar að tjá sig um málið. Áslaug Arna steig í ræðustól um klukkan tíu á þriðjudagskvöldi en þá voru komin þreytumerki á þingmenn eftir enn einn sólríkan snemmbúinn sumardag. „Virðulegi forseti. Púltið er nú óvenju lágt eftir háttvirtan þingmann Sigmund Davíð Gunnlaugsson,“ sagði Áslaug Arna og hækkaði ræðupúltið. Hún var mjög útitekin og hafði greinilega fengið sinn skerf af sólinni sem hefur skinið glatt undanfarna daga. En dæmi hver fyrir sig. Athygli vekur að í stóli forseta situr Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaforseti Alþingis, sem tveimur dögum síðar tilkynnti að hann hefði tekið sér leyfi frá þingstörfum til að fara í áfengismeðferð á Vogi. Áslaug hélt áfram sinni ræðu ótrauð: „En, ég verð að fá að taka undir þeim þingmönnum sem hafa komið hér þegar maður hyggst fara að setja sig á mælendaskrá. Og ræða þetta mál, mál sem fólk gjarnan vill setja mann í ákveðnar kreðsur um og gera manni upp ýmsar skoðanir og þá er gríðarlega mikilvægt að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Og spyrja hæstvirtan ráðherra um það hverju þetta mál breytir í raun og veru?“ Í sól og sumaryl Áslaug Arna er afar virk á samfélagsmiðlum og deilir með 26 þúsund fylgjendum sínum daglega broti úr eigin lífi hvort sem er frá þingstörfum, hestaferðum eða persónulegum stundum með vinum og vandamönnum. Á þriðjudaginn birti hún mynd af sér í teiti húðvörufyrirtækisins BioEffect sem opnaði nýja verslun á Laugavegi. Skálað var af því tilefni og var Áslaug á myndinni með drykk í hönd. Síðar um daginn birti Áslaug mynd af sér að spila kotru við vinkonu sína fyrir utan Jómfrúna við Lækjargötu í blíðunni. Aftur var drykkur við hönd eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Á þriðjudeginum birtust þessar myndir af Áslaugu á Instagram, sem hafa ýtt undir þann orðróm að hún hafi fengið sér eilítið hvítt í tána í sólinni. Upp úr tíu um kvöldið flutti hún ræðu á Alþingi. En tvö hvítvínsglös yfir daginn gera vitaskuld ekki gæfu muninn. Áslaug Arna hafði ekki lokið sér af í ræðu sinni um um leigubílaakstur og fjarveru ráðherra. „Hvað háttvirt... hæstvirtur ráðherra hefur í raun og veru gert til þess að stoppa það að fólk sé hér að brjóta lög. Sem er enn að brjóta lög burtséð frá þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Og svo framvegis. Og mér finnst mjög sérkennilegt að í máli eins og þessu, sem sett er hér á dagskrá þremur vikum fyrir þinglok að hæstvirtur ráðherra geti ekki séð sóma sinn í því að sitja undir þeirri umræðu, taka þátt í umræðunni, eins mikilvæg og hún er. Og ég krefst þess bara að hæstvirtur forseti svari því, er hæstvirtur ráðherra á leiðinni í salinn eða ætlar hann ekki að taka þátt í þeirri umræðu sem við erum hér tilbúin til að taka, við, hann, um.“ Svo mörg voru þau orð. Heilu hóparnir hafa komið saman til að horfa á þetta myndbandsbrot og þar eru fleiri en færri á því að Áslaug Arna hafi fengið sér aðeins í aðra tána, þegar hún steig í ræðustól Alþingis. Styttri útgáfur af ræðunni hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum. Áslaug Arna er á lokaspretti þingsetu sinnar, allavega í bili, en hún hefur sem kunnugt er tilkynnt að hún ætli að setjast á skólabekk í haust, nánar tiltekið í Columbia University í New York. Hún tekur sér níu mánaða leyfi frá þingmennsku og mun Sigurður Örn Hilmarsson, fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins, setjast á þing í hennar stað. Þverbrýtur allar reglur í krísustjórnun Eins og áður sagði hefur ekki verið nokkur leið að ná í Áslaugu Örnu til að spyrja hana út í þessa ræðu sem Mannlíf hefur sagt „þreytulega“. „Sauðdrukkin?“ spurði Björn Þorláksson þáttastjórnandi á Samstöðinni og deildi frétt Mannlífs. „Er allt farið til fjandans á þessum vinnustað? Ég er eflaust ekki einn um þá skoðun að hafa vaxandi óbeit á stórum hópi þess hóps sem við kusum sem þingmenn. Upplausn og erindisleysa dag eftir dag.“ Hafi hún verið kennd, og hér skal það ítrekað að Áslaug Arna vill engu um það svara, fer hún í góðan hóp með til að mynda Sigmundi Erni Rúnarssyni þingmanni Samfylkingarinnar. Samdóma álit almannatengla, þeirra sem höndla með krísustjórnun, var að hann hefði brotið mikilvægar reglur í krísustjórnun eftir að hafa flutt ræðu á Alþingi undir áhrifum árið 2009. Eða svo vitnað sé í Þorstein G. Gunnarsson ráðgjafa: „Að koma of seint fram, og segja ekki allan sannleikann í upphafi. Það er mannlegt að gera mistök. Það er mannlegt að reyna að réttlæta gjörðir sínar. Það er líka mannlegt í áföllum að missa svolítið sjónar á því sem er skynsamlegt og rétt í stöðunni,“ sagði Þorsteinn. „Þess vegna var afneitun Sigmundar í fréttum RÚV afar óheppileg og yfirklórið í yfirlýsingunni hans um að hann hafi drukkið, en ekki verið drukkinn var einnig afar óheppilegt.“ Svo virðist hins vegar að einhverjir almannatenglar telji farsælast að svara ekki símum þegar gefur á bátinn. Tónlistarmaðurinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj er til að mynda ákærður fyrir að hafa veist að leigubílsstjóra. Hann vildi ekkert tjá sig um málið en svo skemmtilega vill til að Bassi hefur einmitt sent frá sér lag sem heitir Áslaug Arna. Lítill heimur. Vill aukið aðgengi að áfengi Áslaug Arna settist á þing árið 2016 en hafði áður vakið athygli fyrir vasklega framgöngu sem formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hún hefur talað mjög fyrir auknu aðgengi að áfengi og óhætt að segja að ummæli hennar um hvítvín og humar árið 2013 hafi vakið athygli; þá skoðun hennar að maður ætti að geta keypt sér hvítvín með humri á sunnudegi eins og aðra daga vikunnar. Vísaði hún þar til einokunar ÁTVR en verslanir ríkisins eru lokaðar á sunnudögum. Fréttastofa hefur leitað viðbragða frá Áslaugu Örnu síðan á miðvikudag. Hún hafnaði í dag beiðni fréttastofu um viðtal vegna málsins.
Alþingi Áfengi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira