Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2025 10:17 José Jeri, forseti þingsins, var sæmdur axlarlindi forseta eftir að Dinu Boluarte var sparkað úr embætti. AP/John Reyes Perúska þingið samþykkti að svipta Dinu Boluarte forseta landsins embætti í dag. Ástæðan er meint getuleysi ríkisstjórnar hennar í að taka á glæpaöldu sem gengur yfir landið. Þingforsetinn tekur við embætti forseta tímabundið í hennar stað. Samþykkt var að rétta yfir Boluarte, sem var fyrsta konan til að gegna embætti forseta Perú, fyrir embættisbrot í gær. Þegar hún lét ekki sjá sig til þess að bera af sér sakir greiddi þingheimur atkvæði um að víkja henni úr embætti þegar í stað, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingmenn nær allra flokka greiddu atkvæði með því að sparka Boluarte úr forsetastóli. Skömmu síðar var José Jeri, forseti þingsins, kjörinn starfandi forseti. Hann á að klára kjörtímabil Boluarte sem rennur út í júlí á næsta ári. Forsetakosningar fara fram í apríl. Dina Boluarte á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í síðasta mánuði.AP/Richard Drew Sjötti forsetinn á innan við áratug Pólitískur óstöðugleiki hefur einkennt Perú undanfarin ár. Boluarte var sjötti forsetinn á innan við áratug en kjörtímabil forseta er fimm ár í Suður-Ameríkulandinu. Þingmenn höfðu átta sinnum áður reynt að úthýsa Boluarte. Aðeins þrjú ár eru frá því að Boluarte tók við forsetaembættinu af Pedro Castillo. Hann var fjarlægður úr embætti eftir tveggja ára valdasetu þegar hann reyndi að leysa þingið upp til að koma í veg fyrir að það greiddi atkvæði um brottvikningu hans. Stjórnartíð Boluarte var plöguð af alls kyns hneykslismálum en glæpir hafa einnig verið stórt vandamál. Rúmlega sex þúsund manns höfðu verið drepnir frá janúar fram í miðjan ágúst en morðtíðnin hefur ekki verið hærri í landinu í átta ár. Þá eru fjárkúganir daglegt brauð. Boluarte kenndi fyrri ríkisstjórnum um vandann vegna þess að þær hefðu hleypt erlendum glæpamönnum óhindrað inn í landið. Perú Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Ollanta Humala, fyrrverandi forseti Perú, og Nadine Heredia, eiginkona hans, voru bæði dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti í gær. Humala er annar fyrrverandi forseti Perú sem hlýtur þungan fangelsisdóm á aðeins nokkrum mánuðum. 16. apríl 2025 09:02 Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35 Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Samþykkt var að rétta yfir Boluarte, sem var fyrsta konan til að gegna embætti forseta Perú, fyrir embættisbrot í gær. Þegar hún lét ekki sjá sig til þess að bera af sér sakir greiddi þingheimur atkvæði um að víkja henni úr embætti þegar í stað, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingmenn nær allra flokka greiddu atkvæði með því að sparka Boluarte úr forsetastóli. Skömmu síðar var José Jeri, forseti þingsins, kjörinn starfandi forseti. Hann á að klára kjörtímabil Boluarte sem rennur út í júlí á næsta ári. Forsetakosningar fara fram í apríl. Dina Boluarte á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í síðasta mánuði.AP/Richard Drew Sjötti forsetinn á innan við áratug Pólitískur óstöðugleiki hefur einkennt Perú undanfarin ár. Boluarte var sjötti forsetinn á innan við áratug en kjörtímabil forseta er fimm ár í Suður-Ameríkulandinu. Þingmenn höfðu átta sinnum áður reynt að úthýsa Boluarte. Aðeins þrjú ár eru frá því að Boluarte tók við forsetaembættinu af Pedro Castillo. Hann var fjarlægður úr embætti eftir tveggja ára valdasetu þegar hann reyndi að leysa þingið upp til að koma í veg fyrir að það greiddi atkvæði um brottvikningu hans. Stjórnartíð Boluarte var plöguð af alls kyns hneykslismálum en glæpir hafa einnig verið stórt vandamál. Rúmlega sex þúsund manns höfðu verið drepnir frá janúar fram í miðjan ágúst en morðtíðnin hefur ekki verið hærri í landinu í átta ár. Þá eru fjárkúganir daglegt brauð. Boluarte kenndi fyrri ríkisstjórnum um vandann vegna þess að þær hefðu hleypt erlendum glæpamönnum óhindrað inn í landið.
Perú Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Ollanta Humala, fyrrverandi forseti Perú, og Nadine Heredia, eiginkona hans, voru bæði dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti í gær. Humala er annar fyrrverandi forseti Perú sem hlýtur þungan fangelsisdóm á aðeins nokkrum mánuðum. 16. apríl 2025 09:02 Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35 Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Ollanta Humala, fyrrverandi forseti Perú, og Nadine Heredia, eiginkona hans, voru bæði dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti í gær. Humala er annar fyrrverandi forseti Perú sem hlýtur þungan fangelsisdóm á aðeins nokkrum mánuðum. 16. apríl 2025 09:02
Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35
Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39