Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar 17. nóvember 2025 12:32 Átakalínur íslenskra stjórnmála hafa sjaldan orðið ljósari en í átökunum á Alþingi um veiðigjaldið. Þegar almannahagsmunir höfðu loksins betur gegn sérhagsmununum þó aðeins væri um áfangasigur að ræða. Þegar veiðigjaldi var loksins komið á fyrir margt löngu var það gert með þeim hætti að leggja á gjald sem miðaðist við afar umdeilt skiptaverð sjávarafla. Alla tíð var ljóst að viðmiðunarverðið gaf ekki rétta mynd af þeim verðmætum sem því var ætlað. Þegar svo kemur fram betra viðmið sem tekur mið af raunverulegu markaðsverði hefði mátt ætla að allir hefðu glaðst yfir að hér væri kominn hlutlaus mælikvarði til ákvörðunar veiðigjaldsins. En það var öðru nær eins og berlega kom í ljós enda snerist veiðigjaldamálið aldrei um að komast að „réttri“ niðurstöðu. Af hálfu Sjálfstæðis- Framsóknar- og Miðflokks stóð deilan aldrei um þessa fáeinu milljarða sem átti að hækka veiðigjaldið heldur að það skyldu vera til stjórnvöld í landinu sem leyfðu sér að taka ákvarðanir um málefni sjávarútvegsins án þess að fá fyrst leyfi til þess hjá Samtökum sjávarútvegsins, SFS. Það leyfi hefði að sjálfsögðu aldrei fengist þar sem veiðigjaldið jók útgjöld útgerðarinnar. Hin sjúklega afstaða Svo lítið sást stjórnarandstaðan fyrir, að frekar en láta af málþófi í vor þá stöðvaði hún þjóðþrifamál sem hún var sammála ríkistjórninni um, auk annarra mála sem hún sannarleg stóð gegn. Meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan gumaði af að hafa stöðvað, var tillaga ríkisstjórnarinnar um þá sjálfsögðu breytingu að greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga rynnu til þeirra sveitarfélaga sem þyrftu á þeim framlögum að halda, vegna útgjalda sem önnur sveitarfélög verða ekki fyrir. Þetta geta t.d. verið útgjöld vegna útlendingamála. Líkt og í tilfelli sjávarútvegsins, þar sem veiðigjöld hafa aldreið staðið undir útgjöldum ríkisins vegna hans, þá var hér fundinn nýr „bótaþegi“ fyrir framlög ríkisins, sveitarfélög sem ekki þurfa á framlögum að halda skyldu samt þiggja fé úr ríkissjóði. Sennilega verður það ekki fyrr en nær dregur jólafríi Alþingis að kemur í ljós hvort stjórnarandstaðan hyggst að nýju beita málþófi til að standa gegn því að réttkjörinn meirihluti á Alþingi nái sínum málum fram. Málþóf ætti með réttu að vera leið stjórnarandstöðu til þess að fá stjórnvöld til að fallast á að leggja umdeild má í dóm þjóðarinnar. Það er deginum ljósara að stjórnarandstaðan mátti ekki til þess hugsa að þjóðin ætti síðasta orðið um veiðigjaldið. Segir það ekki allt sem segja þarf um heilindi stjórnarandstöðunnar? Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Alþingi Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Átakalínur íslenskra stjórnmála hafa sjaldan orðið ljósari en í átökunum á Alþingi um veiðigjaldið. Þegar almannahagsmunir höfðu loksins betur gegn sérhagsmununum þó aðeins væri um áfangasigur að ræða. Þegar veiðigjaldi var loksins komið á fyrir margt löngu var það gert með þeim hætti að leggja á gjald sem miðaðist við afar umdeilt skiptaverð sjávarafla. Alla tíð var ljóst að viðmiðunarverðið gaf ekki rétta mynd af þeim verðmætum sem því var ætlað. Þegar svo kemur fram betra viðmið sem tekur mið af raunverulegu markaðsverði hefði mátt ætla að allir hefðu glaðst yfir að hér væri kominn hlutlaus mælikvarði til ákvörðunar veiðigjaldsins. En það var öðru nær eins og berlega kom í ljós enda snerist veiðigjaldamálið aldrei um að komast að „réttri“ niðurstöðu. Af hálfu Sjálfstæðis- Framsóknar- og Miðflokks stóð deilan aldrei um þessa fáeinu milljarða sem átti að hækka veiðigjaldið heldur að það skyldu vera til stjórnvöld í landinu sem leyfðu sér að taka ákvarðanir um málefni sjávarútvegsins án þess að fá fyrst leyfi til þess hjá Samtökum sjávarútvegsins, SFS. Það leyfi hefði að sjálfsögðu aldrei fengist þar sem veiðigjaldið jók útgjöld útgerðarinnar. Hin sjúklega afstaða Svo lítið sást stjórnarandstaðan fyrir, að frekar en láta af málþófi í vor þá stöðvaði hún þjóðþrifamál sem hún var sammála ríkistjórninni um, auk annarra mála sem hún sannarleg stóð gegn. Meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan gumaði af að hafa stöðvað, var tillaga ríkisstjórnarinnar um þá sjálfsögðu breytingu að greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga rynnu til þeirra sveitarfélaga sem þyrftu á þeim framlögum að halda, vegna útgjalda sem önnur sveitarfélög verða ekki fyrir. Þetta geta t.d. verið útgjöld vegna útlendingamála. Líkt og í tilfelli sjávarútvegsins, þar sem veiðigjöld hafa aldreið staðið undir útgjöldum ríkisins vegna hans, þá var hér fundinn nýr „bótaþegi“ fyrir framlög ríkisins, sveitarfélög sem ekki þurfa á framlögum að halda skyldu samt þiggja fé úr ríkissjóði. Sennilega verður það ekki fyrr en nær dregur jólafríi Alþingis að kemur í ljós hvort stjórnarandstaðan hyggst að nýju beita málþófi til að standa gegn því að réttkjörinn meirihluti á Alþingi nái sínum málum fram. Málþóf ætti með réttu að vera leið stjórnarandstöðu til þess að fá stjórnvöld til að fallast á að leggja umdeild má í dóm þjóðarinnar. Það er deginum ljósara að stjórnarandstaðan mátti ekki til þess hugsa að þjóðin ætti síðasta orðið um veiðigjaldið. Segir það ekki allt sem segja þarf um heilindi stjórnarandstöðunnar? Höfundur er hagfræðingur.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun