Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 21:32 Opið bréf til Umhverfis- og orkustofnunar Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar þann 9. júlí 2025 um ólögmæti Hvammsvirkjunar veittuð þið þann 11. ágúst 2025, Landsvirkjun bráðabirgðaleyfi til undirbúnings Hvammsvirkjunar. Virkjunarleyfi til bráðbirgða, sem sérfræðingarnir í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telja tóma lögleysu og vildu ógilda í úrskurði fyrir tveimur vikum. Samkvæmt bráðabirgðaleyfinu eru heimilaðar: undirbúningsframkvæmdir sem felast í uppsetningu vinnubúða, aðkomuvegi og annarri vegagerð innan framkvæmdasvæðis og efnisvinnslu fyrir vegagerð auk raf-, fjar- og hitavatnsveitu vinnubúða- og framkvæmdasvæðis. Frá því í lok ágúst hafa farið fram svokallaðar presplit sprengingar, alla jafna tvisvar í viku, en presplit sprengingar eru kraftmiklar sprengingar og háværar eins og kemur fram hjá tengilið Landsvirkjunar á facebook hóp íbúa hér í sveit. Að jafnaði er frátekinn tími frá kl. 12-17. Sem sagt tveir heilir eftirmiðdagar í viku. Háværar og umfangsmiklar sprengingar hafa því dunið hér í sveit í bráðum þrjá mánuði, með þeim hættum sem því fylgja. Ekki mun ástandið batna ef farið verður í hina eiginlegu framkvæmd með uppistöðulóni, stíflum, frárennslisskurði og enn frekari vegagerð. Undirrituð óskaði eftir við tengilið Landsvirkjunar að fá upplýsingar um slysa- og áhættumat er varðar íbúa m.a. vegna sprenginga, aukinnar umferðar og þungaflutninga, en engar slíkar upplýsingar var að finna á þeim tengli sem viðkomandi sendi sem svar við fyrirspurn minni. Þann 28. október s.l. setti starfsmaður Landsvirkjunar tengil á upplýsingavef Landsvirkjunar á fyrrnefndan vef íbúa. Þar kom fram eftirfarandi: Áfram er unnið að undirbúnings–framkvæmdum í Hvammi, en þar fer fram efnislosun og er því sprengt daglega. Efnið er svo flutt í vinnslu eða á lager eftir því sem við á. Að jafnaði eru um 10-20 manns á svæðinu við vinnu og hátt í 30 tæki. Þótti nú konu í sveit orðnar ansi umfangmiklar framkvæmdir og sprengingar við gerð vegar og aðstöðu fyrir vinnubúðir. Þann 13.nóvember kom eftirfarandi tilkynning inn á vef íbúa: Verktaki Landsvirkjunar, sem annast undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun, hefur hafið næturvaktir við efnisvinnslu á svæðinu. Um er að ræða eina gröfu, tvo brjóta og hjólaskóflu sem verða við störf yfir nóttina. Ekki verður keyrt á trukkum né unnið í frárennslisskurði á næturvöktum. Samkvæmt bráðabirgðaleyfi ríkisstjórnar hefur Landsvirkjun ekki leyfi til þess að vinna að gerð frárennslisskurðar. Skýrt kemur fram í bráðarbirgðarleyfinu að: Framkvæmdaleyfis–umsóknin tekur ekki til framkvæmda sem eru í eða við vatnsfarvegi og munu framkvæmdirnar því hvorki hafa bein eða óbein áhrif á vatnshlot, ástand vatnshlota eða umhverfismarkmið þeirra. Það er öllum þeim sem þekkja til laga um stjórn vatnamála (36/2011) ljóst að frárennsliskurðurinn er skilgreint vatnshlot, svokallað manngert vatnshlot. Bráðabirgðaleyfið nær því ekki til þess að vinna að þeirri framkvæmd. Landsvirkjun á að vera það ljóst, sinni hún skyldum sínum með eðlilegum hætti. Svo virðist þó sem sveitastjórn Rangárþings ytra hafi gefið út framkvæmdarleyfi fyrir skurðinum en aftur, Landsvirkjun á að vita að leyfi hvað skurðinn varðar féll ekki undir bráðabirgðarleyfið og stenst leyfi Rangárþings ytra ekki skoðun. Ég óska hér með eftir að farið verði að lögum um þessa framkvæmd, slíkt er eðlileg lágmarks krafa, og að vinnsla að fráveituskurði verði stöðvuð strax. Með þessu opna bréfi til Umhverfis- og orkustofnunar er þessu því komið á framfæri. Höfundur er líffræðingur og varasveitarstjórnarfulltrúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Umhverfis- og orkustofnunar Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar þann 9. júlí 2025 um ólögmæti Hvammsvirkjunar veittuð þið þann 11. ágúst 2025, Landsvirkjun bráðabirgðaleyfi til undirbúnings Hvammsvirkjunar. Virkjunarleyfi til bráðbirgða, sem sérfræðingarnir í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telja tóma lögleysu og vildu ógilda í úrskurði fyrir tveimur vikum. Samkvæmt bráðabirgðaleyfinu eru heimilaðar: undirbúningsframkvæmdir sem felast í uppsetningu vinnubúða, aðkomuvegi og annarri vegagerð innan framkvæmdasvæðis og efnisvinnslu fyrir vegagerð auk raf-, fjar- og hitavatnsveitu vinnubúða- og framkvæmdasvæðis. Frá því í lok ágúst hafa farið fram svokallaðar presplit sprengingar, alla jafna tvisvar í viku, en presplit sprengingar eru kraftmiklar sprengingar og háværar eins og kemur fram hjá tengilið Landsvirkjunar á facebook hóp íbúa hér í sveit. Að jafnaði er frátekinn tími frá kl. 12-17. Sem sagt tveir heilir eftirmiðdagar í viku. Háværar og umfangsmiklar sprengingar hafa því dunið hér í sveit í bráðum þrjá mánuði, með þeim hættum sem því fylgja. Ekki mun ástandið batna ef farið verður í hina eiginlegu framkvæmd með uppistöðulóni, stíflum, frárennslisskurði og enn frekari vegagerð. Undirrituð óskaði eftir við tengilið Landsvirkjunar að fá upplýsingar um slysa- og áhættumat er varðar íbúa m.a. vegna sprenginga, aukinnar umferðar og þungaflutninga, en engar slíkar upplýsingar var að finna á þeim tengli sem viðkomandi sendi sem svar við fyrirspurn minni. Þann 28. október s.l. setti starfsmaður Landsvirkjunar tengil á upplýsingavef Landsvirkjunar á fyrrnefndan vef íbúa. Þar kom fram eftirfarandi: Áfram er unnið að undirbúnings–framkvæmdum í Hvammi, en þar fer fram efnislosun og er því sprengt daglega. Efnið er svo flutt í vinnslu eða á lager eftir því sem við á. Að jafnaði eru um 10-20 manns á svæðinu við vinnu og hátt í 30 tæki. Þótti nú konu í sveit orðnar ansi umfangmiklar framkvæmdir og sprengingar við gerð vegar og aðstöðu fyrir vinnubúðir. Þann 13.nóvember kom eftirfarandi tilkynning inn á vef íbúa: Verktaki Landsvirkjunar, sem annast undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun, hefur hafið næturvaktir við efnisvinnslu á svæðinu. Um er að ræða eina gröfu, tvo brjóta og hjólaskóflu sem verða við störf yfir nóttina. Ekki verður keyrt á trukkum né unnið í frárennslisskurði á næturvöktum. Samkvæmt bráðabirgðaleyfi ríkisstjórnar hefur Landsvirkjun ekki leyfi til þess að vinna að gerð frárennslisskurðar. Skýrt kemur fram í bráðarbirgðarleyfinu að: Framkvæmdaleyfis–umsóknin tekur ekki til framkvæmda sem eru í eða við vatnsfarvegi og munu framkvæmdirnar því hvorki hafa bein eða óbein áhrif á vatnshlot, ástand vatnshlota eða umhverfismarkmið þeirra. Það er öllum þeim sem þekkja til laga um stjórn vatnamála (36/2011) ljóst að frárennsliskurðurinn er skilgreint vatnshlot, svokallað manngert vatnshlot. Bráðabirgðaleyfið nær því ekki til þess að vinna að þeirri framkvæmd. Landsvirkjun á að vera það ljóst, sinni hún skyldum sínum með eðlilegum hætti. Svo virðist þó sem sveitastjórn Rangárþings ytra hafi gefið út framkvæmdarleyfi fyrir skurðinum en aftur, Landsvirkjun á að vita að leyfi hvað skurðinn varðar féll ekki undir bráðabirgðarleyfið og stenst leyfi Rangárþings ytra ekki skoðun. Ég óska hér með eftir að farið verði að lögum um þessa framkvæmd, slíkt er eðlileg lágmarks krafa, og að vinnsla að fráveituskurði verði stöðvuð strax. Með þessu opna bréfi til Umhverfis- og orkustofnunar er þessu því komið á framfæri. Höfundur er líffræðingur og varasveitarstjórnarfulltrúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun