Innlent

Kourani fluttur á Klepp

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness
Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness Vísir

Mohamad Kourani hefur verið fluttur á réttargeðdeild á Kleppi þar sem hann gengst undir lyfjameðferð. Síðastliðnu ári hefur hann varið í einangrunarklefa vegna árásargjarnar og ofbeldisfullar hegðunar.

Ríkisútvarpið greinir frá því að hann hafi verið fluttur á Klepp í kjölfar ítrekaðra ábendinga frá fangelsismálayfirvöldum um að finna honum annað úrræði. Frá því að hann hóf afplánun á Litla-Hrauni hefur hann ítrekað ráðist á fangaverði og skvett á þá hlandi eða saur.

Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins var Kourani fluttur á Klepp nýlega. Ætla megi að viðbúnaður þar hans vegna sé mikill. Hann afsalaði sér nýlega alþjóðlegri vernd og hefur óskað eftir náðun af heilbrigðisástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×