Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar 17. nóvember 2025 08:02 Nú stendur yfir mesti netverslunarmánuður ársins, nóvember. Nóvember er ekki bara stærsti netverslunarmánuður ársins heldur sá langstærsti samkvæmt greiningum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Að nokkru leyti má rekja þessa þróun til mikilla afsláttardaga að erlendri fyrirmynd, Dags einhleypra (singles day) og Svarts föstudags en fyrirtæki bæði hér heima og erlendis bjóða þá upp á töluvert mikla afslætti. Netverslun á þessum dögum er margfalt meiri en aðra daga ársins vegna þess að í nóvember nýtir fólk sér þessa miklu afslætti bæði til eigin kaupa en einnig jólagjafakaupa. Gjöful vertíð svikahrappa Þegar almenningur tekur virkilega við sér í netverslun í nóvember þá setja svikahrappar sig í sérstakar stellingar. Það er því sérlega mikilvægt fyrir almenning að hafa varann á sér. Netsvikatilraunum hefur fjölgað verulega á síðustu árum og eru svikin stöðugt að verða ísmeygilegri. Gervigreindin er í auknum mæli nýtt af svikahröppum til þess að auka gera svikin trúverðugri og þar með erfiðara að koma auga á. Birtingamyndunum svikatilrauna hefur fjölgað og má segja að alls staðar í hinum stafræna heimi geti fólk lent í gildru. Áður en lengra er haldið er rétt að benda lesandanum á að á heimasíðu SFF, www.sff.is, er hægt að lesa um hollráð til þess að draga úr líkum á að lenda í svikum og taka próf til að kanna þekkingu hans á vörnum gegn netsvikum. Sjá nánar hér. Uppsetning svika miðast að ná hámarkslíkum á árangri Svikahrappar hanna svik sérstaklega til þess að hámarka líkur á að fólk láti platast. Það sem þeir nota sér í nóvember er t.d. niðurtalning tilboða á sérstökum tilboðsdögum. Stundum er tilboði stillt þannig upp að þú hefur kannski bara mínútu til þess að taka ákvörðun af eða á. Oft verður tilfinningin um að missa ekki af tilboðinu yfirsterkari en hugsunin hvort að tilboðið sé líklegt til að vera satt. Svikahrappar búa oft til svikasíður eða svikatilboð, jafnvel í útliti þekktra vörumerkja, þar sem verðið sem er auglýst er nógu lágt til þess að vera trúanlegt en samt lægra en það sem aðrir eru að bjóða á sömu vöru. Löngunin til þess að vera snjall og gera góð kaup verður einnig oft til þess að fólk gengur í gildruna. Svo getur sú staða komið upp að leikfangið sem þú ætlaðir að kaupa handa barninu þínu er uppselt nema á einum stað og þar er það á sérstökum jólaafslætti. Þú setur inn kortanúmerið og færð tvöfalt högg, enga jólagjöf og tapaða peninga. Breytilegt hversu mikið fólk er viðkvæmt fyrir svikum Það er breytilegt hvenær fólk er útsett fyrir því að lenda í því að vera platað og er gott að hafa það í huga. Fólk í tilfinningalegu uppnámi er líklegra til þess að falla í svikapytt. Við gleymum að spyrja eðlilegra spurninga eins og t.d. er þetta of gott tilboð til að vera satt? Stundum hugsum við kannski eitthvað á þá leið að nú sé okkar tími kominn til þess að detta í lukkupottinn og þá eru líklegra að við stökkvum á eitthvað sem er of gott til að vera satt. Svo ef við erum þreytt eða búin að vera með marga bolta á lofti í langan tíma að þá er líka auðveldara að láta plata sig. Þetta gerist oft einmitt fyrir jólin þegar hamagangurinn er mestur í að „redda öllu fyrir jólin“. Vetrarmánuðirnir eru oft einnig aðeins „þreyttari“ mánuðir sem gerir fólk viðkvæmara fyrir svikum. Eru samfélagsbreytingar að gera okkur útsettari fyrir svikum? Heimur okkar í dag einkennist af gríðarlega miklu magni af upplýsingum sem herjar á okkur daglega eins og stórhríð. Rannsóknir benda einnig til þess að sífellt stærra hlutfall fólks finnst það glíma við yfirþyrmandi magn upplýsinga. Um 80% starfandi manna í heiminum upplifir sig í þessari stöðu en til samanburðar var hlutfallið 60% árið 2020. Í slíkri stöðu verða ákvarðanir verri vegna þess að hugurinn nær ekki að vinna úr öllu þessu upplýsingaflóði. Þá erum við líklegri til þess að láta blekkjast. Af þessum sökum má álykta að við séum að verða enn líklegri en áður yrir að falla fyrir svikum en áður. Nokkur nytsamleg ráð til að forðast svik Áður en þú deilir viðkvæmum persónu- eða fjárhagsupplýsingum, eða framkvæmir greiðslu, skaltu alltaf tryggja að samskiptin séu eðlileg. Athugaðu t.d. sérstaklega hafi verið greiðslupplýsingum hafi verið breytt. Gott er að sannreyna að símanúmer, netfang eða vefslóð sem samskiptin fara fram í gegnum séu rétt og örugg. Hugleiddu hvort þú hafir raunverulega átt von á skilaboðunum, tölvupóstinum eða símtalinu. Ef eitthvað er óvænt eða óvenjulegt, gæti verið um svikatilraun að ræða. Venjið ykkur á að staðfesta greiðslur með símtali, líka til samstarfsmanna, vina og kunningja. Ef mikið liggur á af hálfu mótaðila er sérstaklega mikilvægt að fara varlega. Notið aldrei sama lykilorðið á mörgum stöðum. Nýtið ykkur lykilorðabanka og virkið fjölþátta auðkenningu og þá geta fyrirtæki notað auðkennislykla. Fylgjast reglulega með kortayfirlitum til að ganga úr skugga um að þar séu engar færslur sem þið kannist ekki við. Ef þig grunar að þú hafir orðið fyrir greiðslusvikum er nauðsynlegt að bregðast við án tafar. Hafðu samband við bankann þinn eða kortafyrirtæki, láttu loka kortum og breyttu lykilorðum eftir þörfum. Oft er hægt að frysta kort tímabundið í netbanka eða bankaappi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir mesti netverslunarmánuður ársins, nóvember. Nóvember er ekki bara stærsti netverslunarmánuður ársins heldur sá langstærsti samkvæmt greiningum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Að nokkru leyti má rekja þessa þróun til mikilla afsláttardaga að erlendri fyrirmynd, Dags einhleypra (singles day) og Svarts föstudags en fyrirtæki bæði hér heima og erlendis bjóða þá upp á töluvert mikla afslætti. Netverslun á þessum dögum er margfalt meiri en aðra daga ársins vegna þess að í nóvember nýtir fólk sér þessa miklu afslætti bæði til eigin kaupa en einnig jólagjafakaupa. Gjöful vertíð svikahrappa Þegar almenningur tekur virkilega við sér í netverslun í nóvember þá setja svikahrappar sig í sérstakar stellingar. Það er því sérlega mikilvægt fyrir almenning að hafa varann á sér. Netsvikatilraunum hefur fjölgað verulega á síðustu árum og eru svikin stöðugt að verða ísmeygilegri. Gervigreindin er í auknum mæli nýtt af svikahröppum til þess að auka gera svikin trúverðugri og þar með erfiðara að koma auga á. Birtingamyndunum svikatilrauna hefur fjölgað og má segja að alls staðar í hinum stafræna heimi geti fólk lent í gildru. Áður en lengra er haldið er rétt að benda lesandanum á að á heimasíðu SFF, www.sff.is, er hægt að lesa um hollráð til þess að draga úr líkum á að lenda í svikum og taka próf til að kanna þekkingu hans á vörnum gegn netsvikum. Sjá nánar hér. Uppsetning svika miðast að ná hámarkslíkum á árangri Svikahrappar hanna svik sérstaklega til þess að hámarka líkur á að fólk láti platast. Það sem þeir nota sér í nóvember er t.d. niðurtalning tilboða á sérstökum tilboðsdögum. Stundum er tilboði stillt þannig upp að þú hefur kannski bara mínútu til þess að taka ákvörðun af eða á. Oft verður tilfinningin