Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar 18. nóvember 2025 09:17 Fyrirkomulag markaða hefur afgerandi áhrif á kjör neytenda, bæði hvað varðar verðlagningu og aðgengi að vörum og þjónustu. Þegar samkeppni er takmörkuð, hvort sem það er vegna fákeppni, einokunar eða samráðs meðal fyrirtækja, getur það leitt til lakari niðurstöðu fyrir almenning en ella. Saga og samtími á Íslandi bjóða upp á mörg dæmi um þetta, allt frá dreifingu kvikmynda til smásölu og veðmálaþjónustu. Seinkaðar kvikmyndasýningar og miðaverð Fyrir nokkrum áratugum var íslenskur kvikmyndamarkaður með þeim hætti að nýjustu erlendu bíómyndirnar bárust ekki til landsins fyrr en löngu eftir frumsýningu erlendis. Sumir minnast þess jafnvel að hafa ferðast til útlanda gagngert til að sjá nýjar kvikmyndir. Ástæðan fyrir þessari stöðu var meðal annars samstarf innlendra kvikmyndahúsaeigenda, sem í gegnum félag sitt skiptu með sér umboðum fyrir erlenda framleiðendur. Þetta fyrirkomulag dró úr samkeppni um sýningarréttinn og leiddi til þess að myndir voru almennt tveggja til þriggja ára gamlar þegar þær loks komu í bíó á Íslandi. Ríkissjónvarpið sýndi svo sjaldan myndir sem voru yngri en fimmtán ára. Almenningur sætti sig við þessar tafir, enda var sú skýring oft gefin að innkaup á sýningarrétti nýrra mynda væru kostnaðarsöm. Það sem hins vegar fór lægra var að samkomulag kvikmyndahúsaeigenda kom í veg fyrir raunverulega samkeppni. Því endurspeglaði miðaverðið ekki endilega kostnað, heldur frekar skort á samkeppnislegu aðhaldi sem hefði getað þrýst verði niður og flýtt fyrir sýningum. Einokun, heildsala og smásöluálagning Svipað mynstur má sjá í öðrum geirum þar sem samkeppni er takmörkuð. Einokunarverslanir ríkisins með áfengi eru reknar með afar lágri smásöluálagningu, 12–18%, sem hefur ekkert með vöruverð til neytenda að gera. Þar sem stofnuninni er gert að versla við fáa innlenda heildsala í stað þess að flytja inn vörur beint verður heildsöluálagningin hærri en ella. Í slíkum tilfellum er ávinningurinn af lágri smásöluálagningu þegar horfinn áður en varan kemur í hillurnar. Innlend veðmál og erlend samkeppni Í dag má sjá merki um svipaða þróun á veðmálamarkaði. Nokkur innlend fyrirtæki í þessum geira eiga í harðri samkeppni við stóra, erlenda þjónustuveitendur. Í þeirri baráttu hefur því verið haldið fram að erlendu fyrirtækin starfi ólöglega, jafnvel þótt mörg þeirra séu með gild starfsleyfi í sínum heimalöndum og sum hver skráð á hlutabréfamarkað. Það er vel þekkt staðreynd að í fjárhættuspilum hefur rekstraraðilinn, eða „húsið“, alltaf forskot til lengri tíma litið. Munurinn liggur hins vegar í vinningshlutföllum, eða hversu stór hluti af veðjuðu fé er greiddur aftur til spilara. Á samkeppnismarkaði þar sem margir aðilar keppa um hylli viðskiptavina er líklegt að þessi hlutföll séu hagstæðari fyrir neytendur. Þegar innlendir aðilar bjóða upp á umtalsvert lakari vinningshlutföll en það sem þekkist á alþjóðlegum markaði má færa rök fyrir því að neytendur sem velja þá kosti fái minna fyrir peninginn. Í þessu samhengi er áhugavert að velta fyrir sér hvort röksemdir um meint ólögmæti erlendra samkeppnisaðila hafi tilætluð áhrif á þann hóp neytenda sem kýs að nýta sér þjónustu með lakari kjörum. Fjárhættuspil hefur verið skilgreint sem skattur á heimsku og hugsanlega virkar hræðsluáróður á þá heimskustu enda vísar orðið heimska til þeirra sem alltaf sátu heima, nokkuskonar andstaða við orðatiltækið vits er þörf þeim er víða ratar. Höfundur er