Samstaða verður ekki úrelt Drífa Snædal skrifar 9. mars 2016 07:00 Ef við berum fyrir okkur stórkarlalegar myndlíkingar úr hermáli þá er „víglínan“ á vinnumarkaðinum skýr þessa dagana. Starfsfólk álversins í Straumsvík á í harðri baráttu við alþjóðlegt stórfyrirtæki um kaup og kjör. Í fyrstu fjallaði málið um heimild fyrirtækisins til verktöku en það var hluti af kjörum starfsfólksins að verktaka væri takmörkuð og að undirverktakar byðu sínu starfsfólki sömu laun og væri það starfandi beint fyrir fyrirtækið. Það er leið til þess að viðhalda þeim kjörum sem samið hefur verið um fyrir allt starfsfólkið en ekki bara suma sem koma að störfum fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið sjálft var þannig ábyrgt fyrir ákveðnum kjörum gagnvart öllum sem þjónusta það og mætti svo vera um fleiri fyrirtæki. Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir svokallaðri keðjuábyrgð sem felur í sér að ekki sé hægt að ráða sér undirverktaka til að framleiða þjónustu eða vöru án þess að axla ábyrgð á því að kaup, kjör og aðstæður séu samkvæmt samningum. Krafa RIO Tinto Alcan um heimild til aukinnar verktöku gengur þvert á þetta markmið enda útvistun verkefna væntanlega gerð í þeim tilgangi að „minnka kostnað“. Eftir því sem á leið baráttu starfsfólksins kemur yfirlýsing frá fyrirtækinu sjálfu um launafrystingu. Á þeim tímapunkti varð þessi barátta starfsfólksins í Straumsvík að sameiginlegri baráttu alls launafólks á Íslandi. Við búum við eina sterkustu vinnulöggjöf í heimi og sterk stéttarfélög sem launafólk um allan heim öfundar okkur af og telur til fyrirmyndar. Í nágrannalöndum okkar berst fólk gegn atvinnuleysi, óöruggum ráðningum, launafrystingu og í Svíþjóð og Finnlandi er hávær krafa um beinar launalækkanir. Við sjálf jafnt sem stórfyrirtæki úti í heimi verðum að gera okkur grein fyrir að íslenski vinnumarkaðurinn er sterkur og felst styrkur hans einkum í skýrum reglum, öruggu starfsumhverfi og mikilli samstöðu þegar á reynir. Starfsfólkið í Straumsvík þarf að finna þessa samstöðu því barátta þess er barátta okkar allra fyrir sanngjörnum skilyrðum á vinnumarkaði og frelsi til að semja um kaup og kjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ef við berum fyrir okkur stórkarlalegar myndlíkingar úr hermáli þá er „víglínan“ á vinnumarkaðinum skýr þessa dagana. Starfsfólk álversins í Straumsvík á í harðri baráttu við alþjóðlegt stórfyrirtæki um kaup og kjör. Í fyrstu fjallaði málið um heimild fyrirtækisins til verktöku en það var hluti af kjörum starfsfólksins að verktaka væri takmörkuð og að undirverktakar byðu sínu starfsfólki sömu laun og væri það starfandi beint fyrir fyrirtækið. Það er leið til þess að viðhalda þeim kjörum sem samið hefur verið um fyrir allt starfsfólkið en ekki bara suma sem koma að störfum fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið sjálft var þannig ábyrgt fyrir ákveðnum kjörum gagnvart öllum sem þjónusta það og mætti svo vera um fleiri fyrirtæki. Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir svokallaðri keðjuábyrgð sem felur í sér að ekki sé hægt að ráða sér undirverktaka til að framleiða þjónustu eða vöru án þess að axla ábyrgð á því að kaup, kjör og aðstæður séu samkvæmt samningum. Krafa RIO Tinto Alcan um heimild til aukinnar verktöku gengur þvert á þetta markmið enda útvistun verkefna væntanlega gerð í þeim tilgangi að „minnka kostnað“. Eftir því sem á leið baráttu starfsfólksins kemur yfirlýsing frá fyrirtækinu sjálfu um launafrystingu. Á þeim tímapunkti varð þessi barátta starfsfólksins í Straumsvík að sameiginlegri baráttu alls launafólks á Íslandi. Við búum við eina sterkustu vinnulöggjöf í heimi og sterk stéttarfélög sem launafólk um allan heim öfundar okkur af og telur til fyrirmyndar. Í nágrannalöndum okkar berst fólk gegn atvinnuleysi, óöruggum ráðningum, launafrystingu og í Svíþjóð og Finnlandi er hávær krafa um beinar launalækkanir. Við sjálf jafnt sem stórfyrirtæki úti í heimi verðum að gera okkur grein fyrir að íslenski vinnumarkaðurinn er sterkur og felst styrkur hans einkum í skýrum reglum, öruggu starfsumhverfi og mikilli samstöðu þegar á reynir. Starfsfólkið í Straumsvík þarf að finna þessa samstöðu því barátta þess er barátta okkar allra fyrir sanngjörnum skilyrðum á vinnumarkaði og frelsi til að semja um kaup og kjör.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun