Erlent

„Stóra fal­lega frum­varpið“ í gegn á einu at­kvæði

„Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við.

Erlent

Forsætisráðherra Taílands vikið úr em­bætti

Stjórnlagadómstóll Taílands vék Paetongtarn Shinawatra úr embætti forsætisráðherra vegna ásakaa um að hún hafi brotið siðareglur með símtali við kambódískan embættismann. Paetotongtarn segist ætla að verjast ásökununum.

Erlent

„Stóra og fal­lega“ frum­varp repúblikana á tæpasta vaði

Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa aðeins efni á því að missa eitt atkvæði í viðbót ef þeir ætla sér að koma í gegn risavöxnu frumvarpi um stórfelldan niðurskurð og skattalækkanir og þóknast forseta sínum. Ein þingmaður þeirra hefur þegar sagst ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri vegna deilna um efni frumvarpsins.

Erlent

Skæð hita­bylgja velgir Evrópu­búum undir uggum

Útlit er fyrir að hitabylgjan sem hefur steikt stóran hluta Evrópu síðustu daga nái til fleiri landa þegar líður á vikuna. Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út sums staðar vegna ofsahitans og gróðureldar loga í Tyrklandi.

Erlent

Krefjast svara um mögu­legar frekari á­rásir

Aðstoðarutanríkisráðherra Íran segir Írani hafa fengið skilaboð frá Bandaríkjastjórn um að Bandaríkjamenn vilji setjast að samningaborðinu á ný. Það komi hins vegar ekki til greina fyrr en frekari árásir á innviði Íran hafa verið útilokaðar.

Erlent

Hitamet slegið á Spáni um helgina

Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita.

Erlent

Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði

Formaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) segir Írani hafa bolmagn til að hefja auðgun úrans að nýju, fyrir mögulega kjarnorkusprengju, á „nokkrum mánuðum“ og að kjarnorkuinnviðir landsins séu ekki eins eyðilagðir og Bandaríkjamenn hafa haldið fram.

Erlent

Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga

Írönsk yfirvöld halda í dag jarðarför fyrir um sextíu manns, þar á meðal herforingja og kjarnorkuvísindamenn, sem létust í tólf daga átökunum við Ísrael sem lauk með vopnahléi í vikunni. Donald Trump segir Khameini æðstaklerk ljúga um sigur Írans og segist Trump hafa bjargað lífi æðstaklerksins.

Erlent

Hæstaréttar­dómarar fjar­lægðu flein úr holdi Bandaríkja­for­seta

Hæstiréttur Bandaríkjanna sló eitt helsta lagalega vopnið úr höndum andstæðinga Bandaríkjaforseta í dag þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að lægri dómsstólar hefðu ekki vald til þess að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans. Dómari sem var á öndverðum meiði sagði niðurstöðuna ógna réttarríkinu í Bandaríkjunum.

Erlent

Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn

Argentínska tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Lalo Schifrin er látinn, 93 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC og vísar til upplýsinga frá fjölskyldu hans. Schifrin lést á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa glímt við lungnabólgu.

Erlent