Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir skrifar 19. október 2017 07:00 Kynbundið ofbeldi hefur verið mikið á dagskrá nú í sumar og haust og ekki síst í tengslum við mál það sem varð ríkisstjórninni að falli. Þung undiralda kvenfrelsissjónarmiða og femínískra byltinga fangaði kröfuna um að uppreist æra kynferðisbrotamanns yrði endurskoðuð og ekki síst að starfsréttindi hans yrðu ekki afhent án fyrirstöðu. Það er ekki ofsögum sagt að fall þessarar ríkisstjórnar verður af þessum sökum kafli í kvenfrelsissögu Íslands. Brotaþolar höfðu hátt og kröfðust áheyrnar kerfisins og stjórnmálamanna meira en nokkru sinn fyrr. Með stuðningi fjölmiðla varð þrýstingurinn meiri en svo að ríkisstjórnin þyldi hann og endaði með því að hún fór frá. Við stefnum nú á alþingiskosningar aðeins ári frá síðustu kosningum og þær kosningar eru haldnar í þessu ljósi. Árið 2011 var Istanbúl-samningurinn undirritaður af hálfu Íslands en um er að ræða samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Ofbeldi gegn konum, þar með talið heimilisofbeldi, er ein alvarlegasta tegund kynbundinna mannréttindabrota sem um getur og samfélagsmein hvar sem þess gætir. Istanbúl-samningurinn skuldbindur aðildarríkin til að gera ráðstafanir gegn ofbeldi gegn konum og er því mikilvægt að hann verði fullgiltur hér á landi og þær breytingar gerðar á lögum sem fullgildingin krefst. Fyrir liggur greinargerðin Skýrsla um samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi og aðlögun íslenskra laga og reglna vegna aðildar frá haustinu 2012 sem gerð var á vegum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Undirbúningur að fullgildingu Istanbúl-samningsins er þannig kominn nokkuð á veg og sjálfsagt að halda honum áfram og ljúka verkinu eins fljótt og auðið er. Þegar Alþingi var slitið á dögunum lá fyrir að þau mál sem lúta að kynbundnu ofbeldi af ýmsu tagi hlytu að vera í brennidepli þessarar kosningabaráttu. Um það leyti voru fjöldamörg þingmál í burðarliðnum og þar á meðal þingmál sem laut að því að fullgilda Istanbúl-samninginn en tekist hafði að fá meðflutningsmenn í öllum flokkum utan einum. Því liggur fyrir að slíkt mál hlýtur að verða hluti af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er formaður þingflokks Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi hefur verið mikið á dagskrá nú í sumar og haust og ekki síst í tengslum við mál það sem varð ríkisstjórninni að falli. Þung undiralda kvenfrelsissjónarmiða og femínískra byltinga fangaði kröfuna um að uppreist æra kynferðisbrotamanns yrði endurskoðuð og ekki síst að starfsréttindi hans yrðu ekki afhent án fyrirstöðu. Það er ekki ofsögum sagt að fall þessarar ríkisstjórnar verður af þessum sökum kafli í kvenfrelsissögu Íslands. Brotaþolar höfðu hátt og kröfðust áheyrnar kerfisins og stjórnmálamanna meira en nokkru sinn fyrr. Með stuðningi fjölmiðla varð þrýstingurinn meiri en svo að ríkisstjórnin þyldi hann og endaði með því að hún fór frá. Við stefnum nú á alþingiskosningar aðeins ári frá síðustu kosningum og þær kosningar eru haldnar í þessu ljósi. Árið 2011 var Istanbúl-samningurinn undirritaður af hálfu Íslands en um er að ræða samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Ofbeldi gegn konum, þar með talið heimilisofbeldi, er ein alvarlegasta tegund kynbundinna mannréttindabrota sem um getur og samfélagsmein hvar sem þess gætir. Istanbúl-samningurinn skuldbindur aðildarríkin til að gera ráðstafanir gegn ofbeldi gegn konum og er því mikilvægt að hann verði fullgiltur hér á landi og þær breytingar gerðar á lögum sem fullgildingin krefst. Fyrir liggur greinargerðin Skýrsla um samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi og aðlögun íslenskra laga og reglna vegna aðildar frá haustinu 2012 sem gerð var á vegum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Undirbúningur að fullgildingu Istanbúl-samningsins er þannig kominn nokkuð á veg og sjálfsagt að halda honum áfram og ljúka verkinu eins fljótt og auðið er. Þegar Alþingi var slitið á dögunum lá fyrir að þau mál sem lúta að kynbundnu ofbeldi af ýmsu tagi hlytu að vera í brennidepli þessarar kosningabaráttu. Um það leyti voru fjöldamörg þingmál í burðarliðnum og þar á meðal þingmál sem laut að því að fullgilda Istanbúl-samninginn en tekist hafði að fá meðflutningsmenn í öllum flokkum utan einum. Því liggur fyrir að slíkt mál hlýtur að verða hluti af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er formaður þingflokks Vinstri grænna.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar