Afleiðingar af klámáhorfi í nánum samböndum hjá ungu fólki Sigurbjörg Harðardóttir skrifar 27. nóvember 2020 08:00 Það virðist vera að klámáhorf ungmenna sé alltaf að aukast og sé að verða að talsverðu vandamáli. Rannsóknir sýna að þeim fjölgar sem horfa á klám, aldurinn færist neðar og efnið verður grófara og grófara. Rannsóknir hafa sýnt að meðalaldur íslenskra ungmenna þegar þau sjá klám í fyrsta sinn er 11,7 ár. Því má telja líklegt að þetta sé fyrsta kynlífs“fræðslan“ sem það barn er að fá. Og ef við hugsum okkur að svo sé og skoðum að hverjum flest klámefni er sniðið og hvað það sýnir, þá er því oftast beint að markhópnum gagnkynhneigðir karlmenn og myndefnið sýnir lang oftast gróft kynlíf þar sem karl hefur vald yfir konu og skilaboðin segja að allar konur vilji kynlíf, hvar og hvenær sem er og að það eigi alltaf að vera á forsendum karlmannsins. Svona skilboð til ungra og óþroskaðra barna sem eru á miklum mótunarárum geta ekki verið til góðs. Afleiðingarnar geta í raun ekki orðið aðrar en að ungmenni a viðkvæmum mótunarárum fái ranga mynd af kynlífi, mynd sem byggir á að kynlíf innihaldi alla jafna ofbeldi og valdníðslu. Reynsla ráðgjafa hjá Aflinu- samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi sýnir að þessar afleiðingar virðist eiga við rök að styðjast. Ungar konur upplifa allt of oft að hafa verið í sambandi þar sem kærastinn leit á þær sem sína eign og vildi að þær stunduðu kynlíf á hans forsendum. Þær upplifa mikið ofbeldi, niðurlægingu og kúgun. Algengt er að þær átti sig ekki á því að um ofbeldi sé að ræða fyrr en þær eru komnar út úr sambandinu. Afleiðingarnar eru oft langvarandi vandi, lágt sjálfsmat, sjálfsvirðingin lítil og sjálfsmyndin brotin því þarna er grunnurinn lagður að hugmyndum um hvernig fullorðnir einstaklingar byggja upp sambönd. Það virðist sem hugmynd margra sé að í nánu sambandi sé ekki um að ræða kynbundið ofbeldi þar sem um kærasta sé að ræða og að hann megi gera það sem hann vilji. Kærastinn er einnig ekki endilega meðvitaður um að hann sé að beita ofbeldi þar sem hann telur að það sem hann sé að gera sé eðlilegt kynlíf og það er kannski ekki svo skrýtið ef við gefum okkur að frá 12 ára aldri sé nánast eina kynlífs“fræðslan“ sem hann hefur fengið í gegnum klámáhorf. Hvað er til ráða? Við verðum að bregðast við þessum vanda með einhverjum hætti, en hvað er til ráða? Í mínum huga er vel ígrunduð kynfræðsla í grunnskólum sem byrjar snemma sem og opin umræða það sem þarf til. Í dag erum við svo heppin að ungt fólk heldur úti ýmsum instagram síðum, t.d. og Fávitar og Karlmennska þar sem ungt fólk fær tækifæri til að tala opinskátt um sambönd og kynlíf og þeim svarað af hreinskilni og virðingu. Þetta er gríðarlega mikilvægt og gott starf sem þetta flotta fólk sinnir. En við foreldrar þurfum líka að axla ábyrgð í þessum málum og mikilvægur þáttur í því er að kenna snemma virðingu fyrir öðrum, byggja snemma upp traust samband við börnin okkar og ræða við þau um sambönd og kynlíf með opnum huga þegar þau hafa þroska til. Einnig er mikilvægt að vera meðvituð um hvað börnin okkar eru að gera á netinu og taka spjallið við þau um kynlíf ef við sjáum að þau eru að horfa á klám. Þar er t.d. hægt að taka umræðuna um hvað sé eðlilegt kynlíf og hvað ekki. Verum ábyrg, hjálpum unglingunum okkar að vera meðvituð um hvað sé rétt og rangt í nánum samböndum. Við sem samfélag höfum fullt um það að segja. Höfundur er verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Aflinu samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það virðist vera að klámáhorf ungmenna sé alltaf að aukast og sé að verða að talsverðu vandamáli. Rannsóknir sýna að þeim fjölgar sem horfa á klám, aldurinn færist neðar og efnið verður grófara og grófara. Rannsóknir hafa sýnt að meðalaldur íslenskra ungmenna þegar þau sjá klám í fyrsta sinn er 11,7 ár. Því má telja líklegt að þetta sé fyrsta kynlífs“fræðslan“ sem það barn er að fá. Og ef við hugsum okkur að svo sé og skoðum að hverjum flest klámefni er sniðið og hvað það sýnir, þá er því oftast beint að markhópnum gagnkynhneigðir karlmenn og myndefnið sýnir lang oftast gróft kynlíf þar sem karl hefur vald yfir konu og skilaboðin segja að allar konur vilji kynlíf, hvar og hvenær sem er og að það eigi alltaf að vera á forsendum karlmannsins. Svona skilboð til ungra og óþroskaðra barna sem eru á miklum mótunarárum geta ekki verið til góðs. Afleiðingarnar geta í raun ekki orðið aðrar en að ungmenni a viðkvæmum mótunarárum fái ranga mynd af kynlífi, mynd sem byggir á að kynlíf innihaldi alla jafna ofbeldi og valdníðslu. Reynsla ráðgjafa hjá Aflinu- samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi sýnir að þessar afleiðingar virðist eiga við rök að styðjast. Ungar konur upplifa allt of oft að hafa verið í sambandi þar sem kærastinn leit á þær sem sína eign og vildi að þær stunduðu kynlíf á hans forsendum. Þær upplifa mikið ofbeldi, niðurlægingu og kúgun. Algengt er að þær átti sig ekki á því að um ofbeldi sé að ræða fyrr en þær eru komnar út úr sambandinu. Afleiðingarnar eru oft langvarandi vandi, lágt sjálfsmat, sjálfsvirðingin lítil og sjálfsmyndin brotin því þarna er grunnurinn lagður að hugmyndum um hvernig fullorðnir einstaklingar byggja upp sambönd. Það virðist sem hugmynd margra sé að í nánu sambandi sé ekki um að ræða kynbundið ofbeldi þar sem um kærasta sé að ræða og að hann megi gera það sem hann vilji. Kærastinn er einnig ekki endilega meðvitaður um að hann sé að beita ofbeldi þar sem hann telur að það sem hann sé að gera sé eðlilegt kynlíf og það er kannski ekki svo skrýtið ef við gefum okkur að frá 12 ára aldri sé nánast eina kynlífs“fræðslan“ sem hann hefur fengið í gegnum klámáhorf. Hvað er til ráða? Við verðum að bregðast við þessum vanda með einhverjum hætti, en hvað er til ráða? Í mínum huga er vel ígrunduð kynfræðsla í grunnskólum sem byrjar snemma sem og opin umræða það sem þarf til. Í dag erum við svo heppin að ungt fólk heldur úti ýmsum instagram síðum, t.d. og Fávitar og Karlmennska þar sem ungt fólk fær tækifæri til að tala opinskátt um sambönd og kynlíf og þeim svarað af hreinskilni og virðingu. Þetta er gríðarlega mikilvægt og gott starf sem þetta flotta fólk sinnir. En við foreldrar þurfum líka að axla ábyrgð í þessum málum og mikilvægur þáttur í því er að kenna snemma virðingu fyrir öðrum, byggja snemma upp traust samband við börnin okkar og ræða við þau um sambönd og kynlíf með opnum huga þegar þau hafa þroska til. Einnig er mikilvægt að vera meðvituð um hvað börnin okkar eru að gera á netinu og taka spjallið við þau um kynlíf ef við sjáum að þau eru að horfa á klám. Þar er t.d. hægt að taka umræðuna um hvað sé eðlilegt kynlíf og hvað ekki. Verum ábyrg, hjálpum unglingunum okkar að vera meðvituð um hvað sé rétt og rangt í nánum samböndum. Við sem samfélag höfum fullt um það að segja. Höfundur er verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Aflinu samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun