Vopnahlé tekur gildi Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2025 22:47 Palestínumenn fögnuðu margir í dag eftir að fregnir bárust af því að samkomulag um vopnahlé lægi fyrir. AP/Jehad Alshrafi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. Í frétt Times of Israel segir að meirihluti ráðherra ríkisstjórnar Ísrael hafi samþykkt samkomulagið. Þeirra á meðal hafi verið einn ráðherra úr tveimur fjar-hægri flokkum þeirra Bezalel Smotrich og Itamar Ben-Gvir. Allir aðrir ráðherrar flokkanna greiddu atkvæði gegn samkomulaginu. Samkomulagið er sagt vera fyrsti fasinn í að koma á friði á svæðinu. Samkomulagið á að fela í sér að Hamas-liðar sleppi þeim tuttugu gíslum sem talið er að séu enn á lífi í haldi þeirra og að Ísraelar sleppi um tvö þúsund Palestínumönnum sem þeir halda föngum. Hér má sjá gróft yfirlit yfir það hvernig ísraelskir hermenn eiga að hörfa í skrefum á Gasaströndinni. Enn á eftir að ræða þetta frekar á næstu dögum og vikum.AP Þá eiga ísraelskir hermenn einnig að hörfa á Gasaströndinni. Ísraelar eiga í fyrstu að hörfa að nýjum línum innan Gasastrandarinnar en munu þeir þá stjórna rúmum helmingi svæðisins. Óljóst hvenær gíslunum og föngunum verður sleppt en það á að gerast á næstu dögum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að það ætti að gerast á mánudaginn eða þriðjudaginn. Þá þykir ekki ljóst hvort Hamas-liðar muni láta þau 28 lík gísla sem þeir halda af hendi en því er haldið fram í stuttri yfirlýsingu frá embætti forsætisráðherra Ísrael. Þar að auki er framhaldið einnig nokkuð óljóst og þá sérstaklega hvað varðar þá kröfu Ísraela og Bandaríkjamanna um að Hamas-liðar leggi niður vopn og hverjir eigi að fara með stjórn Gasa. Al Jazeera hefur eftir bandarískum embættismönnum sem ræddu við blaðamenn í dag að næsti fasi friðaráætlunarinnar væri mun flóknari en sá fyrri. Nokkur ríki senda hermenn Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna er að senda um tvö hundruð hermenn sem eiga að koma að því að tryggja að skilmálum samkomulagsins verði framfylgt og að neyðarðastoð flæði aftur til Gasastrandarinnar. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar er ekki búist við því að þeir verði sendir til Gasa. Hermenn frá Egyptalandi, Katar, Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum munu einnig sinna þessu verkefni. Karoline Levitt, talskona Trumps, deildi í kvöld tísti frá Fox News um að verið væri að senda bandaríska hermenn til Ísrael, þar þeir ættu að koma að því að styðja við samkomulagið. Í færslu sinni neitaði Leavitt því að fréttin væri rétt. Hún sagði þó að strax í kjölfarið að allt að tvö hundruð bandarískir hermenn myndu fara til Ísrael og vinan með hermönnum frá öðrum ríkjum. Munurinn virðist vera sá að hún er að segja að ekki sé verið að senda hermenn frá Bandaríkjunum til Ísrael, heldur hermenn sem eru þegar á starfsvæði CENTCOM, yfirstjórn herafla Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. This is NOT true and taken out of context. To be clear: up to 200 U.S. personnel, who are already stationed at CENTCOM, will be tasked with monitoring the peace agreement in Israel, and they will work with other international forces on the ground. https://t.co/V8UoUSrjA5— Karoline Leavitt (@PressSec) October 9, 2025 Witkoff og Kushner ræddu við ráðherra AP segir að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, og Jared Kushner, tengdasonur hans, hafi kynnt áætlun Hvíta hússins fyrir ísraelskum ráðherrum í kvöld og hvernig Ísraelar myndu hagnast á honum. Þeir tveir komu að því að semja tuttugu tillögur ríkisstjórnarinnar sem samkomulagið er sagt byggja á. Tillögur Trumps voru mjög loðnar þegar kom að mögulegri stofnun ríkis Palestínu og tveggja ríkja lausn. Þær fólu einnig í sér að Hamas-liðar yrðu að leggja niður vopn og að þeir mættu ekki koma að stjórn Gasastrandarinnar í framtíðinni. Tillögurnar fela einnig í sér að Trump sjálfur, með aðstoð Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, muni hafa yfirstjórn yfir uppbyggingu á Gasaströndinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Tilviljunin ein réði því að Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, væri stödd á Íslandi þegar heimsögulegar fréttir um vopnahlé á Gasa berast. Fréttastofa fékk að fylgja Dr. Varsen eftir á nokkrum stöðum í dag 9. október 2025 19:39 Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Lögmenn Frelsisflotans hittu í gær 100 af 145 aðgerðasinnum sem Ísraelsher handtók í gær á leið sinn til Gasa með hjálpargögn. Þeir lýsa meiðandi og niðurlægjandi framkomu í sinni garð af hálfu Ísraelshers á meðan stöðvun skipanna stóð og eftir handtöku. Ræðismaður Finnlands í Ísrael mun í dag hitta Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, og aðra norræna aðgerðasinna sem voru um borð í skipinu Conscience. 