Læknir sakaður um 25 morð kærir vinnuveitendur fyrir meiðyrði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2019 09:52 William Husel í dómssal. ap/Kantele Franko Læknir sem sakaður er um að hafa valdið dauða tuttugu og fimm sjúklinga sinna með því að fyrirskipa að þeim yrði gefinn of stór skammtur verkjalyfja hefur kært fyrrum vinnuveitendur sína fyrir meiðyrði. Hann segir að hann hafi ekki gert neitt rangt og hann hafi ekki brotið reglur sjúkrahússins um líknarmeðferðir. William Husel, læknir sem sakaður er um morðin, lagði fram kæruna á fimmtudag í Franklin héraði gegn Mount Carmel Health kerfinu á Columbus svæðinu í Ohio og móðurfélagi þess, Trinity Health Corp. „Það eru engar ýkjur að segja að Dr. Husel hefur verið fórnarlamb svívirðilegar meiðyrðingar í Ohio á síðari árum,“ stóð í kærunni. Þá sagði að sjúklingarnir hafi látist vegna heilbrigðiskvilla sinna, ekki vegna fantanyl gjafar sem Husel fyrirskipaði. Fentanyl er sterkt verkjalyf af ópíóíða ætt og er skylt morfíni. Husel segist einnig aldrei hafa fengið viðeigandi þjálfun um framgang mála á spítalanum þegar hann var ráðinn þangað árið 2013 sem læknir á gjörgæslu og að hann hafi verið valinn læknir ársins árið 2014. Í kæru Husel gegn spítalanum kemur fram að hann krefjist minnst 50 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmum sex milljónum íslenskra króna, í skaðabætur ásamt lögmannskostnaðar. Mount Carmel og Trinity Health svöruðu kærunni opinberlega á laugardag og sögðu í tilkynningu að ásakanir Husel væru tilhæfulausar. „Við kláruðum rannsókn á meðferðum sem Dr. William Husel veitti sjúklingum og stöndum með okkar ákvörðunum,“ sagði í tilkynningunni. Talsmenn Mount Carmel sögðu í janúar fyrir tæpu ári síðan, eftir að hafa lagt fram fyrstu af tuttugu og fimm kærum vegna meðferðar sem Husel veitti, að hann hafi fyrirskipað gjöf á allt of háum skömmtum, jafnvel banvænum. Þetta hafi hann gert fyrir að minnsta kosti 27 sjúklinga sem voru nærri dauða en lífi eftir að fjölskyldur báðu um að ástvinir þeirra yrðu settir á líknandi meðferð. Sjúkrahúsið sagði einnig að Husel hafi verið rekinn og að hjúkrunar- og lyfjafræðingar sem hafi komið að málinu hafi einnig verið „fjarlægðir.“ Lyfjafræðingur og níu hjúkrunarfræðingar kærðu Mount Carmel sjúkrahúsið í þessum mánuði og halda því fram að Husel hafi ekkert rangt gert. Í ákæru þeirra kemur fram að framkvæmdarstjórn sjúkrahússins hafi ekki vitað um viðtekna staðla í aðhlynningu sjúklinga á banasænginni. Nú er verið að skoða hjá heilbrigðisyfirvöldum í Ohio hvort tuttugu og fimm hjúkrunarfræðingar og þrír lyfjafræðingar sem störfuðu hjá Mount Carmel eigi að missa starfsleyfi sín. Husel missti starfsleyfi sitt í janúar. Hann var ákærður í júní fyrir tuttugu og fimm morð og hefur lýst yfir sakleysi sínu. Bandaríkin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Læknir sem sakaður er um að hafa valdið dauða tuttugu og fimm sjúklinga sinna með því að fyrirskipa að þeim yrði gefinn of stór skammtur verkjalyfja hefur kært fyrrum vinnuveitendur sína fyrir meiðyrði. Hann segir að hann hafi ekki gert neitt rangt og hann hafi ekki brotið reglur sjúkrahússins um líknarmeðferðir. William Husel, læknir sem sakaður er um morðin, lagði fram kæruna á fimmtudag í Franklin héraði gegn Mount Carmel Health kerfinu á Columbus svæðinu í Ohio og móðurfélagi þess, Trinity Health Corp. „Það eru engar ýkjur að segja að Dr. Husel hefur verið fórnarlamb svívirðilegar meiðyrðingar í Ohio á síðari árum,“ stóð í kærunni. Þá sagði að sjúklingarnir hafi látist vegna heilbrigðiskvilla sinna, ekki vegna fantanyl gjafar sem Husel fyrirskipaði. Fentanyl er sterkt verkjalyf af ópíóíða ætt og er skylt morfíni. Husel segist einnig aldrei hafa fengið viðeigandi þjálfun um framgang mála á spítalanum þegar hann var ráðinn þangað árið 2013 sem læknir á gjörgæslu og að hann hafi verið valinn læknir ársins árið 2014. Í kæru Husel gegn spítalanum kemur fram að hann krefjist minnst 50 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmum sex milljónum íslenskra króna, í skaðabætur ásamt lögmannskostnaðar. Mount Carmel og Trinity Health svöruðu kærunni opinberlega á laugardag og sögðu í tilkynningu að ásakanir Husel væru tilhæfulausar. „Við kláruðum rannsókn á meðferðum sem Dr. William Husel veitti sjúklingum og stöndum með okkar ákvörðunum,“ sagði í tilkynningunni. Talsmenn Mount Carmel sögðu í janúar fyrir tæpu ári síðan, eftir að hafa lagt fram fyrstu af tuttugu og fimm kærum vegna meðferðar sem Husel veitti, að hann hafi fyrirskipað gjöf á allt of háum skömmtum, jafnvel banvænum. Þetta hafi hann gert fyrir að minnsta kosti 27 sjúklinga sem voru nærri dauða en lífi eftir að fjölskyldur báðu um að ástvinir þeirra yrðu settir á líknandi meðferð. Sjúkrahúsið sagði einnig að Husel hafi verið rekinn og að hjúkrunar- og lyfjafræðingar sem hafi komið að málinu hafi einnig verið „fjarlægðir.“ Lyfjafræðingur og níu hjúkrunarfræðingar kærðu Mount Carmel sjúkrahúsið í þessum mánuði og halda því fram að Husel hafi ekkert rangt gert. Í ákæru þeirra kemur fram að framkvæmdarstjórn sjúkrahússins hafi ekki vitað um viðtekna staðla í aðhlynningu sjúklinga á banasænginni. Nú er verið að skoða hjá heilbrigðisyfirvöldum í Ohio hvort tuttugu og fimm hjúkrunarfræðingar og þrír lyfjafræðingar sem störfuðu hjá Mount Carmel eigi að missa starfsleyfi sín. Husel missti starfsleyfi sitt í janúar. Hann var ákærður í júní fyrir tuttugu og fimm morð og hefur lýst yfir sakleysi sínu.
Bandaríkin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira