Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2025 10:17 José Jeri, forseti þingsins, var sæmdur axlarlindi forseta eftir að Dinu Boluarte var sparkað úr embætti. AP/John Reyes Perúska þingið samþykkti að svipta Dinu Boluarte forseta landsins embætti í dag. Ástæðan er meint getuleysi ríkisstjórnar hennar í að taka á glæpaöldu sem gengur yfir landið. Þingforsetinn tekur við embætti forseta tímabundið í hennar stað. Samþykkt var að rétta yfir Boluarte, sem var fyrsta konan til að gegna embætti forseta Perú, fyrir embættisbrot í gær. Þegar hún lét ekki sjá sig til þess að bera af sér sakir greiddi þingheimur atkvæði um að víkja henni úr embætti þegar í stað, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingmenn nær allra flokka greiddu atkvæði með því að sparka Boluarte úr forsetastóli. Skömmu síðar var José Jeri, forseti þingsins, kjörinn starfandi forseti. Hann á að klára kjörtímabil Boluarte sem rennur út í júlí á næsta ári. Forsetakosningar fara fram í apríl. Dina Boluarte á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í síðasta mánuði.AP/Richard Drew Sjötti forsetinn á innan við áratug Pólitískur óstöðugleiki hefur einkennt Perú undanfarin ár. Boluarte var sjötti forsetinn á innan við áratug en kjörtímabil forseta er fimm ár í Suður-Ameríkulandinu. Þingmenn höfðu átta sinnum áður reynt að úthýsa Boluarte. Aðeins þrjú ár eru frá því að Boluarte tók við forsetaembættinu af Pedro Castillo. Hann var fjarlægður úr embætti eftir tveggja ára valdasetu þegar hann reyndi að leysa þingið upp til að koma í veg fyrir að það greiddi atkvæði um brottvikningu hans. Stjórnartíð Boluarte var plöguð af alls kyns hneykslismálum en glæpir hafa einnig verið stórt vandamál. Rúmlega sex þúsund manns höfðu verið drepnir frá janúar fram í miðjan ágúst en morðtíðnin hefur ekki verið hærri í landinu í átta ár. Þá eru fjárkúganir daglegt brauð. Boluarte kenndi fyrri ríkisstjórnum um vandann vegna þess að þær hefðu hleypt erlendum glæpamönnum óhindrað inn í landið. Perú Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Ollanta Humala, fyrrverandi forseti Perú, og Nadine Heredia, eiginkona hans, voru bæði dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti í gær. Humala er annar fyrrverandi forseti Perú sem hlýtur þungan fangelsisdóm á aðeins nokkrum mánuðum. 16. apríl 2025 09:02 Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35 Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Samþykkt var að rétta yfir Boluarte, sem var fyrsta konan til að gegna embætti forseta Perú, fyrir embættisbrot í gær. Þegar hún lét ekki sjá sig til þess að bera af sér sakir greiddi þingheimur atkvæði um að víkja henni úr embætti þegar í stað, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingmenn nær allra flokka greiddu atkvæði með því að sparka Boluarte úr forsetastóli. Skömmu síðar var José Jeri, forseti þingsins, kjörinn starfandi forseti. Hann á að klára kjörtímabil Boluarte sem rennur út í júlí á næsta ári. Forsetakosningar fara fram í apríl. Dina Boluarte á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í síðasta mánuði.AP/Richard Drew Sjötti forsetinn á innan við áratug Pólitískur óstöðugleiki hefur einkennt Perú undanfarin ár. Boluarte var sjötti forsetinn á innan við áratug en kjörtímabil forseta er fimm ár í Suður-Ameríkulandinu. Þingmenn höfðu átta sinnum áður reynt að úthýsa Boluarte. Aðeins þrjú ár eru frá því að Boluarte tók við forsetaembættinu af Pedro Castillo. Hann var fjarlægður úr embætti eftir tveggja ára valdasetu þegar hann reyndi að leysa þingið upp til að koma í veg fyrir að það greiddi atkvæði um brottvikningu hans. Stjórnartíð Boluarte var plöguð af alls kyns hneykslismálum en glæpir hafa einnig verið stórt vandamál. Rúmlega sex þúsund manns höfðu verið drepnir frá janúar fram í miðjan ágúst en morðtíðnin hefur ekki verið hærri í landinu í átta ár. Þá eru fjárkúganir daglegt brauð. Boluarte kenndi fyrri ríkisstjórnum um vandann vegna þess að þær hefðu hleypt erlendum glæpamönnum óhindrað inn í landið.
Perú Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Ollanta Humala, fyrrverandi forseti Perú, og Nadine Heredia, eiginkona hans, voru bæði dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti í gær. Humala er annar fyrrverandi forseti Perú sem hlýtur þungan fangelsisdóm á aðeins nokkrum mánuðum. 16. apríl 2025 09:02 Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35 Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Ollanta Humala, fyrrverandi forseti Perú, og Nadine Heredia, eiginkona hans, voru bæði dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti í gær. Humala er annar fyrrverandi forseti Perú sem hlýtur þungan fangelsisdóm á aðeins nokkrum mánuðum. 16. apríl 2025 09:02
Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35
Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39