Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 15:08 Richard Gere, leikari, talar við flóttafólk á Miðjarðarhafinu. aP/Valerio Nicolosi Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. Hann flutti með sér matvæli um borð í skipið en það hefur verið staðsett nærri ítölsku eyjunni Lampedusa í meira en viku. Því hefur verið neitað hafnarstæði bæði á Ítalíu og Möltu. Löndin tvö krefja önnur Evrópuríki um að taka á móti fleira flóttafólki sem kemur yfir hafið. Leikarinn, sem er orðinn 69 ára gamall, ræddi við nokkra flóttamenn, sem flúðu frá Líbíu um borð í smyglbátum sem ekki voru sjófærir, áður en þeim var bjargað. Á meðal flóttafólksins var ungur maður og kornabarn hans. Gere hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu og hefur reglulega verið tekið virkan þátt í loftslagsaðgerðum og stutt rannsóknir á eyðni. Hann hefur verið gerður útlægur frá Kína vegna baráttu sinnar í þágu mannréttinda í Tíbet. Hann var fyrir tilviljun á Ítalíu í vikunni þegar hann sá fréttir um vandræði bátsins, setti sig í samband við spænsku góðgerðasamtökin Open Arms og spurði þau hvað hann gæti gert. Þetta sagði talskona samtakanna í samtali við fréttastofu AP. Tveimur dögum síðar var Gere mættur til Lampedusa og aðstoðaði við að flytja birgðir um borð í skipið. „Það mikilvægasta fyrir þetta fólk er að komast að opinni höfn, komast af bátnum og í land og hefja nýtt líf,“ sagði Gere og hvatti alþjóðasamfélagið að „vinsamlegast styðja okkur hérna á Open Arms og hjálpa þessu fólki, bræðrum okkar og systrum.“ Önnur Evrópulönd hafa enn ekki svarað beiðni hjálparsamtakanna um að hleypa skipinu í höfn. Alþjóðaflóttamannastofnunin segir 39,289 flóttamenn hafa komið til Evrópu sjóleiðis það sem af er ári sem er um 34 prósentustigum minna en á sama tíma árið 2018. Þar kemur einnig fram að 840 manns hafi látið lífið á leiðinni frá Norður Afríku til Evrópu sjóleiðis í ár. Flóttamenn Hollywood Ítalía Malta Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. Hann flutti með sér matvæli um borð í skipið en það hefur verið staðsett nærri ítölsku eyjunni Lampedusa í meira en viku. Því hefur verið neitað hafnarstæði bæði á Ítalíu og Möltu. Löndin tvö krefja önnur Evrópuríki um að taka á móti fleira flóttafólki sem kemur yfir hafið. Leikarinn, sem er orðinn 69 ára gamall, ræddi við nokkra flóttamenn, sem flúðu frá Líbíu um borð í smyglbátum sem ekki voru sjófærir, áður en þeim var bjargað. Á meðal flóttafólksins var ungur maður og kornabarn hans. Gere hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu og hefur reglulega verið tekið virkan þátt í loftslagsaðgerðum og stutt rannsóknir á eyðni. Hann hefur verið gerður útlægur frá Kína vegna baráttu sinnar í þágu mannréttinda í Tíbet. Hann var fyrir tilviljun á Ítalíu í vikunni þegar hann sá fréttir um vandræði bátsins, setti sig í samband við spænsku góðgerðasamtökin Open Arms og spurði þau hvað hann gæti gert. Þetta sagði talskona samtakanna í samtali við fréttastofu AP. Tveimur dögum síðar var Gere mættur til Lampedusa og aðstoðaði við að flytja birgðir um borð í skipið. „Það mikilvægasta fyrir þetta fólk er að komast að opinni höfn, komast af bátnum og í land og hefja nýtt líf,“ sagði Gere og hvatti alþjóðasamfélagið að „vinsamlegast styðja okkur hérna á Open Arms og hjálpa þessu fólki, bræðrum okkar og systrum.“ Önnur Evrópulönd hafa enn ekki svarað beiðni hjálparsamtakanna um að hleypa skipinu í höfn. Alþjóðaflóttamannastofnunin segir 39,289 flóttamenn hafa komið til Evrópu sjóleiðis það sem af er ári sem er um 34 prósentustigum minna en á sama tíma árið 2018. Þar kemur einnig fram að 840 manns hafi látið lífið á leiðinni frá Norður Afríku til Evrópu sjóleiðis í ár.
Flóttamenn Hollywood Ítalía Malta Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira