Hægagangur á rússneska hagkerfinu Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2025 18:41 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Grigory Sysoyev, Sputnik Stór fyrirtæki í Rússlandi eru að draga saman seglin þar sem dregið hefur úr umsvifum stríðshagkerfisins svo kallaða. Á sama tíma hefur neysla dregist saman í Rússlandi og einnig útflutningur. Ekki er þó verið að segja upp fólki heldur fækka vinnustundum og beita öðrum leiðum til að lækka kostnað. Þykir þetta til marks um aukið álag á hagkerfi Rússlands vegna innrásarinnar í Úkraínu og refsiaðgerða sem ríkið hefur verið beitt vegna hennar. Undanfarin ár hefur hagvöxtur Rússlands að mestu byggst á gífurlegri aukningu í hergagnaframleiðslu en það ástand hefur valdið háum vöxtum. Hagvöxtur hefur dregist verulega saman en í nýjustu drögum að fjárlögum í Rússlandi virðist sem fjárútlát til varnarmála muni dragast lítillega saman á næsta ári. Þá hefur verið til umræðu í Rússlandi að hækka virðisaukaskatt til að auka tekjur ríkisins og fjármagna fjárútlát til varnarmála eins og fram kom í kynningu frá fjármálaráðuneyti Rússlands, samkvæmt frétt CNBC. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Í frétt Reuters, sem byggir á viðtölum við heimildarmenn í Rússlandi, segir að blaðamenn fréttaveitunnar hafi fundið minnst sex stór rússnesk fyrirtæki þar sem búið er að stytta vinnuvikuna. Þannig vilja forsvarsmenn fyrirtækjanna draga úr launakostnaði án þess að auka atvinnuleysi í Rússlandi. Meðal þessara fyrirtækja er Cemros, stærsta sementfyrirtæki Rússlands, en þar hefur vinnuvikan verið stytt um einn dag vegna samdráttar í byggingargeiranum og aukins innflutnings á sementi frá Kína, Indlandi og Belarús. Fyrirtækið er með um þrettán þúsund starfsmenn í átján verksmiðjum víðsvegar um Rússland. Talsmaður fyrirtækisins sagði í svari við fyrirspurn Reuters að aðgerðirnar séu nauðsynleg krísuviðbrögð. Forsvarsmenn fyrirtækisins búist við því að eftirspurn muni dragast saman um sextíu milljónir tonna af sementi á árinu, sem er sambærilegur samdráttur og í upphafi faraldurs Covid. Svipað víða annarsstaðar Hjá öðrum stærðarinnar fyrirtækjum hefur verið gripið til sambærilegra aðgerða. Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem er með um sjö hundrað þúsund starfsmenn hafa beðið þá um að taka sér þrjá auka og launalausa frídaga í hverjum mánuði. Þá hefur vinnuvikan verið stytt í fjóra daga hjá þremur stórum bílaframleiðendum, Avtovaz, GAZ og Kamaz. Saman hafa þau um níutíu þúsund starfsmenn. Hjá Alrosa, einu stærsta demantafyrirtæki heims, hafa laun starfsmanna sem vinna ekki í námum verið lækkuð um tíu prósent og að hluta til með styttingu vinnuvikunnar. Svipaðar sögur er að segja af flestum sviðum rússneska hagkerfisins, samkvæmt greiningu Reuters. Í frétt Reuters er vísað í greiningu frá áhrifamiklu rússnesku greiningafyrirtæki, þar sem fram kemur að á þessu ári hafi samdráttur í þeim hluta hagkerfisins sem snýr ekki að hergagnaframleiðslu dregist saman um 5,4 prósent. Þrátt fyrir það er atvinnuleysi í Rússlandi í sögulegu lágmarki, eða 2,1 prósent. Segja stöðnun líklega Alþjóðabankinn varaði við því á dögunum að hagkerfi Rússlands stefndi í stöðnun og gera sérfræðingar stofnunarinnar ráð fyrir því að hagvöxtur þar muni líklega ekki fara yfir eitt prósent á næstu árum. Samkvæmt frétt Moscow Times spáir bankinn 0,9 prósenta hagvexti á þessu ári en spáin var 1,4 prósent í júní. Þá er spáð 0,8 prósentum á næsta ári og einu prósenti árið 2027. Meðal annars er vísað til lækkandi olíuverðs, en olíusala er helsta tekjulind rússneska ríkisins, samdráttar í útflutningi og hárra stýrivaxta. Þar að auki muni skortur á starfsfólki líklega koma niður á framleiðslu í Rússlandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Þykir þetta til marks um aukið álag á hagkerfi Rússlands vegna innrásarinnar í Úkraínu og refsiaðgerða sem ríkið hefur verið beitt vegna hennar. Undanfarin ár hefur hagvöxtur Rússlands að mestu byggst á gífurlegri aukningu í hergagnaframleiðslu en það ástand hefur valdið háum vöxtum. Hagvöxtur hefur dregist verulega saman en í nýjustu drögum að fjárlögum í Rússlandi virðist sem fjárútlát til varnarmála muni dragast lítillega saman á næsta ári. Þá hefur verið til umræðu í Rússlandi að hækka virðisaukaskatt til að auka tekjur ríkisins og fjármagna fjárútlát til varnarmála eins og fram kom í kynningu frá fjármálaráðuneyti Rússlands, samkvæmt frétt CNBC. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Í frétt Reuters, sem byggir á viðtölum við heimildarmenn í Rússlandi, segir að blaðamenn fréttaveitunnar hafi fundið minnst sex stór rússnesk fyrirtæki þar sem búið er að stytta vinnuvikuna. Þannig vilja forsvarsmenn fyrirtækjanna draga úr launakostnaði án þess að auka atvinnuleysi í Rússlandi. Meðal þessara fyrirtækja er Cemros, stærsta sementfyrirtæki Rússlands, en þar hefur vinnuvikan verið stytt um einn dag vegna samdráttar í byggingargeiranum og aukins innflutnings á sementi frá Kína, Indlandi og Belarús. Fyrirtækið er með um þrettán þúsund starfsmenn í átján verksmiðjum víðsvegar um Rússland. Talsmaður fyrirtækisins sagði í svari við fyrirspurn Reuters að aðgerðirnar séu nauðsynleg krísuviðbrögð. Forsvarsmenn fyrirtækisins búist við því að eftirspurn muni dragast saman um sextíu milljónir tonna af sementi á árinu, sem er sambærilegur samdráttur og í upphafi faraldurs Covid. Svipað víða annarsstaðar Hjá öðrum stærðarinnar fyrirtækjum hefur verið gripið til sambærilegra aðgerða. Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem er með um sjö hundrað þúsund starfsmenn hafa beðið þá um að taka sér þrjá auka og launalausa frídaga í hverjum mánuði. Þá hefur vinnuvikan verið stytt í fjóra daga hjá þremur stórum bílaframleiðendum, Avtovaz, GAZ og Kamaz. Saman hafa þau um níutíu þúsund starfsmenn. Hjá Alrosa, einu stærsta demantafyrirtæki heims, hafa laun starfsmanna sem vinna ekki í námum verið lækkuð um tíu prósent og að hluta til með styttingu vinnuvikunnar. Svipaðar sögur er að segja af flestum sviðum rússneska hagkerfisins, samkvæmt greiningu Reuters. Í frétt Reuters er vísað í greiningu frá áhrifamiklu rússnesku greiningafyrirtæki, þar sem fram kemur að á þessu ári hafi samdráttur í þeim hluta hagkerfisins sem snýr ekki að hergagnaframleiðslu dregist saman um 5,4 prósent. Þrátt fyrir það er atvinnuleysi í Rússlandi í sögulegu lágmarki, eða 2,1 prósent. Segja stöðnun líklega Alþjóðabankinn varaði við því á dögunum að hagkerfi Rússlands stefndi í stöðnun og gera sérfræðingar stofnunarinnar ráð fyrir því að hagvöxtur þar muni líklega ekki fara yfir eitt prósent á næstu árum. Samkvæmt frétt Moscow Times spáir bankinn 0,9 prósenta hagvexti á þessu ári en spáin var 1,4 prósent í júní. Þá er spáð 0,8 prósentum á næsta ári og einu prósenti árið 2027. Meðal annars er vísað til lækkandi olíuverðs, en olíusala er helsta tekjulind rússneska ríkisins, samdráttar í útflutningi og hárra stýrivaxta. Þar að auki muni skortur á starfsfólki líklega koma niður á framleiðslu í Rússlandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira