Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„En það sem ég var aldrei, var nauðgari“

Breski grín­ist­inn Rus­sell Brand hefur svarað nauðgun­ar­ásök­un­um og segist hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei nauðgari. Hann sé þakk­lát­ur að geta fengið að verja sig í rétt­ar­höld­um.

Erlent
Fréttamynd

Val Kilmer er látinn

Bandaríski leikarinn Val Kilmer, ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugar Hollywod, er látinn, 65 ára að aldri. Hann lést úr lungnabólgu eftir áralanga baráttu við krabbamein í hálsi.

Lífið
Fréttamynd

Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes

Fjórir vel þekktir kvikmyndaleikarar hafa verið ráðnir til að túlka sjálfa Bítlana – þá Paul McCartney, John Lennon, George Harrison og Ringo Starr – í nýjum kvikmyndum bandaríska leikstjórans Sam Mendes sem áætlað er að verði sýnd 2028.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Richard Chamberlain er látinn

Bandaríski leikarinn Richard Chamberlain, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum Dr. Kildare, Shogun og The Thorn Birds, er látinn 90 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn

Hollywood-leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly, réttu nafni Colson Baker, eignuðust dóttur í gær þann 27. mars. Þetta tilkynnti Kelly á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Bitin Bachelor stjarna

Bachelor stjarnan Sean Lowe er á batavegi eftir að hundur hans réðist á hann og beit hann tvisvar á einum sólarhringi illilega á heimili hans fyrr í þessum mánuði. Piparsveinninn fyrrverandi hafði nýlega ættleitt hundinn og segir hann ljóst að eitthvað mikið hafi gengið á í lífi dýrsins.

Lífið
Fréttamynd

Hætt við brúð­kaupið og allt í bak­lás

Bandaríska leikkonan Sydney Sweeney og unnusti hennar framleiðandinn Jonathan Davino eru hætt við að gifta sig. Sambandið hangir á bláþræði og þau standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þetta fullyrða nú bandarískir slúðurmiðlar.

Lífið
Fréttamynd

Lét papparassa heyra það

Bandaríska söng- og leikkonan Jennifer Lopez lét papparassa heyra það sem angraði hana og sautján ára gamlan son hennar Emme á rauða dreglinum þar sem þau mættu á frumsýningu söngleiksins Othello á Broadway.

Lífið
Fréttamynd

Gossip girl stjarna orðinn faðir

Breski leik­ar­inn Ed Westwick og eiginkona hans, leikkonan Amy Jackson eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. Fyrir á Jackson einn dreng. Hjónin tilkynntu gleðifréttirnar á samfélagsmiðlum í gær.

Lífið
Fréttamynd

Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar

Stórstjarnan Cardi B hefur rándýran smekk og á gríðarlegt töskusafn sem er jafnvel hundruð milljóna krónu virði. Dóttir hennar Kulture sem er sex ára gömul gerir sér skiljanlega ekki grein fyrir því og hún tók nýverið upp á því að krota smá á tösku Cardi sem er hvað þekktust fyrir það að vera ein dýrasta taska í heimi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Segist vera orðinn of gamall

Bandaríski leikarinn George Clooney segist vera hættur að leika í rómantískum gamanmyndum. Hann segir ástæðuna einfaldlega vera aldurinn.

Lífið
Fréttamynd

Réttar­höld hafin yfir Depardieu

Réttarhöld yfir franska leikaranum Gérard Depardieu hefjast í París í dag en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum við kvikmyndatökur árið 2011. Dómsmálinu var seinkað um hálft ár vegna fjórfaldrar kransæðahjáveituaðgerðar Depardieu.

Erlent
Fréttamynd

Hjart­næm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja at­hygli

Leikkonan Demi Moore birti hjartnæma færslu í tilefni 70 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, Bruce Willis. Færslan hefur vakið mikla athygli og sýnir náið vinasamband þeirra þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir séu liðnir frá því að leiðir þeirra skildu.

Lífið
Fréttamynd

Happy Gilmore snýr aftur

Happy Gilmore snýr aftur á golfvöllinn eftir tæplega þrjátíu ára fjarveru þann 25. júlí þegar framhald sígildu golfgrínmyndarinnar kemur út á Netflix. Ný stikla úr myndinni var frumsýnd í dag.

Bíó og sjónvarp