Börn og uppeldi

Fréttamynd

„Þá sýndu stjórn­völd kjark“

Meirihluti almennings er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum til að sporna við ofþyngd barna sem krabbameinsfélagið segir stærsta orsakavald að krabbameinum sem hægt sé að gera eitthvað við. Nýverið opnaði vefsíða sem auðvelda á almenningi að elda hollari mat.

Innlent
Fréttamynd

Út með slæma vana, inn með gleði og frið

Nú er desember gengin í garð og jólin nálgast óðfluga. Yfirleitt er margt um að vera á þessum tíma árs, uppbrotsdagar, jólaboð, tónleikar og aðrir fjölbreyttir viðburðir sem gera mánuðinn bæði hátíðlegan og skemmtilegan, en líka oft ansi annasaman.

Skoðun
Fréttamynd

Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu

Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður sem hefur sérhæft sig í að leita að börnum hefur á þessu ári fengið tæplega 400 leitarbeiðnir vegna 95 barna. Í fyrra voru þær 259 og 221 árið áður. Yngsta barnið er 14 ára og þau elstu að verða 18. Hann segir undantekningu að 11 ára börn neyti vímuefna, þau glími frekar við hegðunarvanda.

Innlent
Fréttamynd

Kynna breytta Reykja­víkur­leið eftir ára­mót

Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn enn að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu. Líf segir hópinn stefna á að kynna breytingar Reykjavíkurleiðinni eftir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku matar­æði

Fimm mánaða gamalt barn í Arizona í Bandaríkjunum er látið og þrjú eldri systkini þess þjást af næringarskorti vegna þess að foreldrar þeirra settu þau á svokallað basískt mataræði. Foreldrarnir höfðu orðið fyrir áhrifum af upplýsingafalsi um heilsu, bóluefni og lyf.

Erlent
Fréttamynd

Tóm­stunda­menntun sem með­ferðarúrræði

Á undanförnum árum hefur áhættuhegðun barna og unglinga aukist verulega. Börn allt niður í 12 ára hafa leitað til Foreldrahúss vegna áfengis- og vímuefnaneyslu og fjöldi barna og unglinga sem leita þangað fer hækkandi með hverju ári

Skoðun
Fréttamynd

Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal

Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð við Grand Designs. Þar hengja þeir yfirhafnir sínar á snaga sem kosta meira en flestir nenna að lesa verðið á.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er kalt á toppnum“ – fé­lags­leg ein­angrun og afreksíþróttafólk

Félagsleg einangrun hefur undanfarin ár orðið vaxandi samfélagsvandi víða um heim. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur m.a. skilgreint hana sem lýðheilsuvá á pari við ofneyslu áfengis, tóbaksreykingar og aðrar stórar áskoranir í lýðheilsumálum. Þá sýna nýjustu rannsóknir að félagsleg einangrun vex hraðast og er mest áberandi hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.

Skoðun
Fréttamynd

Tólf ára börn í á­fengis- og vímefnavanda

Fjórtán tólf ára gömul börn hafa leitað til Foreldrahúss vegna áfengis- eða vímuefnavanda á þessu ári. Aldrei áður hafa jafn ung börn leitað þangað og segir framkvæmdastjórinn þetta til marks um vaxandi vanda.

Innlent
Fréttamynd

Er C svona sjö?

Undanfarið hefur umræðan um einkunnakerfið í grunnskólum verið hávær. Í september var gerð könnun sem gefur til kynna að langflestir landsmenn vilji að einkunnir séu gefnar í tölustöfum frekar en bókstöfum.

Skoðun
Fréttamynd

Gott sé að draga úr notkun einka­bílsins í dag og næstu daga

Almenningur er hvattur til að draga úr notkun einkabílsins og nota vistvænar samgöngur í dag og næstu daga. Styrkur svifryks (PM10) mældist hár í mælistöð við Grensásveg í borginni í kjölfar morgunumferðar í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir því að styrkur þess verði einnig hár í síðdegisumferðinni vegna þess að vindur er hægur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu. 

Innlent
Fréttamynd

„Ís­lendingar eru allt of þungir“

Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga allt of þunga. Hún vinnur nú að aðgerðaráætlun til að sporna við offitu. Ný könnun sýnir að sjötíu prósent fullorðinna á Íslandi séu annaðhvort í yfirþyngd eða með offitu.

Innlent
Fréttamynd

Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólar­hring síðar

Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig bý ég mig undir barn­eignir?

27 ára kona spyr: „Hvernig er best að haga fjárhag í aðdraganda barnseigna? Ég á von á mínu fyrsta barni og vil bæði huga að því hvernig ég fjárfesti í framtíð barnsins t.d. á reikningi sem og hvað ég get gert sem verðandi foreldri sem undirbýr stækkandi fjölskyldu fyrir fjárhagslegar áskoranir sem fylgja barni.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Betra að skipta út gömlum seríum og of­hlaða ekki fjöl­tengin

Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóva, hvetur fólk til að fara yfir eldvarnir, og sérstaklega reykskynjara, í dag á Degi reykskynjarans. Samkvæmt könnun HMS eru fjögur prósent heimila ekki með uppsetta reykskynjara. Hrefna segir að í desember skapist aukin brunahætta vegna ljósasería og kerta á krönsum í kringum aðventuna.

Innlent
Fréttamynd

Skortir upp­lýsingar um móður­mál og ís­lensku­kunn­áttu leikskólastarfsfólks

Ekki liggja fyrir upplýsingar um móðurmál þess starfsfólk sem sinnir uppeldi og menntun barna í leikskólum á Íslandi. Hins vegar er allt að þriðjungur starfsfólks sem sinnir umræddum leikskólastörfum innflytjendur í þeim sveitarfélögum þar sem hlutfallið er hvað hæst. Hlutfall innflytjenda segir þó ekkert til um íslenskukunnáttu starfsfólksins enda liggja þær upplýsingar ekki fyrir að því er fram kemur í svari mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

3.860 börn í Reykja­vík nýttu ekki frístundastyrkinn

Samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg nýttu 16.629 börn af alls 20.489 börnum í borginni frístundakortið að einhverju leyti á síðasta ári en meðal nýting kortsins á síðasta ári var 81%. Það þýðir að 19% barna nýttu ekki styrkinn, sem nemur 75 þúsundum króna á hvert barn, 6-18 ára. Hvað veldur?

Skoðun
Fréttamynd

Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu

„Sögur allra mæðra skipta máli. Stundum þarf aðeins hvatningu til að segja þær,“ segir Heiðbjört Ósk Ófeigsdóttir grunnskólakennari sem fyrir ári fékk þá hugmynd að gefa út bók, nánar tiltekið útfyllingarbók, fyrir mæður sem vilja segja eigin sögu, varðveita minningar og deila visku sinni með barninu sínu. Bókin kom út á dögunum hjá Söguspor og ber heitið Mamma- sagan þín.

Lífið
Fréttamynd

„Það er enginn að banna konum að vera heima“

Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður.

Innlent
Fréttamynd

Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans

Málari í Setbergshverfinu í Hafnarfirði var rétt að festa svefn aðfaranótt sunnudags þegar hann heyrði hljóð sem vöktu athygli hans. Augnabliki síðar horfði hann út um gluggann þar sem vinnubíllinn hans stóð í ljósum logum. Hann grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa enda­lokum vin­sæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“

Frasinn „six-seven“ eða „sex-sjö“ hefur upp á síðkastið verið afar vinsæll meðal yngri kynslóðarinnar. Vinsældir frasans, sem virðist ekki hafa neina sérstaka merkingu, má rekja til mikillar útbreiðslu á samfélagsmiðlum og hafa krakkar og unglingar víða um heim tekið upp frasann sem þykir mikið notaður í þeirra daglega tali. Svo mikið er gripið til frasans að kennurum í skóla nokkrum í Tinglev í Danmörku þótti nóg um og hafa þeir gert tilraun til að lýsa yfir endalokum frasans.

Lífið
Fréttamynd

Horfir barnið þitt á klám?

Hið árlega 16 daga átak gegn ofbeldi minnir okkur á að ofbeldi er ekki eingöngu fólgið í marblettum og sjáanlegum áverkum. Rætur ofbeldis felast í viðhorfum, menningu sem normalíserar ofbeldi og kerfum sem leyfa því að viðgangast.

Skoðun