Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar 18. nóvember 2025 08:32 Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) hefur á undanförnum árum markvisst aukið og eflt þjónustu við íbúa í sveitarfélaginu og á Suðurlandi. Stofnunin hefur með mikilli fagmennsku byggt upp mikilvæga þjónustu svo sem krabbameinsmeðferðir, geðheilbrigðisþjónustu, bráðalyflækningadeild og heimaspítala. Þá hefur stofnunin í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg unnið að verkefninu Gott að eldast sem miðar að því að veita faglega og samfellda velferðar- og heilbrigðisþjónustu í Árborg. Það sem hér er upptalið eru aðeins brot af þeim mikilvægu verkefnum sem HSU stendur fyrir með það að markmiði að veita heilbrigðisþjónustu fyrir íbúa og gesti svæðisins. Álagið hefur aukist samhliða fjölgun íbúa á starfssvæði stofnunarinnar Frá árinu 2008 hefur íbúum í Árnessýslu fjölgað úr 15.167 í 22.520 árið 2025, sem jafngildir um 48% fjölgun samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Á sama tímabili hafa komur erlendra ferðamanna til landsins fimmfaldast og stór hluti þeirra heimsækir starfssvæði HSU. Auk íbúafjölgunar og ferðamanna eru á svæðinu um átta þúsund sumarhús og fjöldi gisti- og tjaldsvæða. Það er því ljóst að þegar slys, sjúkdómar eða önnur bráð veikindi koma upp leitar fjölmennur hópur fólks til HSU eftir þjónustu. Þegar rýnt er í gögn úr ársskýrslu HSU kemur fram að árið 2019 voru 14.765 komur á bráðamóttöku HSU á Selfossi en árið 2023 hafði þeim fjölgað í 20.073. Þetta er aukning um 5.308 komur eða 36% á fjórum árum sem samsvarar um fjórtán fleiri komum á dag að meðaltali. Til samanburðar voru 17.147 komur á bráðamóttökuna á Akureyri árið 2023, sem undirstrikar umfang og mikilvægi þjónustunnar á Selfossi. Þá hafa legudagar á lyflækningadeild HSU á Selfossi einnig aukist töluvert eða úr 5.555 árið 2019 í 7.316 árið 2023. Þá hefur meðallegutími nær tvöfaldast á sama tímabili eða úr 7,5 dögum í 15,3 daga. Þessi mikla fjölgun á svæðinu ásamt auknum fjölda þeirra sem leita heilbrigðisþjónustu hjá HSU kallar bæði á fjölgun starfsfólks en ekki síður á aukið húsnæði. Aðkallandi og alvarleg þörf á stærra og endurbættu húsnæði Síðast var byggt við sjúkrahúsið á Selfossi árið 2008 að undanskildu hjúkrunarheimilinu Móbergi, sem byggt var eftir lokun á tveimur öðrum hjúkrunarheimilum á svæðinu. Eitt sinn stóð til að byggja aðra hæð ofan á elsta hluta sjúkrahússins á Selfossi. Vinna við það verkefni var langt komin þegar í ljós kom að framkvæmdin reyndist ekki tæknilega möguleg. Síðan þá hefur lítil sem engin framþróun átt sér stað af hálfu Framkvæmdasýslu ríkisins. Aðkallandi þörf er á að ráðast í viðbyggingu við sjúkrahúsið á Selfossi og leysa þann mikla húsnæðisvanda sem HSU stendur frammi fyrir. Nægt landsvæði er til staðar við sjúkrahúsið og mun sveitarfélagið Árborg standa með stofnuninni í að skipuleggja það land sem þarf til. Með uppbyggingu á húsnæði HSU er lagður grunnur að því að stofnunin geti haldið áfram að mæta vaxandi þörfum samfélagsins og sinnt sínu mikilvæga hlutverki. Ákall sveitarfélaga á Suðurlandi Á ársfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga bókuðu sveitarfélögin sameiginlega ályktun þar sem þau kalla eftir tafarlausum aðgerðum: „Uppbygging húsnæðis Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Ársþing SASS, haldið á Kirkjubæjarklaustri 23. - 24. október, skorar á ríkisvaldið að setja uppbyggingu, endurbætur og viðhald Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi í forgang.“ Þessi samhljóða afstaða sveitarfélaganna undirstrikar alvarleika málsins og sýnir að vandinn er ekki einangraður við stofnunina sjálfa heldur snertir alla íbúa á Suðurlandi. Áskorun til stjórnvalda Íbúaþróun og fjölgun ferðamanna á undanförnum árum hefur aukið verulega álag á starfsfólk og starfsaðstöðu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þrátt fyrir þetta mikla álag og skort á viðeigandi aðstöðu hefur starfsfólk HSU sýnt einstaka þrautseigju og staðið vörð um starfsemi stofnunarinnar svo eftir því er tekið. Slík staðfesta er þó ekki sjálfbær til lengdar. Án aukinna fjárveitinga til nauðsynlegra lagfæringa og stækkunar húsnæðis verður sífellt erfiðara að mæta vaxandi eftirspurn eftir þjónustu. Núverandi ástand er ekki viðunandi til framtíðar og kallar á tafarlaus og markviss viðbrögð stjórnvalda. Nú er tími kominn til að stjórnvöld taki af skarið! Mannauðurinn er til staðar — það sem vantar er aukið húsnæði og betri starfsaðstæður. Höfundur er formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Suðurlands Árborg Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) hefur á undanförnum árum markvisst aukið og eflt þjónustu við íbúa í sveitarfélaginu og á Suðurlandi. Stofnunin hefur með mikilli fagmennsku byggt upp mikilvæga þjónustu svo sem krabbameinsmeðferðir, geðheilbrigðisþjónustu, bráðalyflækningadeild og heimaspítala. Þá hefur stofnunin í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg unnið að verkefninu Gott að eldast sem miðar að því að veita faglega og samfellda velferðar- og heilbrigðisþjónustu í Árborg. Það sem hér er upptalið eru aðeins brot af þeim mikilvægu verkefnum sem HSU stendur fyrir með það að markmiði að veita heilbrigðisþjónustu fyrir íbúa og gesti svæðisins. Álagið hefur aukist samhliða fjölgun íbúa á starfssvæði stofnunarinnar Frá árinu 2008 hefur íbúum í Árnessýslu fjölgað úr 15.167 í 22.520 árið 2025, sem jafngildir um 48% fjölgun samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Á sama tímabili hafa komur erlendra ferðamanna til landsins fimmfaldast og stór hluti þeirra heimsækir starfssvæði HSU. Auk íbúafjölgunar og ferðamanna eru á svæðinu um átta þúsund sumarhús og fjöldi gisti- og tjaldsvæða. Það er því ljóst að þegar slys, sjúkdómar eða önnur bráð veikindi koma upp leitar fjölmennur hópur fólks til HSU eftir þjónustu. Þegar rýnt er í gögn úr ársskýrslu HSU kemur fram að árið 2019 voru 14.765 komur á bráðamóttöku HSU á Selfossi en árið 2023 hafði þeim fjölgað í 20.073. Þetta er aukning um 5.308 komur eða 36% á fjórum árum sem samsvarar um fjórtán fleiri komum á dag að meðaltali. Til samanburðar voru 17.147 komur á bráðamóttökuna á Akureyri árið 2023, sem undirstrikar umfang og mikilvægi þjónustunnar á Selfossi. Þá hafa legudagar á lyflækningadeild HSU á Selfossi einnig aukist töluvert eða úr 5.555 árið 2019 í 7.316 árið 2023. Þá hefur meðallegutími nær tvöfaldast á sama tímabili eða úr 7,5 dögum í 15,3 daga. Þessi mikla fjölgun á svæðinu ásamt auknum fjölda þeirra sem leita heilbrigðisþjónustu hjá HSU kallar bæði á fjölgun starfsfólks en ekki síður á aukið húsnæði. Aðkallandi og alvarleg þörf á stærra og endurbættu húsnæði Síðast var byggt við sjúkrahúsið á Selfossi árið 2008 að undanskildu hjúkrunarheimilinu Móbergi, sem byggt var eftir lokun á tveimur öðrum hjúkrunarheimilum á svæðinu. Eitt sinn stóð til að byggja aðra hæð ofan á elsta hluta sjúkrahússins á Selfossi. Vinna við það verkefni var langt komin þegar í ljós kom að framkvæmdin reyndist ekki tæknilega möguleg. Síðan þá hefur lítil sem engin framþróun átt sér stað af hálfu Framkvæmdasýslu ríkisins. Aðkallandi þörf er á að ráðast í viðbyggingu við sjúkrahúsið á Selfossi og leysa þann mikla húsnæðisvanda sem HSU stendur frammi fyrir. Nægt landsvæði er til staðar við sjúkrahúsið og mun sveitarfélagið Árborg standa með stofnuninni í að skipuleggja það land sem þarf til. Með uppbyggingu á húsnæði HSU er lagður grunnur að því að stofnunin geti haldið áfram að mæta vaxandi þörfum samfélagsins og sinnt sínu mikilvæga hlutverki. Ákall sveitarfélaga á Suðurlandi Á ársfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga bókuðu sveitarfélögin sameiginlega ályktun þar sem þau kalla eftir tafarlausum aðgerðum: „Uppbygging húsnæðis Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Ársþing SASS, haldið á Kirkjubæjarklaustri 23. - 24. október, skorar á ríkisvaldið að setja uppbyggingu, endurbætur og viðhald Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi í forgang.“ Þessi samhljóða afstaða sveitarfélaganna undirstrikar alvarleika málsins og sýnir að vandinn er ekki einangraður við stofnunina sjálfa heldur snertir alla íbúa á Suðurlandi. Áskorun til stjórnvalda Íbúaþróun og fjölgun ferðamanna á undanförnum árum hefur aukið verulega álag á starfsfólk og starfsaðstöðu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þrátt fyrir þetta mikla álag og skort á viðeigandi aðstöðu hefur starfsfólk HSU sýnt einstaka þrautseigju og staðið vörð um starfsemi stofnunarinnar svo eftir því er tekið. Slík staðfesta er þó ekki sjálfbær til lengdar. Án aukinna fjárveitinga til nauðsynlegra lagfæringa og stækkunar húsnæðis verður sífellt erfiðara að mæta vaxandi eftirspurn eftir þjónustu. Núverandi ástand er ekki viðunandi til framtíðar og kallar á tafarlaus og markviss viðbrögð stjórnvalda. Nú er tími kominn til að stjórnvöld taki af skarið! Mannauðurinn er til staðar — það sem vantar er aukið húsnæði og betri starfsaðstæður. Höfundur er formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar