Börn og uppeldi

Fréttamynd

Borgar­full­trúi bjargaði stolnum barna­vagni

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, reyndist óvæntur bjargvættur þegar hann rambaði á barnavagn á Landakotstúni í gærkvöldi. Barnavagninum hafði verið stolið af tröppum Hússtjórnarskólans skömmu fyrr.

Lífið
Fréttamynd

Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér

Móðir í leikskólakennaranámi við Háskólann á Akureyri er afar ósátt eftir að kennari við skólann meinaði henni að taka þátt í námslotu vegna þess að hún þurfti að hafa barnið sitt með sér. Þetta varð til þess að hún gat aðeins fengið þriðjung af lotunni metinn. Hún er síður ánægð með aðgerðaleysi skólans í málinu og sakar hún kennarann um brot þagnarskyldu.

Innlent
Fréttamynd

Full­kominn vett­vangur til að verja vetrar­fríinu

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram í tólfta sinn frá 25. október til 2. nóvember. Sýndar verða nýjar myndir í bland við gamlar auk fjölda annarra viðburða. Hátíðin lendir bæði á hrekkjavöku og vetrarfríi grunnskóla þannig það er ærið tilefni fyrir krakkana að kíkja í bíó.

Menning
Fréttamynd

Börn geta ekki beðið – krefjumst tafar­lausra að­gerða!

ADHD samtökin, Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð, Þroskahjálp og Umhyggja félag langveikra barna lýsa yfir djúpstæðum áhyggjum af óviðunandi stöðu barna sem bíða greiningar.Þau vara við því að biðlistar eftir greiningu séu orðnir svo langir að heilsu og velferð barna sé beinlínis stefnt í hættu. Þessi staða er óásættanleg og brýnt að stjórnvöld bregðist tafarlaust við.

Skoðun
Fréttamynd

Engin lausn og á­kveðin sjálfs­blekking að banna börnum að nota tölvu­leiki

Það er óraunhæf nálgun að vernda börn gegn óprúttnum aðilum á internetinu með því að banna þeim að spila tiltekna tölvuleiki. Slík nálgun endurspegli ákveðinn misskilning á því hvernig netumhverfi barna virkar og mun æskilegra væri fyrir foreldra að kynna sér þá leiki sem börnin eru að spila og þær stillingar og öryggistæki sem eru fyrir hendi til að tryggja öryggi þeirra á netinu og kenna þeim að umgangast netið með ábyrgum hætti. Þetta segir faðir og netöryggissérfræðingur sem telur það ekki vænlegt til árangurs að banna það sem hinir fullorðnu ef til vill ekki skilja.

Innlent
Fréttamynd

„Það getur ein­hver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“

Engin börn, sem yfir höfuð hafa aðgang að internetinu, samfélagsmiðlum eða tölvuleikjunum, eru óhult fyrir því að brotamenn reyni að tæla þau. Þetta segir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem segir mikilvægt að foreldrar setji mörk, fylgist grannt með netnotkun barna sinna og helst leyfi ungum börnum sínum ekki að nota tölvuleiki á borð við Roblox þar sem hver sem er getur nær óhindrað sett sig í samband við börnin.

Innlent
Fréttamynd

Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað

Þörfum um 95% barna er hægt að mæta vel í almennum grunnskólum eins og staðan er í dag. Stór hluti þessara nemenda eru með ýmsar greiningar og áskoranir en við skólana starfa frábærir kennarar og stuðningsstarfsfólk sem mætir þessum hópi mjög vel. Staðan er hins vegar allt önnur fyrir þau 5% barna sem þurfa sérhæfðari stuðning.

Skoðun
Fréttamynd

Fag­fólk flýi skólana verði ekkert gert

Óöryggi í starfi er ein helsta ástæða þess að kennarar skipta um starfsvettvang og dæmi eru um alvarleg ofbeldisbrot barna gegn kennurum. Sérfræðingur í hegðunarvanda barna segir að bregðast þurfi við sem allra fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Brennur fyrir borgar­hönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari

Fyrstu drög að fyrstu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur voru nýlega sett í samráðsgátt. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir stefnuna loforð til íbúa um það hvernig borg eigi að byggja og hvaða gæði eigi að tryggja við það. Hún segir umræðu um hennar eigin fasteignakaup hafa vakið hjá henni reiði og óöryggi og það hafi sérstaklega sært hana hversu samhengislaus umfjöllunin var. Kaupin kjarni hennar pólitík og stefnu.

Innlent
Fréttamynd

Nem­endur gangi í­trekað í skrokk á kennurum

Skólastjóri í grunnskóla segir nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Dæmi séu um að kennarar hafi þurft að leita læknisaðstoðar og einn starfsmaður hafi sagt upp störfum innan við viku frá því hann byrjaði vegna daglegra barsmíða.

