Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 22. maí 2025 06:41 Lögreglumenn rannsaka morðvetnanginn fyrir utan Gyðingasafnið í Washington í nótt. AP Photo/Rod Lamkey, Jr. Tveir starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington höfuðborg Bandaríkjanna voru skotnir til bana í gærkvöldi fyrir utan Gyðingasafnið í borginni. Breska ríkisútvarpið segir að um ungt par hafi verið að ræða og að þau hafi verið að koma af ráðstefnu í safninu sem gekk út á að ræða málefni íbúa Gasa svæðisins. Árásin átti sér stað um klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma eða klukkan níu að kvöldi í Washington. Þau látnu hétu Yaron Lischinsky og Sarah Lynn Milgrim samkvæmt upplýsingum ísraelska sendiráðsins. Sá grunaði er í haldi lögreglu. Um er að ræða þrítugan Chicagobúa, Elias Rodriguez. Hann mun ekki hafa komið við sögu lögreglu áður og við handtökuna hrópaði hann slagorð til stuðnings Palestínu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar tjáð sig um árásina og segir árásarmanninn augljóslega drifinn áfram af gyðingaandúð. Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir morðin sláandi og dæmi um villimannslegt gyðingahatur. Rekja morðin til „undirróðurs“ gegn Ísrael Ísraelskir ráðamenn hafa einnig fordæmt morðin. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, fullyrti að morðinginn hefði verið knúinn áfram af gyðingahatri. „Við verðum nú vitni að hræðilegum kostnaði gyðingahaturs og æsilegs undirróðurs gegn Ísraelsríki. Blóðið eykst í blóðsökinni gegn Ísrael og það verður að berjast gegn henni fram í rauðan dauðann,“ sagði Netanjahú og vísaði til aldagamalla rasískra lygafregna um að gyðingar hefðu drepið frelsara kristinna manna til þess að nota blóðið úr honum í helgiathöfnum sínum. Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist jafnframt hafa óttast að eitthvað af þessu tagi gæti gerst vegna „eitraðs, andgyðinglegs undirróðurs“ gegn Ísrael og gyðingum um allan heim frá árás Hamas-samtakanna á Ísrael 7. október 2023. „Leiðtogar og embættismenn í mörgum löndum og alþjóðlegum samtökum stunda þennan undirróður líka, sérstaklega í Evrópu,“ sagði Saar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03 Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Sameinuðu þjóðirnar segja að dreifing hjálpargagna sé enn ekki hafin. Ísraelar segja að tæplega hundrað flutningabílar hafi komið inn á svæðið síðustu tvo dagana og að þeir hafi innihaldið matvæli, barnamat, lyf og lækningatæki. 21. maí 2025 07:09 Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. 20. maí 2025 18:27 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Breska ríkisútvarpið segir að um ungt par hafi verið að ræða og að þau hafi verið að koma af ráðstefnu í safninu sem gekk út á að ræða málefni íbúa Gasa svæðisins. Árásin átti sér stað um klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma eða klukkan níu að kvöldi í Washington. Þau látnu hétu Yaron Lischinsky og Sarah Lynn Milgrim samkvæmt upplýsingum ísraelska sendiráðsins. Sá grunaði er í haldi lögreglu. Um er að ræða þrítugan Chicagobúa, Elias Rodriguez. Hann mun ekki hafa komið við sögu lögreglu áður og við handtökuna hrópaði hann slagorð til stuðnings Palestínu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar tjáð sig um árásina og segir árásarmanninn augljóslega drifinn áfram af gyðingaandúð. Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir morðin sláandi og dæmi um villimannslegt gyðingahatur. Rekja morðin til „undirróðurs“ gegn Ísrael Ísraelskir ráðamenn hafa einnig fordæmt morðin. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, fullyrti að morðinginn hefði verið knúinn áfram af gyðingahatri. „Við verðum nú vitni að hræðilegum kostnaði gyðingahaturs og æsilegs undirróðurs gegn Ísraelsríki. Blóðið eykst í blóðsökinni gegn Ísrael og það verður að berjast gegn henni fram í rauðan dauðann,“ sagði Netanjahú og vísaði til aldagamalla rasískra lygafregna um að gyðingar hefðu drepið frelsara kristinna manna til þess að nota blóðið úr honum í helgiathöfnum sínum. Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist jafnframt hafa óttast að eitthvað af þessu tagi gæti gerst vegna „eitraðs, andgyðinglegs undirróðurs“ gegn Ísrael og gyðingum um allan heim frá árás Hamas-samtakanna á Ísrael 7. október 2023. „Leiðtogar og embættismenn í mörgum löndum og alþjóðlegum samtökum stunda þennan undirróður líka, sérstaklega í Evrópu,“ sagði Saar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03 Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Sameinuðu þjóðirnar segja að dreifing hjálpargagna sé enn ekki hafin. Ísraelar segja að tæplega hundrað flutningabílar hafi komið inn á svæðið síðustu tvo dagana og að þeir hafi innihaldið matvæli, barnamat, lyf og lækningatæki. 21. maí 2025 07:09 Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. 20. maí 2025 18:27 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03
Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Sameinuðu þjóðirnar segja að dreifing hjálpargagna sé enn ekki hafin. Ísraelar segja að tæplega hundrað flutningabílar hafi komið inn á svæðið síðustu tvo dagana og að þeir hafi innihaldið matvæli, barnamat, lyf og lækningatæki. 21. maí 2025 07:09
Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. 20. maí 2025 18:27