Hollywood

Fréttamynd

Eminem verður afi

Bandaríski rapparinn Eminem er að verða afi í byrjun næsta árs. Hann tilkynnti gleðifréttirnar í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Temporary, sem hann vann með söngkonunni Skylar Grey.

Lífið
Fréttamynd

Elt á röndum með drónum

Bandaríska söngkonan Lana Del Rey er orðin langþreytt á því að hún og nýbakaður eiginmaður hennar krókódílamaðurinn Jeremy Dufrene eru elt á röndum með drónum. Söngkonan segir að nágrannapar séu sökudólgar í málinu, nágrannapar sem starfi sem papparassar.

Lífið
Fréttamynd

Barna­barn Kurt Cobain og Tony Hawk í heiminn

Francis Bean Cobain dóttir tónlistarmannsins Kurt Cobain og Riley Hawk sonur hjólabrettagoðsagnarinnar Tony Hawk hafa eignast sitt fyrsta barn saman. Um er að ræða strák sem kom í heiminn 17. september.

Lífið
Fréttamynd

„Mér leið eins og al­vöru prinsessu“

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner kom tískusýningargestum á óvart í gær þegar hún lokaði sýningu franska tískuhússins Coperni með stæl. Kylie gekk tískupallinn síðust allra, rokkaði svartan galakjól og minnti á illgjarna Disney drottningu. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þraukuðu saman í tvo mánuði

Love Island sigurvegararnir Mimii Ngulube og Josh Oyinsan eru hætt saman tveimur mánuðum eftir að hafa farið alla leið í elleftu seríu af bresku raunveruleikaþáttunum vinsælu sem teknir eru upp á Mallorca í Miðjarðarhafi. 

Lífið
Fréttamynd

Draumkennt brúð­kaup á Sardiníu

Ástralska leikkonan Rebel Wilson og Ramona Agruma giftu sig undir berum himni á ítölsku eyjunni Sardiníu síðastliðinn laugardag. Hjónin deildu fallegum myndum frá brúðkaupsdeginum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Lætur nettröllin ekki hafa á­hrif á sjálfs­myndina

„Það tekur auðvitað á að lesa andstyggilegar athugasemdir um líkamann minn,“ segir breska stórstjarnan og leikkonan Florence Pugh. Pugh leggur mikið upp úr sjálfsöryggi og jákvæðri líkamsímynd en segir að það geti verið erfiðara þegar fólk leyfir sér að hrauna yfir hana á Internetinu.

Lífið
Fréttamynd

Heldur ekki vatni yfir konunni sinni

George Clooney heldur ekki vatni yfir eignkonu sinni Amal Clooney og lét það svo sannarlega í ljós þegar fjölmiðlar náðu tali af hjónunum á rauða dreglinum fyrir afhendingu mannréttindaverðlaunanna The Albies sem skipulögð eru undir merkjum góðgerðarsamtaka þeirra hjóna. Hjónin fagna í dag tíu ára brúðkaupsafmæli.

Lífið
Fréttamynd

Gaf eigin­manninum nektar­mynd á stórafmælinu

Leikkonan Catherine Zeta-Jones fagnaði 55 ára afmæli sínu miðvikudaginn síðastliðinn. Í tilefni dagins birti hún mynd af sér kviknakinni á Instagram-síðu sinni. Við færsluna sagði hún myndina einnig vera einskonar afmælisgjöf til eiginmanns síns, Michael Douglas leikstjóra, sem varð áttræður sama dag.

Lífið
Fréttamynd

Í hnapp­helduna með krókódílamanninum

Bandaríska söngkonan Lana Del Rey hefur gengið í hnapphelduna með elskhuga sínum krókódílamanninum Jeremy Dufrene. Einungis mánuður er síðan þau tilkynntu umheiminum að þau væru saman.

Lífið
Fréttamynd

Lík­lega verði flett ofan af fleirum í rann­sókn á brotum Diddy

Arnar Eggert Thoroddsen aðjúnkt í félagsfræði við háskóla Íslands og doktor í tónlist segir líklegt að lögregla eigi eftir að fletta ofan af fleirum í rannsókn sinni á Sean Diddy Combs. Combs hefur verið sakaður um mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur auk kynferðisbrota. Rætt var við Arnar Eggert í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skilnaður Step Up hjóna genginn í gegn

Skilnaður Hollywood stjarnanna Channing Tatum og Jenna Dewan er genginn í gegn. Sex ár eru síðan þau tilkynntu að þau væru hætt saman og í millitíðinni hafa þau bæði byrjað með öðru fólki.

Lífið
Fréttamynd

Sama hvað fólki finnst

Grínistinn Ellen Degeneres segir að hún hafi loksins lært að vera sama um álit annarra á henni. Hún segist lengi hafa velt sér upp úr því hvað öðrum finnist en hafi loksins náð að sleppa taki á þeirri hugsun.

Lífið
Fréttamynd

Hittast á hlut­lausum stað

Ben Affleck og Jennifer Lopez róa nú öllum árum að því að ná samkomulagi um skilmála vegna skilnaðar síns. Erlendir slúðurmiðlar keppast nú við að flytja fréttir af því að þau séu farin að hittast á hlutlausum stað ásamt lögfræðingi sínum þar sem þau ræða skilmálana.

Lífið
Fréttamynd

Segir Murphy gera lítið úr kyn­ferðis­of­beldi

Bræðurnir Lyle og Erik Menendez eru vægast sagt ósáttir við Netflix seríuna Monsters. Serían byggir á þeim bræðrum en þeir myrtu foreldra sína árið 1989 á heimili þeirra í Beverly Hills. Þeir segja foreldra sína hafa beitt sig andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en afplána nú lífstíðarfangelsi án möguleika um reynslulausn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tjáir sig í fyrsta sinn um bróðurmissinn

Bandaríska leikkonan Hayden Panettiere segir að hún muni aldrei jafna sig á því að hafa misst bróður sinn Jansen Pattiere. Hann lést í febrúar á síðasta ári einungis 28 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

„Það spurði þig enginn“

Tónlistarmanninum Pharrell Williams þykir ekki mikið til þess koma þegar aðrar stjörnur tjá sig um pólitík. Hann segist sjálfur halda sínum skoðunum út af fyrir sig.

Lífið
Fréttamynd

Réði ekki við sig þegar hann hitti Lopez

Ben Affleck gat ekki haldið höndum sínum út af fyrir sig og lét Jennifer Lopez ekki í friði þegar þau hittust um helgina í bröns í Beverly Hills í Kaliforníu. Þá sáust þau leiðast og kyssa hvert annað, allt þrátt fyrir að standa nú í miðjum skilnaði.

Lífið
Fréttamynd

Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi

Kourtney Kardashian segist leyfa börnum sínum að sofa uppi í rúmi hjá sér eins lengi og þau vilja. Sonur hennar hafi gert það þar til hann var sjö ára gamall og dóttir hennar þar til hún var ellefu ára.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta starfið að fara út með hund Madonnu

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er með frægustu konum í heimi, hefur tekið að sér ýmis áhugaverð verkefni í gegnum tíðina og fengið að kynnast alls konar fólki. Í nýju tískuheimildarmyndinni In Vogue: The 90's afhjúpar Kim hvert hennar fyrsta starf var, að fara út að ganga með hundinn hennar Madonnu. 

Lífið
Fréttamynd

Meló­drama, morð og hæfi­lega mikið bótox

Morguninn fyrir brúðkaup Ameliu og Benjis á draumaeyjunni Nantucket finnst einn brúðkaupsgestanna myrtur. Brúðkaupinu er aflýst og allir liggja undir grun. Enginn má fara af eyjunni fyrr en búið er að finna hinn seka.

Gagnrýni
Fréttamynd

Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA

Velgengni bandarísku söngkonunnar Taylor Swift virðist engan endi ætla að taka en í nótt sópaði hún til sín verðlaunum á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA. Hún gerði sér lítið fyrir og tók sjö verðlaun með sér heim. 

Tónlist