Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar 17. nóvember 2025 09:00 Greinaskrif kennara og skólastjórnenda undanfarnar vikur og mánuði kalla á viðbrögð og athygli okkar allra. Á Íslandi, þar sem stefnan er skóli án aðgreiningar, eiga öll börn rétt á því að vera í sínum hverfisskóla, burtséð frá aðstæðum, greiningum eða fötlun. Það er einfaldlega þannig að fjölbreyttur nemendahópur krefst fjölbreyttrar sérfræðiþekkingar. Innan skólanna eiga að vera fagteymi sem samanstanda meðal annars af þroskaþjálfum, iðjuþjálfum, sálfræðingum, námsráðgjöfum, talmeinafræðingum og kennurum. Sérúrræði og faglegur stuðningur eflir skólastarfið Til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda og styrkja faglegt starf innan skólanna höfum við í Viðreisn lagt fram tillögu um að fjölga stöðugildum sérfræðinga í skólum Hafnarfjarðar. Með því væri hægt að bjóða upp á markvissari og fjölbreyttari sérúrræði. Mikilvægt er að fagteymin vinni þétt með kennurum og skólastjórnendum, þannig að stuðningur við börn og starfsfólk verði samþættur hluti af daglegu skólastarfi - ekki aðeins viðbragð þegar vandi er orðinn til staðar. Stofnun sérúrræðis eða sérskóla í samstarfi sveitarfélaga Til þess að bregðast við ákalli skólastjórnenda og kennara lögðum við einnig til að Hafnarfjarðarbær hefji vinnu við eða hafi frumkvæði að stofnun sérúrræðis eða sérskóla í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Slík úrræði eru þegar til staðar og hafa reynst mörgum nemendum vel. Í flestum tilfellum eru þau tímabundin - nemendur sækja stuðning í sérskóla og snúa svo aftur í sinn hverfisskóla með aukið sjálfstraust og aukna færni. Því miður eru biðlistar í slík úrræði víða langir og það leiðir til þess að börn og fjölskyldur þurfa að bíða of lengi eftir viðeigandi stuðningi. Með því að Hafnarfjörður sýni frumkvæði í þessu máli væri sveitarfélagið að sýna í verki að það leggi sitt af mörkum til að mæta vaxandi þörf í samfélaginu og tryggja börnum með fjölþættar þarfir þann stuðning sem þau eiga rétt á. Það myndi jafnframt sýna að sveitarfélagið er tilbúið að fjárfesta í kennurum og öðru fagfólki til að bæta og styrkja starfsumhverfi þeirra. Við í Viðreisn viljum fjárfesta í vellíðan barna og ungmenna - með öllum þeim verkfærum sem til eru. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Greinaskrif kennara og skólastjórnenda undanfarnar vikur og mánuði kalla á viðbrögð og athygli okkar allra. Á Íslandi, þar sem stefnan er skóli án aðgreiningar, eiga öll börn rétt á því að vera í sínum hverfisskóla, burtséð frá aðstæðum, greiningum eða fötlun. Það er einfaldlega þannig að fjölbreyttur nemendahópur krefst fjölbreyttrar sérfræðiþekkingar. Innan skólanna eiga að vera fagteymi sem samanstanda meðal annars af þroskaþjálfum, iðjuþjálfum, sálfræðingum, námsráðgjöfum, talmeinafræðingum og kennurum. Sérúrræði og faglegur stuðningur eflir skólastarfið Til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda og styrkja faglegt starf innan skólanna höfum við í Viðreisn lagt fram tillögu um að fjölga stöðugildum sérfræðinga í skólum Hafnarfjarðar. Með því væri hægt að bjóða upp á markvissari og fjölbreyttari sérúrræði. Mikilvægt er að fagteymin vinni þétt með kennurum og skólastjórnendum, þannig að stuðningur við börn og starfsfólk verði samþættur hluti af daglegu skólastarfi - ekki aðeins viðbragð þegar vandi er orðinn til staðar. Stofnun sérúrræðis eða sérskóla í samstarfi sveitarfélaga Til þess að bregðast við ákalli skólastjórnenda og kennara lögðum við einnig til að Hafnarfjarðarbær hefji vinnu við eða hafi frumkvæði að stofnun sérúrræðis eða sérskóla í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Slík úrræði eru þegar til staðar og hafa reynst mörgum nemendum vel. Í flestum tilfellum eru þau tímabundin - nemendur sækja stuðning í sérskóla og snúa svo aftur í sinn hverfisskóla með aukið sjálfstraust og aukna færni. Því miður eru biðlistar í slík úrræði víða langir og það leiðir til þess að börn og fjölskyldur þurfa að bíða of lengi eftir viðeigandi stuðningi. Með því að Hafnarfjörður sýni frumkvæði í þessu máli væri sveitarfélagið að sýna í verki að það leggi sitt af mörkum til að mæta vaxandi þörf í samfélaginu og tryggja börnum með fjölþættar þarfir þann stuðning sem þau eiga rétt á. Það myndi jafnframt sýna að sveitarfélagið er tilbúið að fjárfesta í kennurum og öðru fagfólki til að bæta og styrkja starfsumhverfi þeirra. Við í Viðreisn viljum fjárfesta í vellíðan barna og ungmenna - með öllum þeim verkfærum sem til eru. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun