Erlent Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Íslendingur í Hong Kong segir mikla sorg ríkja eftir eldsvoða í sjö íbúðaturnum. Á annað hundrað hafa fundist látnir og fólks er enn leitað í brunarústunum. Erlent 29.11.2025 20:00 Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Bandaríkjaforseti segir að líta eigi á lofthelgina yfir Venesúela sem lokaða en útskýrði ekki nánar hvers vegna. Í lok október á forsetinn að hafa heimilað bandaríska hernum að gera loftárásir á meinta fíkniefnaframleiðslu. Erlent 29.11.2025 15:15 Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna um óákveðinn tíma í kjölfar þess að tveir þjóðvarðliðar voru skotnir í Washington-borg. Erlent 29.11.2025 11:16 Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Að minnsta kosti 145 eru látnir eftir mikil flóð í suðurhluta Taílands. Dregið hefur úr flóðunum og eru gífurlegar skemmdir að líta dagsins ljós. Áætlað er að flóðin hafi haft áhrif á um 1,2 milljónir heimila og um 3,6 milljónir manna í tólf héruðum Taílands. Erlent 28.11.2025 16:34 Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Andrí Jermak, áhrifamikill starfsmannastjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, hefur sagt af sér. Forsetinn segir að umfangsmiklar breytingar verði gerðar á skrifstofu forsetaembættisins en Jermak sagði af sér eftir að hann var bendlaður við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu. Erlent 28.11.2025 15:36 Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Yfirvöld í Þýskalandi handtóku í dag Úkraínumann sem er grunaður um að hafa sprengt Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í sundur árið 2022. Maðurinn var framseldur frá Ítalíu þar sem hann var handtekinn í sumar. Erlent 28.11.2025 15:28 Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Fjórir karlmenn hafa verið dæmdir í samtals 34 ár í fangelsi í Danmörku fyrir morð, vopnalagabrot og gróft ofbeldi sem leiddi til dauða 19 ára manns sem fjórmenningarnir gengu í skrokk á í fyrra. Tveir mannanna hafa jafnframt verið dæmdir til brottvísunar frá Danmörku auk endurkomubanns. Við verknaðinn nýttu árásarmennirnir ýmis eggvopn þegar þeir réðu fórnarlambi sínu bana með hrottalegum hætti. Erlent 28.11.2025 15:01 Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Dómsmálaráðuneyti Ísrael rannsakar nú ísraelska landamæraverði sem skutu tvo grunaða vígamenn til bana á Vesturbakkanum í gær. Það var gert eftir að mennirnir gáfust upp fyrir landamæravörðum. Myndband af aftökunni í Jenin fór í dreifingu í gær. Erlent 28.11.2025 13:07 Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 28.11.2025 11:42 Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Rannsakendur tveggja stofnana sem rannsaka spillingu í Úkraínu framkvæmdu í morgun húsleit hjá Andrí Jermak, starfsmannastjóra Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, og æðsti samningamaður hans. Er það vegna mögulegra tengsla hans við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu sem snýr að umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum varðandi ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver. Erlent 28.11.2025 09:13 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Yfirvöld í Hong Kong segja að slökkvistarfi sé nú lokið í Wang Fuk turnunum sem urðu eldi að bráð í fyrradag. Tala látinna stendur nú í 128 en um 200 er enn saknað og er nú verið að leita í brunarústunum. Erlent 28.11.2025 08:22 Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Ítalska þingið hefur frestað umræðum um frumvarp sem átti að festa samþykki í lög. Frumvarpið byggir á samkomulagi forsætisráðherrans Giorgiu Meloni og helsta andstæðings hennar, Elly Shclein, leiðtoga Demókrata en það var aðstoðar forsætisráðherrann Matteo Salvini sem kom í veg fyrir framgang þess. Erlent 28.11.2025 08:10 Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær, þegar Bandaríkjamenn héldu upp á þakkargjörðardaginn, og sagðist hafa í hyggju að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“. Erlent 28.11.2025 07:06 Björguðu gömlum manni af efstu hæð Stjórnvöld í Hong Kong hafa hækkað tölu látinna eftir eldsvoðann í Hong Kong upp í 83 og hátt í þrjú hundruð manns er enn saknað. Reiknað er með að slökkvistarfi ljúki að fullu á næstu klukkustundum. Erlent 27.11.2025 20:16 Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Afganski maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tvo þjóðvarðliða skammt frá Hvíta húsinu í gær keyrði þvert yfir Bandaríkin til að gera árásina. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en maðurinn er sagður hafa starfað með Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Afganistan á árum áður og fékk hæli fyrr á þessu ári. Erlent 27.11.2025 16:51 Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. Erlent 27.11.2025 14:42 Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Dönsk stjórnvöld hyggjast ráðstafa umtalsverðum fjármunum í að kosta leiðangur gervitungls til Tunglsins. Verkefnið hefur hlotið nafnið Máni, með vísan fornnorrænar tungu, en orðið er enn gott og gilt með sama rithætti á íslensku. Danskir vísindamenn við nokkra þarlenda háskóla leiða verkefnið, en að því koma samstarfsaðilar frá fleiri löndum. Markmiðið er að allt verði klárt fyrir Mánaleiðangurinn árið 2029. Erlent 27.11.2025 13:52 Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) og ráðamenn í Noregi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um mögulega byggingu geimstjórnstöðvar á norðurslóðum. Nánar tiltekið stendur til að skoða kosti og galla þess að reisa slíka stöð nærri Tromsø. Erlent 27.11.2025 11:46 Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Stjórnvöld í Póllandi tilkynntu í gær að til stæði að kaupa þrjá dísilkafbáta af Svíum á næstu árum. Með því vilja Pólverjar auka hernaðargetu sína á Eystrasalti en ríkið hefur gegnst mikla hernaðaruppbyggingu á undanförnum árum. Erlent 27.11.2025 11:08 Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision 23 ára sænskur karlmaður að nafni Alexander Holmberg hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi í Lúxemborg fyrir að leggja á ráðin um að framkvæma hryðjuverk á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rotterdam í Hollandi árið 2020. Erlent 27.11.2025 10:41 Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Nokkrum dögum eftir að Sanae Takaichi, nýr forsætisráðherra Japan, reitti ráðamenn í Kína til reiði með því að segja að innrás Kínverja í Taívan gæti leitt til hernaðarviðbragðs frá Japönum, ræddi Xi Jinping, forseti Kína, við Donald Trump, kollega sinn í Bandaríkjunum. Xi er sagður hafa verið bálreiður og varði hálftíma af klukkutímalöngu símtalinu í að útskýra fyrir Trump að Kína ætti í raun Taívan. Erlent 27.11.2025 10:12 Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Maðurinn sem skaut á tvo þjóðvarðliða í Washington DC í gær er frá Afganistan og kom til Bandaríkjanna árið 2021. Þetta sagði Donald Trump forseti í ávarpi í gærköldi frá Flórída þar sem hann var staddur þegar árásin varð gerð. Öll afgreiðsla hælisumsókna frá Afganistan hefur nú verið stöðvuð og Trump fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á þeim Afgönum sem þegar eru í Bandaríkjunum. Erlent 27.11.2025 07:55 Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Þrír erlendir ríkisborgarar sem mættu ásamt mökum sínum og jafnvel börnum í lokaviðtal hjá útlendingayfirvöldum í Bandaríkjunum í tengslum við umsókn um græna kortið svokallaða, voru handteknir í lok viðtalsins. Erlent 27.11.2025 07:52 Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Slökkvistarfi er að mestu lokið í Wang Fuk íbúðaturnunum í Hong Kong, eftir gríðarlegan eldsvoða sem braust út í gær. Fjörtíu og fjórir eru látnir og 45 alvarlega slasaðir. Um 280 er enn saknað. Erlent 27.11.2025 06:38 Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tveir einkennisklæddir hermenn í þjóðvarðliði Bandaríkjanna eru í lífshættu eftir að hafa verið skotnir skammt frá Hvíta húsinu í miðbæ Washington D.C. rétt fyrir klukkan 20 á íslenskum tíma. Meintur árásarmaður hefur verið handtekinn en hann er einnig særður. Erlent 26.11.2025 20:00 Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Að minnsta kosti 36 hafa látið lífið í eldhafninu sem gleypt hefur nokkur háhýsi í Hong Kong í dag. Þá er 279 manns saknað og fjöldi er slasaður. Erlent 26.11.2025 19:52 Þriðja málið gegn Trump fellt niður Dómari í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur látið niður falla síðustu lögsóknina sem eftir stóð gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Málið sneri að meintum tilraunum hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020. Erlent 26.11.2025 18:19 Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Fjöldi kvenna í Frakklandi sakar starfsmann franska menningarráðuneytisins um að hafa byrlað þeim þvagræsilyf í starfsviðtali svo þær pissuðu á sig í miðju viðtali. Lögreglan rannsakar málið en hann hefur verið ákærður fyrir að mynda og byrla rúmlega 200 konum án þeirra vitneskju. Erlent 26.11.2025 16:47 Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. Erlent 26.11.2025 16:39 Játaði óvænt sök í Liverpool Paul Doyle, Breti sem er ákærður fyrir að keyra inn í þvögu fólks í Liverpool í sumar, játaði óvænt sök í dómsal. Hann gæti verið úrskurðaður í lífstíðarfangelsi. Erlent 26.11.2025 15:16 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Íslendingur í Hong Kong segir mikla sorg ríkja eftir eldsvoða í sjö íbúðaturnum. Á annað hundrað hafa fundist látnir og fólks er enn leitað í brunarústunum. Erlent 29.11.2025 20:00
Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Bandaríkjaforseti segir að líta eigi á lofthelgina yfir Venesúela sem lokaða en útskýrði ekki nánar hvers vegna. Í lok október á forsetinn að hafa heimilað bandaríska hernum að gera loftárásir á meinta fíkniefnaframleiðslu. Erlent 29.11.2025 15:15
Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna um óákveðinn tíma í kjölfar þess að tveir þjóðvarðliðar voru skotnir í Washington-borg. Erlent 29.11.2025 11:16
Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Að minnsta kosti 145 eru látnir eftir mikil flóð í suðurhluta Taílands. Dregið hefur úr flóðunum og eru gífurlegar skemmdir að líta dagsins ljós. Áætlað er að flóðin hafi haft áhrif á um 1,2 milljónir heimila og um 3,6 milljónir manna í tólf héruðum Taílands. Erlent 28.11.2025 16:34
Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Andrí Jermak, áhrifamikill starfsmannastjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, hefur sagt af sér. Forsetinn segir að umfangsmiklar breytingar verði gerðar á skrifstofu forsetaembættisins en Jermak sagði af sér eftir að hann var bendlaður við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu. Erlent 28.11.2025 15:36
Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Yfirvöld í Þýskalandi handtóku í dag Úkraínumann sem er grunaður um að hafa sprengt Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í sundur árið 2022. Maðurinn var framseldur frá Ítalíu þar sem hann var handtekinn í sumar. Erlent 28.11.2025 15:28
Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Fjórir karlmenn hafa verið dæmdir í samtals 34 ár í fangelsi í Danmörku fyrir morð, vopnalagabrot og gróft ofbeldi sem leiddi til dauða 19 ára manns sem fjórmenningarnir gengu í skrokk á í fyrra. Tveir mannanna hafa jafnframt verið dæmdir til brottvísunar frá Danmörku auk endurkomubanns. Við verknaðinn nýttu árásarmennirnir ýmis eggvopn þegar þeir réðu fórnarlambi sínu bana með hrottalegum hætti. Erlent 28.11.2025 15:01
Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Dómsmálaráðuneyti Ísrael rannsakar nú ísraelska landamæraverði sem skutu tvo grunaða vígamenn til bana á Vesturbakkanum í gær. Það var gert eftir að mennirnir gáfust upp fyrir landamæravörðum. Myndband af aftökunni í Jenin fór í dreifingu í gær. Erlent 28.11.2025 13:07
Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 28.11.2025 11:42
Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Rannsakendur tveggja stofnana sem rannsaka spillingu í Úkraínu framkvæmdu í morgun húsleit hjá Andrí Jermak, starfsmannastjóra Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, og æðsti samningamaður hans. Er það vegna mögulegra tengsla hans við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu sem snýr að umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum varðandi ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver. Erlent 28.11.2025 09:13
128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Yfirvöld í Hong Kong segja að slökkvistarfi sé nú lokið í Wang Fuk turnunum sem urðu eldi að bráð í fyrradag. Tala látinna stendur nú í 128 en um 200 er enn saknað og er nú verið að leita í brunarústunum. Erlent 28.11.2025 08:22
Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Ítalska þingið hefur frestað umræðum um frumvarp sem átti að festa samþykki í lög. Frumvarpið byggir á samkomulagi forsætisráðherrans Giorgiu Meloni og helsta andstæðings hennar, Elly Shclein, leiðtoga Demókrata en það var aðstoðar forsætisráðherrann Matteo Salvini sem kom í veg fyrir framgang þess. Erlent 28.11.2025 08:10
Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær, þegar Bandaríkjamenn héldu upp á þakkargjörðardaginn, og sagðist hafa í hyggju að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“. Erlent 28.11.2025 07:06
Björguðu gömlum manni af efstu hæð Stjórnvöld í Hong Kong hafa hækkað tölu látinna eftir eldsvoðann í Hong Kong upp í 83 og hátt í þrjú hundruð manns er enn saknað. Reiknað er með að slökkvistarfi ljúki að fullu á næstu klukkustundum. Erlent 27.11.2025 20:16
Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Afganski maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tvo þjóðvarðliða skammt frá Hvíta húsinu í gær keyrði þvert yfir Bandaríkin til að gera árásina. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en maðurinn er sagður hafa starfað með Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Afganistan á árum áður og fékk hæli fyrr á þessu ári. Erlent 27.11.2025 16:51
Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. Erlent 27.11.2025 14:42
Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Dönsk stjórnvöld hyggjast ráðstafa umtalsverðum fjármunum í að kosta leiðangur gervitungls til Tunglsins. Verkefnið hefur hlotið nafnið Máni, með vísan fornnorrænar tungu, en orðið er enn gott og gilt með sama rithætti á íslensku. Danskir vísindamenn við nokkra þarlenda háskóla leiða verkefnið, en að því koma samstarfsaðilar frá fleiri löndum. Markmiðið er að allt verði klárt fyrir Mánaleiðangurinn árið 2029. Erlent 27.11.2025 13:52
Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) og ráðamenn í Noregi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um mögulega byggingu geimstjórnstöðvar á norðurslóðum. Nánar tiltekið stendur til að skoða kosti og galla þess að reisa slíka stöð nærri Tromsø. Erlent 27.11.2025 11:46
Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Stjórnvöld í Póllandi tilkynntu í gær að til stæði að kaupa þrjá dísilkafbáta af Svíum á næstu árum. Með því vilja Pólverjar auka hernaðargetu sína á Eystrasalti en ríkið hefur gegnst mikla hernaðaruppbyggingu á undanförnum árum. Erlent 27.11.2025 11:08
Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision 23 ára sænskur karlmaður að nafni Alexander Holmberg hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi í Lúxemborg fyrir að leggja á ráðin um að framkvæma hryðjuverk á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rotterdam í Hollandi árið 2020. Erlent 27.11.2025 10:41
Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Nokkrum dögum eftir að Sanae Takaichi, nýr forsætisráðherra Japan, reitti ráðamenn í Kína til reiði með því að segja að innrás Kínverja í Taívan gæti leitt til hernaðarviðbragðs frá Japönum, ræddi Xi Jinping, forseti Kína, við Donald Trump, kollega sinn í Bandaríkjunum. Xi er sagður hafa verið bálreiður og varði hálftíma af klukkutímalöngu símtalinu í að útskýra fyrir Trump að Kína ætti í raun Taívan. Erlent 27.11.2025 10:12
Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Maðurinn sem skaut á tvo þjóðvarðliða í Washington DC í gær er frá Afganistan og kom til Bandaríkjanna árið 2021. Þetta sagði Donald Trump forseti í ávarpi í gærköldi frá Flórída þar sem hann var staddur þegar árásin varð gerð. Öll afgreiðsla hælisumsókna frá Afganistan hefur nú verið stöðvuð og Trump fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á þeim Afgönum sem þegar eru í Bandaríkjunum. Erlent 27.11.2025 07:55
Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Þrír erlendir ríkisborgarar sem mættu ásamt mökum sínum og jafnvel börnum í lokaviðtal hjá útlendingayfirvöldum í Bandaríkjunum í tengslum við umsókn um græna kortið svokallaða, voru handteknir í lok viðtalsins. Erlent 27.11.2025 07:52
Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Slökkvistarfi er að mestu lokið í Wang Fuk íbúðaturnunum í Hong Kong, eftir gríðarlegan eldsvoða sem braust út í gær. Fjörtíu og fjórir eru látnir og 45 alvarlega slasaðir. Um 280 er enn saknað. Erlent 27.11.2025 06:38
Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tveir einkennisklæddir hermenn í þjóðvarðliði Bandaríkjanna eru í lífshættu eftir að hafa verið skotnir skammt frá Hvíta húsinu í miðbæ Washington D.C. rétt fyrir klukkan 20 á íslenskum tíma. Meintur árásarmaður hefur verið handtekinn en hann er einnig særður. Erlent 26.11.2025 20:00
Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Að minnsta kosti 36 hafa látið lífið í eldhafninu sem gleypt hefur nokkur háhýsi í Hong Kong í dag. Þá er 279 manns saknað og fjöldi er slasaður. Erlent 26.11.2025 19:52
Þriðja málið gegn Trump fellt niður Dómari í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur látið niður falla síðustu lögsóknina sem eftir stóð gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Málið sneri að meintum tilraunum hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020. Erlent 26.11.2025 18:19
Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Fjöldi kvenna í Frakklandi sakar starfsmann franska menningarráðuneytisins um að hafa byrlað þeim þvagræsilyf í starfsviðtali svo þær pissuðu á sig í miðju viðtali. Lögreglan rannsakar málið en hann hefur verið ákærður fyrir að mynda og byrla rúmlega 200 konum án þeirra vitneskju. Erlent 26.11.2025 16:47
Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. Erlent 26.11.2025 16:39
Játaði óvænt sök í Liverpool Paul Doyle, Breti sem er ákærður fyrir að keyra inn í þvögu fólks í Liverpool í sumar, játaði óvænt sök í dómsal. Hann gæti verið úrskurðaður í lífstíðarfangelsi. Erlent 26.11.2025 15:16