Erlent

Albanese segir Netanyahu í af­neitun

Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísarel, í afneitun hvað varðar afleiðingar stríðsreksturs Ísraels á Gasa.

Erlent

Sendur til Ís­lands eftir þrætu um per­sónu­upp­lýsingar inn­flytj­enda

Fyrrverandi skattstjórinn sem á að verða sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi er íhaldssamur repúblikani sem er sagður mannblendinn og vinalegur. Hann notaði reynslu af uppboðshaldi eitt sinn til þess að þagga niður í vandræðagemsa á þingi. Svo virðist sem hann hafi verið rekinn fyrir að þýðast ekki Hvíta húsið þegar það krafðist persónuupplýsinga um skattgreiðendur.

Erlent

„Þetta er í rauninni þreifingafundur“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í dag fundinum sem hann mun eiga með Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, sem „þreifingafundi“. Þeir muni ræða „skipti á landsvæði“ milli Úkraínumanna og Rússa og lýsti hann einnig yfir vonbrigðum með Pútín í tengslum við friðarviðræður.

Erlent

Kín­verskt skip stórskemmt eftir á­rekstur við tundurspilli

Tvö kínversk herskip skullu saman af miklum krafti á Suður-Kínahafi í dag. Þá var verið að reyna að nota skipin til að reka skip frá strandgæslu Filippseyja á brott frá Scarboroughrifi. Áhöfn filippseyska skipsins komst undan þegar kínversku skipin skullu saman en annað þeirra skemmdist verulega.

Erlent

Neitar að birta dómsskjöl og gagn­rýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik

Dómsskjöl frá leynilegum ákærudómstól sem leiddi til sakfellingar Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu og aðstoðarkonu auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffreys Epstein, verða ekki opinberuð. Dómari lýsti því yfir í dag og gagnrýndi hann starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna harðlega fyrir að gefa í skyn að skjölin innihéldu nýjar upplýsingar um glæpi Epsteins.

Erlent

Sagður slaka á kröfum og úti­loka ekki landsvæðaskipti

Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. 

Erlent

Buðu ferða­mönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri

Spænska lögreglan gerði rassíu í tveimur andlegum athvörfum í austurhluta Spánar. Lögregla handtók þrjá og lagði hald á ellefu lítra af ayahuasca, 117 Sanpedrókaktusplöntur og nokkrar flöskur af froskaeitri. Öll eru þetta efni sem hafa ofskynjunaráhrif. Athvörfin græða á tá og fingri með því að selja „stjarnferðalög.“

Erlent

Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lög­regluna á sitt vald

Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda þjóðvarðliða út á götur höfuðborgarinnar Washington D.C. til að stöðva meinta glæpaöldu sem hann segir farna úr böndunum. Glæpatíðni hefur samt lítið aukist síðustu ár. Þvert á móti hefur hún minnkað samkvæmt opinberum gögnum en nýlega varð fyrrverandi starfsmaður D.O.G.E. fyrir árás í borginni af hálfu tveggja táninga að sögn lögreglu.

Erlent

Drápu tvo blaða­menn og tvo tökumenn vís­vitandi

Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði.

Erlent

Sæti Artúrs logar

Sinueldur kviknaði á Sæti Artúrs, fjallinu sem gnæfir yfir Edinborg, í dag. Fjallið er vinsæll áfangastaður ferðamanna og borgarbúa á hlýjum sumardögum en í dag sást login og reykstrókarnir um alla borgina.

Erlent

Fjórir karl­menn stálu Labubu í tuga­tali

Hópur ungra karlmanna braust inn í leikfangaverslun í Kaliforníu á dögunum og stal nærri öllum birgðum verslunarinnar af leikfanginu Labubu. Þjófarnir tóku með sér varning að andvirði nærri 900 þúsund króna. 

Erlent

Sjaldan fleiri mót­mælt ríkis­stjórninni

Aukin harka hefur færst í mótmæli Ísraelsmanna gegn áformum ríkisstjórnar landsins um að hernaðaryfirráð yfir Gasaborg. Stjórnvöld segja mótmælin með þeim stærstu gegn ríkisstjórninni frá því að Ísraelar hófu stríðsrekstur sinn á Gasa fyrir tæpum tveimur árum. 

Erlent

Í­hugar að bjóða Selenskí eftir allt saman

Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag.

Erlent

Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump

Varaforseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherra Bretlands funduðu í dag á Englandi og ræddu þeir nýjustu vendingarnar í stríði Úkraínu og Rússlands, nefnilega tilvonandi fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska næsta föstudag. Úkraínskir ráðamenn og evrópskir þjóðaröryggisráðgjafar voru einnig viðstaddir fundinn.

Erlent

Bjart­sýn á að Trump nái árangri með Pútín

Utanríkisráðherra segir vont til þess að hugsa að Rússar fái landsvæði í Úkraínu gegn vopnahléi. Hún treystir Bandaríkjaforseta til að koma á vopnahléi, en það sé mikilvægt að tryggður verði langvarandi friður á svæðinu.

Erlent

Eig­anda Trump Burger verður sparkað úr landi

Eigandi skyndibitakeðjunnar Trump Burger stendur frammi fyrir að vera vísað á brott úr Bandaríkjunum eftir að Innflytjendastofnun Bandaríkjanna handtók hann. Um er að ræða líbanskan mann á þrítugsaldri sem dvaldi ólöglega í Texas.

Erlent