Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar 17. nóvember 2025 07:30 Á dögunum tjáði Guðmundur Ingi Kristjánsson, mennta- og barnamálaráðherra, sig um stöðu gervigreindar í skólum. Að hans sögn stendur til að skoða hvernig menntamálayfirvöld bregðist við ákalli um skýrar leiðbeiningar og viðmið um gervigreind. Það yrði þó ekki fyrr en í febrúar næstkomandi þegar kennarar klára að prófa gervigreind í sérstöku verkefni Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS). Þetta þykir mér fagnaðarefni því að mikilvægt er að viðfangsefnið verði tæklað vel og vandlega með aðkomu kennara. Auk þess bind ég vonir við að rödd nemenda verði með í því ferli. Að því sögðu tel ég ekkert því til fyrirstöðu að skólar hefjist strax handa við að bregðast við gervigreind af krafti.Gervigreind hefur þegar haft þó nokkur áhrif á skóla undanfarin ár en því erum við enskukennarar vel kunnugir. Allt frá útgáfu ChatGPT 3.5 í lok árs 2022 hefur gervigreind ráðið vel við það sem kennt er í ensku og nýverið hafa hin ýmsu gervigreindarverkfæri náð að gera slíkt hið sama í öðrum greinum. Sjálfum fannst mér mikilvægt að bregðast straxvið áskoruninni meðöðruvísiáherslur í kennslu. Í kjölfarið hef ég heimsótt ýmsa skóla og aðra vinnustaði með fyrirlestra og námskeið í þeim tilgangi að aðstoða þá við að bregðast við gervigreind og að skilja hana betur. Auk þess hef ég fengið tækifæri til að búa til og kenna áfanga um gervigreind í Menntaskólanum við Sund og tekið þátt í að gera ný viðmið um notkun hennar í Háskólanum í Reykjavík, ásamt því að fræða þar nemendur og starfsmenn o.fl. Miðað við það sem ég hef séð er mikinn áhuga og þekkingu að finna í skólum víða um land og ljóst er að þar eru burðir til að gera framsæknar breytingar. Það sem ég legg til Áðurnefnt verkefni MMS er stórt skref í rétta átt en samhliða því væri mikilvægt fyrir skóla að bregðast strax við gervigreind. Um land allt má finna töluverðan mannauð reynslu- og þekkingarmikilla kennara og nemenda sem ráð væri að virkja til þess að útfæra ný viðmið, stefnu og breytingar á kennslu. Þetta ferli er þegar byrjað í ýmsum skólum og ekki eftir neinu að bíða. Gervigreind breytist hratt og kröfurnar sömuleiðis og því fyrr sem hafist verður handa við að aðlagast þessum veruleika, því betri verður útkoman. Slíkar aðgerðir myndu ekki fara á skjön við væntanleg tilmæli menntamálayfirvalda heldur ríma þvert á móti ágætlega við þau.Miðað við eigin reynslu af gervigreind í kennslu, ásamt því sem ég hef kynnst hjá ýmsum skólum, mæli ég með því að skólar fylgi eftirfarandi þremur skrefum til þess að undirbúa sig vel fyrir þann nýja veruleika sem gervigreind býður upp á: 1. Fræðsla fyrir nemendur og kennara. Gott fyrsta skref væri að tryggja að kennarar og nemendur verði á sömu blaðsíðu. Mikilvægt er að sem flestir átti sig á eðli gervigreindar og kostum en einnig takmörkunum hennar. Þá verða kennarar að gæta sín sérstaklega varðandi persónuvernd og nemendur mega sömuleiðis ekki treysta á gervigreind til upplýsingaöflunar. Þess vegna er brýnt að hafa gagnrýna hugsun að leiðarljósi. 2. Skýr og einföld viðmið. Almennt virðist vera óljóst hvað megi nákvæmlega gera í tengslum við gervigreind í námi og kennslu og því væri gott að hafa ramma til að vinna út frá. Í þessu tilfelli þarf ekki endilega nákvæma stefnu heldur geta einföld og skýr viðmið oft dugað til. Mismunandi fög eru kennd í öllum skólum og því þyrftu viðmiðin að vera almenn og opin svo að þau næðu yfir öll svið. 3. Endurskoðun á námsmati og kennsluaðferðum. Eftir að hafa fengið fræðslu og skýran ramma til að vinna með væri gott fyrir kennara að endurmeta það námsmat og kennsluaðferðir sem við á. Gervigreind gerir það að verkum að kennarar geta varla lagt fyrir verkefni og próf í þeirri mynd sem við höfum þekkt í áranna rás. Það er ekki þar með sagt að það þurfi að kollvarpa öllu því sem gert er, enda getur oft dugað að gera bara smávægilegar breytingar. Kennarar eru færustu sérfræðingar á sínum sviðum og því best til þess fallnir að meta hvaða breytingar eigi að gera og hvernig þeim skuli framfylgt. Tækifæri fyrir skólasamfélagið til að ráðast í löngu þarfar breytingar Það getur falið í sér umfangsmikla vinnu að fylgja þessum skrefum en ávinningurinn yrði þess virði. Ég myndi enn fremur ekki líta á þessa vinnu einungis sem viðbrögð við áhrifum gervigreindar. Tilkoma hennar er að mörgu leyti tækifæri fyrir skólasamfélagið til þess að endurhugsa, yfirfara og efla skólana á öllum stigum. Það hefur löngum verið ljóst að mikilvægt sé að gera ýmsar breytingar á kennslu og námi, meðal annars í ljósi tækniframfara undanfarinna áratuga. Svokallað óöruggt námsmat, þar sem nemendur vinna sjálfstætt utan kennslustofu, er gott dæmi um mikilvægan þátt í skólastarfi sem hefur þurft að endurhugsa í þó nokkurn tíma, hvað sem allri umræðu um gervigreind líður. Að mínu mati er jákvætt að sjá hvað skólasamfélagið er áhugasamt um að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem felast í gervigreind. Sömuleiðis er gott að sjá menntamálayfirvöld bregðast við en á sama tíma er óþarfi að bíða bara eftir þeirra niðurstöðum. Skólar landsins hafa alla burði til þess að bregðast strax við gervigreind á áhrifaríkan hátt, öllum til hagsbóta. Hvort sem litið yrði til ráðlegginga minna eða ekki, hvet ég skólasamfélagið til þess að láta vaða og vera óhrætt við að taka áhættu. Mikilvægast af öllu er að bæði kennarar og nemendur séu hafðir með í ráðum í þeim efnum. Höfundur er framhaldsskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Gervigreind Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á dögunum tjáði Guðmundur Ingi Kristjánsson, mennta- og barnamálaráðherra, sig um stöðu gervigreindar í skólum. Að hans sögn stendur til að skoða hvernig menntamálayfirvöld bregðist við ákalli um skýrar leiðbeiningar og viðmið um gervigreind. Það yrði þó ekki fyrr en í febrúar næstkomandi þegar kennarar klára að prófa gervigreind í sérstöku verkefni Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS). Þetta þykir mér fagnaðarefni því að mikilvægt er að viðfangsefnið verði tæklað vel og vandlega með aðkomu kennara. Auk þess bind ég vonir við að rödd nemenda verði með í því ferli. Að því sögðu tel ég ekkert því til fyrirstöðu að skólar hefjist strax handa við að bregðast við gervigreind af krafti.Gervigreind hefur þegar haft þó nokkur áhrif á skóla undanfarin ár en því erum við enskukennarar vel kunnugir. Allt frá útgáfu ChatGPT 3.5 í lok árs 2022 hefur gervigreind ráðið vel við það sem kennt er í ensku og nýverið hafa hin ýmsu gervigreindarverkfæri náð að gera slíkt hið sama í öðrum greinum. Sjálfum fannst mér mikilvægt að bregðast straxvið áskoruninni meðöðruvísiáherslur í kennslu. Í kjölfarið hef ég heimsótt ýmsa skóla og aðra vinnustaði með fyrirlestra og námskeið í þeim tilgangi að aðstoða þá við að bregðast við gervigreind og að skilja hana betur. Auk þess hef ég fengið tækifæri til að búa til og kenna áfanga um gervigreind í Menntaskólanum við Sund og tekið þátt í að gera ný viðmið um notkun hennar í Háskólanum í Reykjavík, ásamt því að fræða þar nemendur og starfsmenn o.fl. Miðað við það sem ég hef séð er mikinn áhuga og þekkingu að finna í skólum víða um land og ljóst er að þar eru burðir til að gera framsæknar breytingar. Það sem ég legg til Áðurnefnt verkefni MMS er stórt skref í rétta átt en samhliða því væri mikilvægt fyrir skóla að bregðast strax við gervigreind. Um land allt má finna töluverðan mannauð reynslu- og þekkingarmikilla kennara og nemenda sem ráð væri að virkja til þess að útfæra ný viðmið, stefnu og breytingar á kennslu. Þetta ferli er þegar byrjað í ýmsum skólum og ekki eftir neinu að bíða. Gervigreind breytist hratt og kröfurnar sömuleiðis og því fyrr sem hafist verður handa við að aðlagast þessum veruleika, því betri verður útkoman. Slíkar aðgerðir myndu ekki fara á skjön við væntanleg tilmæli menntamálayfirvalda heldur ríma þvert á móti ágætlega við þau.Miðað við eigin reynslu af gervigreind í kennslu, ásamt því sem ég hef kynnst hjá ýmsum skólum, mæli ég með því að skólar fylgi eftirfarandi þremur skrefum til þess að undirbúa sig vel fyrir þann nýja veruleika sem gervigreind býður upp á: 1. Fræðsla fyrir nemendur og kennara. Gott fyrsta skref væri að tryggja að kennarar og nemendur verði á sömu blaðsíðu. Mikilvægt er að sem flestir átti sig á eðli gervigreindar og kostum en einnig takmörkunum hennar. Þá verða kennarar að gæta sín sérstaklega varðandi persónuvernd og nemendur mega sömuleiðis ekki treysta á gervigreind til upplýsingaöflunar. Þess vegna er brýnt að hafa gagnrýna hugsun að leiðarljósi. 2. Skýr og einföld viðmið. Almennt virðist vera óljóst hvað megi nákvæmlega gera í tengslum við gervigreind í námi og kennslu og því væri gott að hafa ramma til að vinna út frá. Í þessu tilfelli þarf ekki endilega nákvæma stefnu heldur geta einföld og skýr viðmið oft dugað til. Mismunandi fög eru kennd í öllum skólum og því þyrftu viðmiðin að vera almenn og opin svo að þau næðu yfir öll svið. 3. Endurskoðun á námsmati og kennsluaðferðum. Eftir að hafa fengið fræðslu og skýran ramma til að vinna með væri gott fyrir kennara að endurmeta það námsmat og kennsluaðferðir sem við á. Gervigreind gerir það að verkum að kennarar geta varla lagt fyrir verkefni og próf í þeirri mynd sem við höfum þekkt í áranna rás. Það er ekki þar með sagt að það þurfi að kollvarpa öllu því sem gert er, enda getur oft dugað að gera bara smávægilegar breytingar. Kennarar eru færustu sérfræðingar á sínum sviðum og því best til þess fallnir að meta hvaða breytingar eigi að gera og hvernig þeim skuli framfylgt. Tækifæri fyrir skólasamfélagið til að ráðast í löngu þarfar breytingar Það getur falið í sér umfangsmikla vinnu að fylgja þessum skrefum en ávinningurinn yrði þess virði. Ég myndi enn fremur ekki líta á þessa vinnu einungis sem viðbrögð við áhrifum gervigreindar. Tilkoma hennar er að mörgu leyti tækifæri fyrir skólasamfélagið til þess að endurhugsa, yfirfara og efla skólana á öllum stigum. Það hefur löngum verið ljóst að mikilvægt sé að gera ýmsar breytingar á kennslu og námi, meðal annars í ljósi tækniframfara undanfarinna áratuga. Svokallað óöruggt námsmat, þar sem nemendur vinna sjálfstætt utan kennslustofu, er gott dæmi um mikilvægan þátt í skólastarfi sem hefur þurft að endurhugsa í þó nokkurn tíma, hvað sem allri umræðu um gervigreind líður. Að mínu mati er jákvætt að sjá hvað skólasamfélagið er áhugasamt um að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem felast í gervigreind. Sömuleiðis er gott að sjá menntamálayfirvöld bregðast við en á sama tíma er óþarfi að bíða bara eftir þeirra niðurstöðum. Skólar landsins hafa alla burði til þess að bregðast strax við gervigreind á áhrifaríkan hátt, öllum til hagsbóta. Hvort sem litið yrði til ráðlegginga minna eða ekki, hvet ég skólasamfélagið til þess að láta vaða og vera óhrætt við að taka áhættu. Mikilvægast af öllu er að bæði kennarar og nemendur séu hafðir með í ráðum í þeim efnum. Höfundur er framhaldsskólakennari
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun