Malta

Fréttamynd

Sækja um ­leyfi á Möltu

Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brott­fall ungra karla á Ís­landi úr námi hæst í Evrópu

Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. 

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn ríkis­borgari Möltu

Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 

Innlent
Fréttamynd

Bræður dæmdir fyrir morðið á Galizia

George og Alfred Degiorgio voru í gær dæmdir í fjörutíu ára fangelsi hvor um sig fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017. Þriðji maðurinn, Vince Muscat, hafði þegar játað á sig aðild að morðinu.

Erlent
Fréttamynd

Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa

Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur.  

Erlent
Fréttamynd

Malta borgar ferða­mönnum til að koma í sumar

Yfirvöld í Möltu stefnir á að greiða erlendum ferðamönnum, sem halda til á eyjunni í meira en þrjá daga í sumar, allt að 200 evrur, sem eru um 30 þúsund íslenskar krónur. Þau segja aðgerðirnar til þess gerðar að koma ferðaþjónustu eyjunnar á réttan kjöl en atvinnugreinin hefur tekið dýfu niður á við vegna kórónuveirufaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Vilja fá tönn sem Attenborough gaf prinsinum aftur

Yfirvöld á Möltu munu mögulega krefjast þess að beingervingi hákarlatannar verði skilað til landsins. Hinn víðfrægi David Attenborough gaf Georg prinsi tönnina en hann fann hana í fríi á Möltu fyrir rúmum fimmtíu árum.

Erlent
Fréttamynd

Fjörutíu dagar á sjó og þrjár neitanir

Hópur flóttafólks er nú kominn í land á Ítalíu eftir að hafa varið yfir 40 dögum á sjó. Danska skipinu sem flutti hópinn var meinað að leggjast að landi í þremur ríkjum.

Erlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls

Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu.

Erlent
Fréttamynd

Þrír stjórnmálamenn sagt af sér á Möltu

Þrír hafa stigið til hliðar frá störfum fyrir maltnesku ríkisstjórnina. Talið er að afsagnirnar séu í tengslum við morðið á maltneska rannsóknarblaðamanninum Daphne Caruana Galizia í október 2017, þar á meðal tveir ráðherrar.

Erlent
Fréttamynd

Sáu flóttamenn en sigldu á brott

Malta Mohammed Adam Oga, sá eini sem lifði af tilraun fimmtán flóttamanna til að sigla yfir Miðjarðarhaf fyrr í mánuðinum, sagði við Reuters í gær að fleiri en eitt skip hefði siglt fram hjá flóttamönnunum, hundsað allar beiðnir um aðstoð og siglt á brott.

Erlent
Fréttamynd

Þrír unglingspiltar ákærðir fyrir hryðjuverk

Þrír unglingspiltar, sem allir eru á flótta, hafa verið ákærðir af maltverskum yfirvöldum eftir að hafa tekið olíuskip á "sitt vald“, sem er skilgreint sem hryðjuverk samkvæmt maltverskum lögum.

Erlent
  • «
  • 1
  • 2