9. október 2025 11:21 Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Tilfinningar báru íbúa ofurliði og víða mátti sjá tár á hvarmi á Gasa þar sem margir trúðu ekki eigin eyrum þegar fregnir bárust af því að friðarsamkomulag á milli Hamas og Ísrael væri í höfn. Hið sama var uppi á teningnum í Ísrael þar sem margir ættingjar hafa óttast um örlög gísla sem hafa verið í haldi Hamas síðustu tvö ár. Myndir má sjá neðst í fréttinni. 9. október 2025 11:07 „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir Ísraela og Hamas-liða í dauðafæri á að ná samkomulagi um varanlegan frið á Gasa og í Palestínu. Stóra prófið sé fundur ríkisstjórnar Ísraels í dag þar sem þarf að samþykkja samkomulagið. Eftir það taki við lausn gísla, brottlutningur Ísraelshers frá Gasa og flutningur hjálpargagna inn á svæðið. 9. október 2025 08:37 Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Ísraelar og leiðtogar Hamas hafi komist að samkomulagi um að koma á friði á Gasaströndinni. Öllum gíslum í haldi Hamas verði sleppt innan skamms og Ísraelar fjarlægi hermenn sína í þessum fyrsta fasa samkomulagsins. 8. október 2025 23:40 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Í frétt Times of Israel segir að meirihluti ráðherra ríkisstjórnar Ísrael hafi samþykkt samkomulagið. Þeirra á meðal hafi verið einn ráðherra úr tveimur fjar-hægri flokkum þeirra Bezalel Smotrich og Itamar Ben-Gvir. Allir aðrir ráðherrar flokkanna greiddu atkvæði gegn samkomulaginu. Samkomulagið er sagt vera fyrsti fasinn í að koma á friði á svæðinu. Samkomulagið á að fela í sér að Hamas-liðar sleppi þeim tuttugu gíslum sem talið er að séu enn á lífi í haldi þeirra og að Ísraelar sleppi um tvö þúsund Palestínumönnum sem þeir halda föngum. Hér má sjá gróft yfirlit yfir það hvernig ísraelskir hermenn eiga að hörfa í skrefum á Gasaströndinni. Enn á eftir að ræða þetta frekar á næstu dögum og vikum.AP Þá eiga ísraelskir hermenn einnig að hörfa á Gasaströndinni. Ísraelar eiga í fyrstu að hörfa að nýjum línum innan Gasastrandarinnar en munu þeir þá stjórna rúmum helmingi svæðisins. Óljóst hvenær gíslunum og föngunum verður sleppt en það á að gerast á næstu dögum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að það ætti að gerast á mánudaginn eða þriðjudaginn. Þá þykir ekki ljóst hvort Hamas-liðar muni láta þau 28 lík gísla sem þeir halda af hendi en því er haldið fram í stuttri yfirlýsingu frá embætti forsætisráðherra Ísrael. Þar að auki er framhaldið einnig nokkuð óljóst og þá sérstaklega hvað varðar þá kröfu Ísraela og Bandaríkjamanna um að Hamas-liðar leggi niður vopn og hverjir eigi að fara með stjórn Gasa. Al Jazeera hefur eftir bandarískum embættismönnum sem ræddu við blaðamenn í dag að næsti fasi friðaráætlunarinnar væri mun flóknari en sá fyrri. Nokkur ríki senda hermenn Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna er að senda um tvö hundruð hermenn sem eiga að koma að því að tryggja að skilmálum samkomulagsins verði framfylgt og að neyðarðastoð flæði aftur til Gasastrandarinnar. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar er ekki búist við því að þeir verði sendir til Gasa. Hermenn frá Egyptalandi, Katar, Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum munu einnig sinna þessu verkefni. Karoline Levitt, talskona Trumps, deildi í kvöld tísti frá Fox News um að verið væri að senda bandaríska hermenn til Ísrael, þar þeir ættu að koma að því að styðja við samkomulagið. Í færslu sinni neitaði Leavitt því að fréttin væri rétt. Hún sagði þó að strax í kjölfarið að allt að tvö hundruð bandarískir hermenn myndu fara til Ísrael og vinan með hermönnum frá öðrum ríkjum. Munurinn virðist vera sá að hún er að segja að ekki sé verið að senda hermenn frá Bandaríkjunum til Ísrael, heldur hermenn sem eru þegar á starfsvæði CENTCOM, yfirstjórn herafla Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. This is NOT true and taken out of context. To be clear: up to 200 U.S. personnel, who are already stationed at CENTCOM, will be tasked with monitoring the peace agreement in Israel, and they will work with other international forces on the ground. https://t.co/V8UoUSrjA5— Karoline Leavitt (@PressSec) October 9, 2025 Witkoff og Kushner ræddu við ráðherra AP segir að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, og Jared Kushner, tengdasonur hans, hafi kynnt áætlun Hvíta hússins fyrir ísraelskum ráðherrum í kvöld og hvernig Ísraelar myndu hagnast á honum. Þeir tveir komu að því að semja tuttugu tillögur ríkisstjórnarinnar sem samkomulagið er sagt byggja á. Tillögur Trumps voru mjög loðnar þegar kom að mögulegri stofnun ríkis Palestínu og tveggja ríkja lausn. Þær fólu einnig í sér að Hamas-liðar yrðu að leggja niður vopn og að þeir mættu ekki koma að stjórn Gasastrandarinnar í framtíðinni. Tillögurnar fela einnig í sér að Trump sjálfur, með aðstoð Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, muni hafa yfirstjórn yfir uppbyggingu á Gasaströndinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Tilviljunin ein réði því að Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, væri stödd á Íslandi þegar heimsögulegar fréttir um vopnahlé á Gasa berast. Fréttastofa fékk að fylgja Dr. Varsen eftir á nokkrum stöðum í dag 9. október 2025 19:39 Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Lögmenn Frelsisflotans hittu í gær 100 af 145 aðgerðasinnum sem Ísraelsher handtók í gær á leið sinn til Gasa með hjálpargögn. Þeir lýsa meiðandi og niðurlægjandi framkomu í sinni garð af hálfu Ísraelshers á meðan stöðvun skipanna stóð og eftir handtöku. Ræðismaður Finnlands í Ísrael mun í dag hitta Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, og aðra norræna aðgerðasinna sem voru um borð í skipinu Conscience. 9. október 2025 11:21 Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Tilfinningar báru íbúa ofurliði og víða mátti sjá tár á hvarmi á Gasa þar sem margir trúðu ekki eigin eyrum þegar fregnir bárust af því að friðarsamkomulag á milli Hamas og Ísrael væri í höfn. Hið sama var uppi á teningnum í Ísrael þar sem margir ættingjar hafa óttast um örlög gísla sem hafa verið í haldi Hamas síðustu tvö ár. Myndir má sjá neðst í fréttinni. 9. október 2025 11:07 „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir Ísraela og Hamas-liða í dauðafæri á að ná samkomulagi um varanlegan frið á Gasa og í Palestínu. Stóra prófið sé fundur ríkisstjórnar Ísraels í dag þar sem þarf að samþykkja samkomulagið. Eftir það taki við lausn gísla, brottlutningur Ísraelshers frá Gasa og flutningur hjálpargagna inn á svæðið. 9. október 2025 08:37 Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Ísraelar og leiðtogar Hamas hafi komist að samkomulagi um að koma á friði á Gasaströndinni. Öllum gíslum í haldi Hamas verði sleppt innan skamms og Ísraelar fjarlægi hermenn sína í þessum fyrsta fasa samkomulagsins. 8. október 2025 23:40 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Tilviljunin ein réði því að Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, væri stödd á Íslandi þegar heimsögulegar fréttir um vopnahlé á Gasa berast. Fréttastofa fékk að fylgja Dr. Varsen eftir á nokkrum stöðum í dag 9. október 2025 19:39
Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Lögmenn Frelsisflotans hittu í gær 100 af 145 aðgerðasinnum sem Ísraelsher handtók í gær á leið sinn til Gasa með hjálpargögn. Þeir lýsa meiðandi og niðurlægjandi framkomu í sinni garð af hálfu Ísraelshers á meðan stöðvun skipanna stóð og eftir handtöku. Ræðismaður Finnlands í Ísrael mun í dag hitta Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, og aðra norræna aðgerðasinna sem voru um borð í skipinu Conscience. 9. október 2025 11:21
Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Tilfinningar báru íbúa ofurliði og víða mátti sjá tár á hvarmi á Gasa þar sem margir trúðu ekki eigin eyrum þegar fregnir bárust af því að friðarsamkomulag á milli Hamas og Ísrael væri í höfn. Hið sama var uppi á teningnum í Ísrael þar sem margir ættingjar hafa óttast um örlög gísla sem hafa verið í haldi Hamas síðustu tvö ár. Myndir má sjá neðst í fréttinni. 9. október 2025 11:07
„Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir Ísraela og Hamas-liða í dauðafæri á að ná samkomulagi um varanlegan frið á Gasa og í Palestínu. Stóra prófið sé fundur ríkisstjórnar Ísraels í dag þar sem þarf að samþykkja samkomulagið. Eftir það taki við lausn gísla, brottlutningur Ísraelshers frá Gasa og flutningur hjálpargagna inn á svæðið. 9. október 2025 08:37
Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Ísraelar og leiðtogar Hamas hafi komist að samkomulagi um að koma á friði á Gasaströndinni. Öllum gíslum í haldi Hamas verði sleppt innan skamms og Ísraelar fjarlægi hermenn sína í þessum fyrsta fasa samkomulagsins. 8. október 2025 23:40