Bandaríkin

Fréttamynd

Faðir Dilberts allur

Scott Adams, umdeildur skapari myndasagnapersónunnar Dilberts, er látinn, 68 ára aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli og biðlaði til Bandaríkjaforseta að reyna að bjarga lífi hans.

Lífið
Fréttamynd

„Við veljum Dan­mörku“

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, héldu sameiginlegan blaðamannafund síðdegis þar sem afstaða ríkjanna var áréttuð um að Grænland væri ekki til sölu. Jens-Frederik sagði skýrt að ef valið stæði á milli Bandaríkjanna og Danmerkur, þá velji grænlensk stjórnvöld danska konungsríkið, Evrópusambandið og NATO. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, mun funda með norrænum kollegum síðar í dag vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum

Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka snýr aftur á PGA-mótaröðina strax í lok þessa mánaðar eftir að hann samþykkti að gera yfirbót fyrir brotthvarf sitt til LIV-mótaraðarinnar. Undanþága sem er sérsniðin að stærstu stjörnum LIV stendur þeim tímabundið til boða.

Golf
Fréttamynd

Búa sig undir á­hlaup um borð í skuggaskip

Yfirvöld í Bretlandi eru sögð undirbúa það að senda sérsveitir um borð í olíuflutningaskip og önnur skip sem tilheyra svokölluðum „skuggaflota“ Rússa. Ráðamenn munu hafa fundið lög sem hægt sé að nota til að leggja hald á skipin, sem ríki eins og Rússland, Íran og Venesúela hafa notað til að komast hjá viðskiptaþvingunum.

Erlent
Fréttamynd

Diddy selur svörtu einkaþotuna

Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefur selt mattsvarta Gulfstream G550-einkaþotu sína. Þotan var framleidd árið 2015 og hefur verið í leiguflugi á meðan Combs hefur setið í fangelsi.

Lífið
Fréttamynd

Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio

Lars Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands funda með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun í Washington D.C og hefur J.D. Vance varaforseti einnig óskað þess að sitja fundinn.

Erlent
Fréttamynd

Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði

Tæknimálastjóri Evrópusambandsins segir að X, samfélagsmiðill Elons Musk, verði að grípa strax til aðgerða til að stemma stigu við „hræðilegum“ kynferðislegum myndum af  börnum og konum á miðlinum eða sæta afleiðingum annars. Sambandið sektaði X nýlega um milljarða fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu.

Erlent
Fréttamynd

Þvert nei Græn­lendinga við yfir­töku Banda­ríkjanna

Landsstjórn Grænlands sagði í yfirlýsingu nú síðdegis að grænlenska þjóðin geti með engu móti fallist á að Bandaríkin taki yfir Grænland. Grænland sé hluti af danska konungsríkinu og þannig með aðild að Atlandshafsbandalaginu sem beri að tryggja varnir landsins.

Erlent
Fréttamynd

Trump ó­sáttur við orð olíu­for­stjórans og vill úti­loka hann

Donald Trump Bandaríkjaforseti „hallast að því“ að útiloka bandaríska olíufyrirtækið ExxonMobil frá starfsemi í Venesúela. Hann greindi frá þessu í gær eftir að forstjóri fyrirtækisins lýsti yfir efasemdum um arðvænleika fjárfestinga í landinu eftir að Nicolás Maduro forseta var steypt af stóli.

Erlent
Fréttamynd

„Minnstur aldurs­munur á okkur af öllum pörum“

Almannatengillinn Ólöf Skaftadóttir hafði það náðugt með Magnúsi sínum Ragnarssyni, formanni Tennissambands Íslands, á Trump National Doral í Miami í Flórída yfir hátíðarnar. Rúmlega 25 ára aldursmunurinn á þeim tveimur var ekkert í líkingu við aldursmun annarra para á hótelinu.

Lífið
Fréttamynd

Rann­saka nú og skoða á­kærur gegn seðlabankastjóranum

Bandarískir alríkissaksóknarar hafa myndað ákærudómstól sem ætlað er að rannsaka Jerome Powell, seðlabankastjóra, og mögulega ákæra hann. Rannsóknin tengist vitnisburði hans á þingfundi þar sem hann var spurður út í endurbætur á húsnæði seðlabankans.

Erlent
Fréttamynd

Þessi nældu sér í verð­laun á Golden Globe

Kvikmyndin One Battle After Another og sjónvarpsserían Adolescence uppskáru flest verðlaun á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Kaliforníu í gær. Hinn 16 ára gamli Owen Cooper, sem fer eitt af aðalhlutverkunum í Adolescence, var valinn besti leikarinn í aukahlutverki, en hann er sá yngsti til að næla sér í verðlaunin í þeim flokki frá upphafi, en þetta var 83. Golden Globe verðlaunahátíðin.

Lífið
Fréttamynd

Danir standi á kross­götum

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir landið standa á krossgötum. Mikið sé í húfi en ef það sé raunverulega þannig að Bandaríkjamenn hyggist snúa baki við bandamönnum sínum með því að hafa í hótunum við annað Atlantshafsbandalagsríki, sé öllu lokið.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkin og Ísrael verði skot­mörk verði ráðist að Íran

Mohammad Bagher Qalibaf, forseti íranska þingsins hefur varað við því að bandarískir hermenn og Ísrael verði skotmörk ef Bandaríkin gera árás vegna mótmæla. Mótmæli gegn klerkastjórninni hafa nú staðið yfir víða í Íran í um tvær vikur. Í það minnsta 116 eru látnir og mikill fjöldi slasaður. Þúsundir hafa verið handtekin. 

Erlent
Fréttamynd

Bob Weir látinn

Bob Weir, gítarleikari, söngvari og stofnandi hljómsveitarinnar Grateful Dead, er látinn 78 ára að aldri. 

Lífið
Fréttamynd

Nýtt mynd­band af banaskotinu: „Helvítis tík“

Fjöldi fólks kom saman í Minneapolis og Portland í Bandaríkjunum í gær til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í innflytjendamálum undanfarna daga. Meira en þúsund mótmæli hafa verið skipulögð um helgina um landið allt og er þess krafist að stjórnvöld stöðvi aðgerðir.

Erlent
Fréttamynd

Allt bendi til þess að breytingar séu í far­vatninu

Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. Tugir eru látnir og yfir tvö þúsund hafa verið handteknir. Sérfræðingur í málefnum Írans telur möguleika á að einhverjar breytingar séu í farvatninu hvað varði stjórnarhætti landsins.

Erlent
Fréttamynd

Bresk stjórn­völd segja við­brögð X „móðgandi“

Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir þau viðbrögð X við holskeflu kynferðislegs efnis af börnum á samfélagsmiðlinum að leyfa aðeins áskrifendum að búa það til „móðgandi“. Elon Musk er sagður hafa verið varaður ítrekað við óviðeigandi efni á miðlinum á undanförnum vikum.

Erlent
Fréttamynd

„Ég mun aldrei stíga á svið í Banda­ríkjunum aftur“

Tónlistarkonan Britney Spears segist aldrei munu stíga á svið aftur í Bandaríkjunum. Ástæðurnar gefur hún ekki upp, málið sé viðkvæmt. Hún segist þó spennt fyrir því að koma fram erlendis á næstunni og nefnir þar bæði Bretlandseyjar og Ástralíu.

Tónlist
Fréttamynd

Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hitta Maríu Corina Machado, leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Venesúela. Þá segir Trump að það yrði mikill heiður fyrir hann ef hún ákvæði að afhenda honum friðarverðlaun Nóbels, sem hún vann í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Tóku fimmta olíu­skipið: Svona virkar „skuggaflotinn“

Bandarískir hermenn tóku í morgun yfir stjórn olíuflutningaskipsins Olina á Karíbahafinu. Skipið er sagt bera olíu frá Venesúela og mun því hafa verið siglt undir fölsku flaggi. Þetta er fimmta skipið tengt Venesúela sem Bandaríkjamenn taka yfir á nokkrum vikum.

Erlent
Fréttamynd

Stendur fastur fyrir og for­dæmir Trump

Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir stjórnvöld í landinu ekki munu gefa eftir þrátt fyrir mikil mótmæli síðustu vikur. Hann segir mótmælendur skemmdarverkamenn sem séu að reyna Donald Trump Bandaríkjaforseta til geðs.

Erlent
Fréttamynd

Flytja á­höfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur ákveðið að flytja áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til jarðar á næstu dögum, mánuði á undan áætlun, vegna alvarlegra veikinda eins geimfaranna. Þetta er í fyrsta skipti sem geimleiðangur er styttur vegna veikinda.

Erlent