Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar 18. nóvember 2025 10:02 Enn hefur innviðaráðherra ekki birt reglugerð um línuívilnun, skel og rækjubætur eða byggðakvóta, þrátt fyrir að lög kveði á um að það skuli gert fyrir hvert fiskveiðiár. Fyrir utan að þetta sé augljóslega brot á gildandi lögum, þá er þetta mikil vanvirðing við þá sem stunda viðkomandi línuveiðar á smábátum, eða treysta á úthlutun viðkomandi byggðaaðgerða. Síðustu ár hefur úthlutunin verið kynnt strax í júlí og gefið þannig fyrirvara til að ráða starfsfólk fyrir komandi fiskveiðiár, en nú bíða menn annað hvort í óvissu eða skjóta út í bláinn. Línuívilnunin er forsenda þess að viðkomandi bátar haldist í rekstri og skapi atvinnu megnið af árinu bæði á sjó og í landi. Nú þegar hefur innviðaráðherra skapað þær aðstæður að nokkur fjöldi fólks hefur misst vinnuna eða á það yfir höfði sér. Vill innviðaráðherra aukna samþöppun í sjávarútvegi? Samþjöppun í sjávarútvegi hefur oft borið á góma. Afnám línuívilnunar mun valda því að þessir minni bátar, flestir ekki yfirbyggðir og hafa ekki pláss fyrir beitningavél, munu gefast upp. Það mun valda enn frekari samþjöppun og aðeins þeir stærstu munu geta keypt. Tekið skal fram að stórútgerðin hefur verið að hasla sér völl í krókaaflamarkskerfinu. Krókaaflamarksbátar hafa enga hagræðingarmöguleika, geta ekki valið sér veiðarfæri og búa við ýmsar aðrar takmarkanir sem þekkjast ekki í aflamarkskerfinu. Ef ekki kemur til aukins veiðarfærafrelsis innan kerfisins er nánasta framtíð augljós. Þegar veiðigjöld hækka gríðarlega og ef línuívilnun leggst af er einungis eitt að gera hjá fjölda útgerða, og það er að leggja upp laupana og selja þeim stóru. Höfundur er smábátasjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn hefur innviðaráðherra ekki birt reglugerð um línuívilnun, skel og rækjubætur eða byggðakvóta, þrátt fyrir að lög kveði á um að það skuli gert fyrir hvert fiskveiðiár. Fyrir utan að þetta sé augljóslega brot á gildandi lögum, þá er þetta mikil vanvirðing við þá sem stunda viðkomandi línuveiðar á smábátum, eða treysta á úthlutun viðkomandi byggðaaðgerða. Síðustu ár hefur úthlutunin verið kynnt strax í júlí og gefið þannig fyrirvara til að ráða starfsfólk fyrir komandi fiskveiðiár, en nú bíða menn annað hvort í óvissu eða skjóta út í bláinn. Línuívilnunin er forsenda þess að viðkomandi bátar haldist í rekstri og skapi atvinnu megnið af árinu bæði á sjó og í landi. Nú þegar hefur innviðaráðherra skapað þær aðstæður að nokkur fjöldi fólks hefur misst vinnuna eða á það yfir höfði sér. Vill innviðaráðherra aukna samþöppun í sjávarútvegi? Samþjöppun í sjávarútvegi hefur oft borið á góma. Afnám línuívilnunar mun valda því að þessir minni bátar, flestir ekki yfirbyggðir og hafa ekki pláss fyrir beitningavél, munu gefast upp. Það mun valda enn frekari samþjöppun og aðeins þeir stærstu munu geta keypt. Tekið skal fram að stórútgerðin hefur verið að hasla sér völl í krókaaflamarkskerfinu. Krókaaflamarksbátar hafa enga hagræðingarmöguleika, geta ekki valið sér veiðarfæri og búa við ýmsar aðrar takmarkanir sem þekkjast ekki í aflamarkskerfinu. Ef ekki kemur til aukins veiðarfærafrelsis innan kerfisins er nánasta framtíð augljós. Þegar veiðigjöld hækka gríðarlega og ef línuívilnun leggst af er einungis eitt að gera hjá fjölda útgerða, og það er að leggja upp laupana og selja þeim stóru. Höfundur er smábátasjómaður.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar