Innlent

Magga Stína komin til Amsterdam

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Magga Stína var handtekin ásamt öðrum meðlimum frelsisflotans á skipinu Conscience í vikunni. Áhöfnina skipuðu meðal annars læknar, blaðamenn og aðgerðasinnar.
Magga Stína var handtekin ásamt öðrum meðlimum frelsisflotans á skipinu Conscience í vikunni. Áhöfnina skipuðu meðal annars læknar, blaðamenn og aðgerðasinnar. Vísir/Arnar Halldórsson

Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, lenti í Amsterdam seint í gærkvöldi eftir að hún var látin laus úr haldi Ísraela. Fyrr í vikunni var hún handtekin ásamt öðrum meðlimum Frelsisflotans við tilraun til þess að koma hjálpargögnum á Gasa. 

Þetta staðfestir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, dóttir Möggu Stínu, í samtali við fréttastofu. Hún kemur til með að dvelja í Amsterdam næstu daga en gefur ekki kost á viðtali að svo stöddu. 

Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience aðfaranótt miðvikudags, þar á meðal Möggu Stínu. Í gærmorgun fékk fjölskylda hennar þær fréttir að hún væri á farþegalista í flugi frá Ísrael til Istanbúl. Þar með var hún laus úr haldi. Hún lenti sem fyrr segir í Amsterdam seint í gærkvöldi.

Vopnahlé tók gildi á Gasa í gær og er fyrsti fasi í að koma á friði á svæðinu. Í vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas felst að Hamas-liðar sleppi þeim tuttugu gíslum sem talið er að séu enn á lífi í haldi þeirra og að Ísraelar sleppi um tvö þúsund Palestínumönnum sem þeir halda föngnum. Þá eiga ísraelskir hermenn einnig að hörfa á Gasaströndinni.


Tengdar fréttir

Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher

Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience um klukkan 04:30 að staðartíma í nótt. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, Magga Stína, var ein þeirra sem var um borð. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir alla farþega skipanna við góða heilsu, að þau verði flutt til hafnar í Ísrael og vísað úr landi fljótlega. Utanríkisráðuneytið fylgist með málinu. 

„Auðvitað er ég hrædd um hana“

„Auðvitað er mér ekki rótt. Auðvitað er ég hrædd um hana. En ég veit að hún stendur sig vel og ég er stolt af því sem hún hefur gert,“ segir Sólveig Hauksdóttir, móðir Margrétar Kristínar Blöndal, eða Möggu Stínu, sem hefur verið handtekin og flutt til Ísrael.

Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl

Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×