um að missa ekki af tilboðinu yfirsterkari en hugsunin hvort að tilboðið sé líklegt til að vera satt. Svikahrappar búa oft til svikasíður eða svikatilboð, jafnvel í útliti þekktra vörumerkja, þar sem verðið sem er auglýst er nógu lágt til þess að vera trúanlegt en samt lægra en það sem aðrir eru að bjóða á sömu vöru. Löngunin til þess að vera snjall og gera góð kaup verður einnig oft til þess að fólk gengur í gildruna. Svo getur sú staða komið upp að leikfangið sem þú ætlaðir að kaupa handa barninu þínu er uppselt nema á einum stað og þar er það á sérstökum jólaafslætti. Þú setur inn kortanúmerið og færð tvöfalt högg, enga jólagjöf og tapaða peninga. Breytilegt hversu mikið fólk er viðkvæmt fyrir svikum Það er breytilegt hvenær fólk er útsett fyrir því að lenda í því að vera platað og er gott að hafa það í huga. Fólk í tilfinningalegu uppnámi er líklegra til þess að falla í svikapytt. Við gleymum að spyrja eðlilegra spurninga eins og t.d. er þetta of gott tilboð til að vera satt? Stundum hugsum við kannski eitthvað á þá leið að nú sé okkar tími kominn til þess að detta í lukkupottinn og þá eru líklegra að við stökkvum á eitthvað sem er of gott til að vera satt. Svo ef við erum þreytt eða búin að vera með marga bolta á lofti í langan tíma að þá er líka auðveldara að láta plata sig. Þetta gerist oft einmitt fyrir jólin þegar hamagangurinn er mestur í að „redda öllu fyrir jólin“. Vetrarmánuðirnir eru oft einnig aðeins „þreyttari“ mánuðir sem gerir fólk viðkvæmara fyrir svikum. Eru samfélagsbreytingar að gera okkur útsettari fyrir svikum? Heimur okkar í dag einkennist af gríðarlega miklu magni af upplýsingum sem herjar á okkur daglega eins og stórhríð. Rannsóknir benda einnig til þess að sífellt stærra hlutfall fólks finnst það glíma við yfirþyrmandi magn upplýsinga. Um 80% starfandi manna í heiminum upplifir sig í þessari stöðu en til samanburðar var hlutfallið 60% árið 2020. Í slíkri stöðu verða ákvarðanir verri vegna þess að hugurinn nær ekki að vinna úr öllu þessu upplýsingaflóði. Þá erum við líklegri til þess að láta blekkjast. Af þessum sökum má álykta að við séum að verða enn líklegri en áður yrir að falla fyrir svikum en áður. Nokkur nytsamleg ráð til að forðast svik Áður en þú deilir viðkvæmum persónu- eða fjárhagsupplýsingum, eða framkvæmir greiðslu, skaltu alltaf tryggja að samskiptin séu eðlileg. Athugaðu t.d. sérstaklega hafi verið greiðslupplýsingum hafi verið breytt. Gott er að sannreyna að símanúmer, netfang eða vefslóð sem samskiptin fara fram í gegnum séu rétt og örugg. Hugleiddu hvort þú hafir raunverulega átt von á skilaboðunum, tölvupóstinum eða símtalinu. Ef eitthvað er óvænt eða óvenjulegt, gæti verið um svikatilraun að ræða. Venjið ykkur á að staðfesta greiðslur með símtali, líka til samstarfsmanna, vina og kunningja. Ef mikið liggur á af hálfu mótaðila er sérstaklega mikilvægt að fara varlega. Notið aldrei sama lykilorðið á mörgum stöðum. Nýtið ykkur lykilorðabanka og virkið fjölþátta auðkenningu og þá geta fyrirtæki notað auðkennislykla. Fylgjast reglulega með kortayfirlitum til að ganga úr skugga um að þar séu engar færslur sem þið kannist ekki við. Ef þig grunar að þú hafir orðið fyrir greiðslusvikum er nauðsynlegt að bregðast við án tafar. Hafðu samband við bankann þinn eða kortafyrirtæki, láttu loka kortum og breyttu lykilorðum eftir þörfum. Oft er hægt að frysta kort tímabundið í netbanka eða bankaappi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF).
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun