Ísrael

Fréttamynd

„Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðar­morð“

Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Skýrt að Ís­land sé ekki griða­staður stríðsglæpamanna

Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu

Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama.

Lífið
Fréttamynd

Banda­ríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrir­ætlanir Ís­raels­stjórnar

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir eindregnum stuðningi Bandaríkjastjórnar við forsætisráðherra Ísraels og fyrirætlanir hans um að uppræta Hamas í opinberri heimsókn í Jerúsalem í dag. Það væri sömuleiðis forgangsverkefni bandarískra stjórnvalda að frelsa ísraelska gísla og ryðja Hamas úr vegi. Hann varaði bandalagsríki við því að viðurkenna fullveldi Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Tinder-svindlarinn hand­tekinn í Georgíu

Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum.

Erlent
Fréttamynd

Alls­herjar­þingið á­lyktar um palestínskt ríki

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með yfirburðum ályktun sem er ætlað að blása nýju lífi í tveggja ríkja lausn í Palestínu og Ísrael. Ísland greiddi atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt innan við sólarhring frá því að haft var eftir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að það yrði aldrei palestínskt ríki.

Erlent
Fréttamynd

„Súrrealísk og skelfi­leg upp­lifun“

Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari sem búsett er í Katar segir það hafa verið súrrealíska og skelfilega upplifun að hlusta á lætin frá sprengjunum sem Ísraelar vörpuðu á Katar á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Mat­vöru­verslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að uppfæra ekki fríverslunarsamning við Ísrael hefur lítil sem engin áhrif á stærstu matvöruverslanir landsins. Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Teva á Íslandi fylgjast hins vegar grannt með málinu. Talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segja leið­toga Hamas hafa lifað á­rásina af

Æðstu leiðtogar Hamas-samtakanna lifðu árás Ísraela í Katar í dag af en sex lægra settir leiðtogar féllu í árásinni. Þeirra á meðal er sonur Khalil al-Hayya, leiðtoga Hamas á Gasaströndinni og einn af aðstoðarmönnum hans.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar gera loft­á­rásir á Katar

Ísraelski herinn gerði loftárásir á Dóha, höfuðborg Katar, á öðrum tímanum í dag. Herinn segir árásirnar beinast að pólitískum leiðtogum Hamas sem hafa notað Dóha sem höfuðstöðvar utan Gasa um árabil.

Erlent
Fréttamynd

„Er þetta allt sem Ís­land getur gert?“

Yfirlýsing utanríkisráðherra um að fríverslunarsamningur við Ísrael verði ekki uppfærður er sýndaraðgerð, að mati talskonu sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi. Hún segir ekki nógu langt gengið, íslensk stjórnvöld gætu haft raunveruleg áhrif til að stöðva árásir Ísraela á Gasa, lágmark væri að rifta samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Upp­færa ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráð­herra

Fríverslunarsamningur Íslands og annarra EFTA-ríkja við Ísrael verður ekki uppfærður og tveir ísraelskir ráðherrar verða settir í farbann, sem felur í sér að þeir mega ekki ferðast til Íslands og mega ekki fara um íslenska lofthelgi. Þá verða vörur frá hernumdum svæðum Ísraela merktar, auk þess sem farið verður í aðrar aðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Ó­víst hvort Ís­land verði með í Euro­vision

Stjórn Rúv hefur gert fyrirvara um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári og ekki liggur fyrir hvort Ísland verði með líkt og staðan er núna. Þetta staðfestir stjórnarformaður Rúv í samtali við Vísi. Ástæðan er sú að nú stendur yfir samráðsvinna á vettvangi EBU hvað lýtur að þátttöku Ísraels í keppninni.

Lífið
Fréttamynd

Sex látnir í skot­á­rás Palestínu­manna í Jerúsalem

Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að tveir palestínskir byssumenn hófu skothríð á strætisvagnastoppistöð í norðanverðri Jerúsalem í morgun. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en Hamas-samtökin hafa lýst yfir velþóknun á honum.

Erlent
Fréttamynd

Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels

Ísraelsher hefur notað gervigreind til þess að myrða óbreytta borgara á áður óþekktum skala. Þessi þróun ætti að valda okkur öllum áhyggjum. Í fyrsta lagi vegna þeirrar óheyrilegu grimmdar sem liggur að baki gervigreindarhernaði Ísraela en einnig vegna þess að Ísrael á sér langa sögu um að gera hernað sinn gegn palestínsku þjóðinni að útflutningsvöru.

Skoðun
Fréttamynd

Mót­mæla hug­myndum um inn­limun nær alls Vesturbakkans

Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum segja að Ísraelsmenn myndu fara yfir „rauða línu“ ef þeir innlimuðu Vesturbakkann. Þá myndi það gera út um möguleikann á svokallaðri „tveggja ríkja lausn“ á deilu Ísrael og Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Vél­menni hlaðin sprengi­efnum rífi niður byggingar

Minnst 31 hefur fallið í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag á sama tíma og herinn heldur áfram stórsókn sinni í Gasaborg. Samtök sérfræðinga í þjóðarmorði gáfu út í dag að hernaður Ísrael falli undir slíka skilgreiningu.

Erlent