Innlent
Fréttamynd

Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár

Dýri Kristjánsson er nú hættur að leika íþróttaálfinn tuttugu árum eftir hans fyrstu kynni við hann. Dýri tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar þakkar hann Magnúsi Scheving fyrir tækifærið, vinnuveitendum sínum fyrir skilning og fjölskyldunni. Hann segir það hafa verið einstakt tækifæri að leika Íþróttaálfinn en það sé tími til að láta staðar numið.

Lífið
Fréttamynd

Vill skoða að lengja fæðingar­or­lof

Bæjarstjóri Mosfellsbæjar vill að stjórnvöld skoði að lengja fæðingarorlof til að mæta vanda foreldra. Tal um breytingar á fyrirkomulagi leikskóla megi ekki fara fram í skotgröfum.

Innlent
Fréttamynd

Tog­streita, sveigjan­leiki og fjöl­skyldur

Í Kópavogsbæ búa ríflega 5.300 barnafjölskyldur enda næst fjölmennasta sveitarfélag landsins - sem taldi 40.040 íbúa þann 1. janúar 2025. Þar af eru um 2.500 börn á leikskólaaldri sem skiptast mismunandi niður á þennan fjölda fjölskyldna - sem fá að greiða hæstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Með góðri menntun eru börn lík­legri til að ná árangri

Börnum sem njóta stöðugleika og fagmennsku í leikskólastarfi líður betur, þau læra meira og dafna í námi. Fagmennska kennara er lykilþáttur í velferð barna og ungmenna og tryggir að þau fái kennslu og stuðning sem byggir á trausti, jafnræði og þekkingu.

Skoðun
Fréttamynd

Komum í veg fyrir að á­föll erfist á milli kyn­slóða

Síðustu vikur hafa tvö mál verið áberandi í umræðunni; skortur á úrræðum fyrir börn í vímuefnaneyslu og slæm staða í fangelsismálum. Í báðum málaflokkum er margumtöluð innviðaskuld átakanleg. Þarna birtast okkur mjög veikir hlekkir í keðjunni sem mótar velferðarkerfið okkar.

Skoðun
Fréttamynd

„Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðar­lega særandi

Poppstjarnan Britney Spears segir „stöðugar gaslýsingar“ Kevins Federline, fyrrverandi eiginmanns hennar, vera „gríðarlega særandi og slítandi“. Sambönd við táningsdrengi séu flókin en hún hefði alltaf þráð að hafa syni sína tvo í lífi sínu.

Lífið
Fréttamynd

Tulipop-leiksvæði opnað á Kefla­víkur­flug­velli

Nýtt leiksvæði fyrir börn, innblásið af veröld Tulipop, hefur verið opnað á Keflavíkurflugvelli (KEF). Leiksvæðið er staðsett við veitingasvæðið Aðalstræti þar sem gengið er inn í aðra hæð nýrrar austurálmu flugvallarins. Á sama svæði eru einnig gagnvirk leiktæki.

Lífið
Fréttamynd

Bæta meðgönguvernd við hefð­bundna sjúk­dóma­tryggingu

Vörður tryggingar hefur bætt meðgöngu-, fæðingar- og foreldravernd við hefðbundnar sjúkdómatryggingar án þess að hækka kostnað vegna tryggingarinnar. Í tilkynningu kemur fram að þessi nýja trygging hafi það markmið að styðja við foreldra. Bætur eru eingreiðslur og geta numið allt að einni milljón. Verndin gildir á meðan meðgöngu stendur, í fæðingu og þar til barn nær eins árs aldri.

Neytendur
Fréttamynd

Berum virðingu fyrir börnunum okkar

Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í gegnum árin hef ég séð hversu mikilvægt það er að börnin okkar séu í skólaumhverfi sem er bæði öruggt og heilbrigt. Margt hefur verið vel gert í skólamálum, og ég vil sérstaklega hrósa því starfsfólki sem hefur sinnt börnunum okkar af einlægni og alúð, bæði í leikskólum og grunnskólum. Hins vegar blasir við að það er ýmislegt sem mætti bæta þegar kemur að almennri umsýslu málaflokksins og í viðhaldi á húsnæðum borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Leikskólagjöld ein­stæðra foreldra í Reykja­vík gætu allt að þre­faldast

Einstæðir foreldrar með meðallaun sem þurfa meira en átta tíma dvöl barns í leikskóla og þurfa að nota alla skráningardaga leikskóla í Reykjavík geta búist við því á því að leikskólagjöld þeirra hækki um allt að 185 prósent verði af fyrirhuguðum breytingum á gjaldskrá leikskóla í Reykjavík. Gjöld þeirra sem geta sótt klukkan 14 eða fyrr á föstudögum lækka í nýrri gjaldskrá, stundum verulega.

Innlent