eigandi Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrirkomulag markaða hefur afgerandi áhrif á kjör neytenda, bæði hvað varðar verðlagningu og aðgengi að vörum og þjónustu. Þegar samkeppni er takmörkuð, hvort sem það er vegna fákeppni, einokunar eða samráðs meðal fyrirtækja, getur það leitt til lakari niðurstöðu fyrir almenning en ella. Saga og samtími á Íslandi bjóða upp á mörg dæmi um þetta, allt frá dreifingu kvikmynda til smásölu og veðmálaþjónustu. Seinkaðar kvikmyndasýningar og miðaverð Fyrir nokkrum áratugum var íslenskur kvikmyndamarkaður með þeim hætti að nýjustu erlendu bíómyndirnar bárust ekki til landsins fyrr en löngu eftir frumsýningu erlendis. Sumir minnast þess jafnvel að hafa ferðast til útlanda gagngert til að sjá nýjar kvikmyndir. Ástæðan fyrir þessari stöðu var meðal annars samstarf innlendra kvikmyndahúsaeigenda, sem í gegnum félag sitt skiptu með sér umboðum fyrir erlenda framleiðendur. Þetta fyrirkomulag dró úr samkeppni um sýningarréttinn og leiddi til þess að myndir voru almennt tveggja til þriggja ára gamlar þegar þær loks komu í bíó á Íslandi. Ríkissjónvarpið sýndi svo sjaldan myndir sem voru yngri en fimmtán ára. Almenningur sætti sig við þessar tafir, enda var sú skýring oft gefin að innkaup á sýningarrétti nýrra mynda væru kostnaðarsöm. Það sem hins vegar fór lægra var að samkomulag kvikmyndahúsaeigenda kom í veg fyrir raunverulega samkeppni. Því endurspeglaði miðaverðið ekki endilega kostnað, heldur frekar skort á samkeppnislegu aðhaldi sem hefði getað þrýst verði niður og flýtt fyrir sýningum. Einokun, heildsala og smásöluálagning Svipað mynstur má sjá í öðrum geirum þar sem samkeppni er takmörkuð. Einokunarverslanir ríkisins með áfengi eru reknar með afar lágri smásöluálagningu, 12–18%, sem hefur ekkert með vöruverð til neytenda að gera. Þar sem stofnuninni er gert að versla við fáa innlenda heildsala í stað þess að flytja inn vörur beint verður heildsöluálagningin hærri en ella. Í slíkum tilfellum er ávinningurinn af lágri smásöluálagningu þegar horfinn áður en varan kemur í hillurnar. Innlend veðmál og erlend samkeppni Í dag má sjá merki um svipaða þróun á veðmálamarkaði. Nokkur innlend fyrirtæki í þessum geira eiga í harðri samkeppni við stóra, erlenda þjónustuveitendur. Í þeirri baráttu hefur því verið haldið fram að erlendu fyrirtækin starfi ólöglega, jafnvel þótt mörg þeirra séu með gild starfsleyfi í sínum heimalöndum og sum hver skráð á hlutabréfamarkað. Það er vel þekkt staðreynd að í fjárhættuspilum hefur rekstraraðilinn, eða „húsið“, alltaf forskot til lengri tíma litið. Munurinn liggur hins vegar í vinningshlutföllum, eða hversu stór hluti af veðjuðu fé er greiddur aftur til spilara. Á samkeppnismarkaði þar sem margir aðilar keppa um hylli viðskiptavina er líklegt að þessi hlutföll séu hagstæðari fyrir neytendur. Þegar innlendir aðilar bjóða upp á umtalsvert lakari vinningshlutföll en það sem þekkist á alþjóðlegum markaði má færa rök fyrir því að neytendur sem velja þá kosti fái minna fyrir peninginn. Í þessu samhengi er áhugavert að velta fyrir sér hvort röksemdir um meint ólögmæti erlendra samkeppnisaðila hafi tilætluð áhrif á þann hóp neytenda sem kýs að nýta sér þjónustu með lakari kjörum. Fjárhættuspil hefur verið skilgreint sem skattur á heimsku og hugsanlega virkar hræðsluáróður á þá heimskustu enda vísar orðið heimska til þeirra sem alltaf sátu heima, nokkuskonar andstaða við orðatiltækið vits er þörf þeim er víða ratar. Höfundur er eigandi Sante.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun