Erlent

Tengda­sonur Trumps mætir til Egypta­lands

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þeir Kushner og Witkoff eru væntanlegir í dag til Egyptalands.
Þeir Kushner og Witkoff eru væntanlegir í dag til Egyptalands. AP Photo/Alex Brandon

Sérlegur erindreki Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonur forsetans Jared Kushner eru nú á leið til Egyptalands til þess að taka þátt í friðarviðræðunum sem í gangi eru á milli Hamas og Ísreala.

Fundahöldum gærdagsins lauk án þess að mikill árangur næðist, hefur breska ríkisútvarpið eftir ónefndum palestínskum embættismanni. Trump forseti sagðist í gær vera bjartsýnn á að niðurstaða næðist í málið og hefur hann ítrekað að menn verði að láta hendur standa fram úr ermum og vinna hratt.

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur ekkert viljað láta hafa eftir sér um gang viðræðnanna en sagði í gærkvöldi að Ísraelar standi nú frammi fyrir afrífaríkri ákvörðun næstu daga.

Ásamt þeim Witkoff og Kushner mun forsætisráðherra Katar einnig mæta á svæðið, en aðkoma hans að málum er sögð mjög mikilvæg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×