Öryggi barna á sundstöðum Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. desember 2010 06:15 Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, skrifar grein í Fréttablað gærdagsins þar sem hann furðar sig á nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins um öryggismál á sundstöðum. Ómar telur það hið versta mál að börnum yngri en tíu ára sé nú óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi fimmtán ára eða eldri. Hingað til hefur verið miðað við átta ára aldur. Ómar segist ekki sjá nein rök fyrir þessari breytingu. Mér er bæði ljúft og skylt að útskýra fyrir honum á hvaða forsendum ákvörðun mín byggir. Breytingin er að sjálfsögðu til komin vegna öryggissjónarmiða. Hlutfall barna sem eru synd átta ára er lægra en hlutfall þeirra sem eru synd tíu ára gömul. Einnig eru börn yngri en tíu ára líklegri til að drukkna vegna þess að þau hafa ekki eins góð viðbrögð í öndunarvegi. Þannig hafa kokviðbrögð alla jafnan náð eðlilegum þroska við tíu ára aldur. Meðal þeirra sem styðja þessa breytingu á reglugerðinni eru Félag barnalækna, Umboðsmaður barna, Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórn Samtaka forstöðumanna sundstöðva á Íslandi. Í umsögn Félags barnalækna og Sjóvá Forvarnarhúss um umrædda breytingu eru taldar upp fjórar ástæður fyrir hækkun aldurstakmarks í tíu ár: 1. Í rannsókn á tíðni drukknana frá 1984 til 1993 kom fram að 42% allra barna sem rannsóknin náði yfir drukknuðu á opinberum sundstöðum. Flest þeirra voru á aldrinum 6-9 ára. 2. Í könnun sem unnin var af sundkennurum árið 1998 kemur fram að einungis 25% barna sem náð hafa 8 ára aldri eru synd samkvæmt gildandi skilgreiningum sundkennslu. 3. Reynslan sýnir að flestir foreldrar hugsa fyrst og fremst um aldur barna en taka ekki tillit til raunverulegrar sundkunnáttu barna sinna. Foreldrar hafa í flestum tilfellum ekki skýra mynd af hvort barnið er synt eða ekki og treysta um of á gæslu sundlaugarvarða. 4. Samsetning íbúa á Íslandi hefur breyst. Þau börn sem hingað hafa flutt undanfarin ár hafa mörg hver ekki hlotið sundkennslu sem er sambærileg þeirri sem veitt er hér á landi. Í þessu ljósi tók ég þá ákvörðun að hækka aldurstakmarkið í tíu ár. Ómar segist byggja andstöðu sína við þessa ákvörðun á spjalli við sundsérfræðinga og skorar því á mig að fresta gildistöku reglugerðarinnar og fá frekari umsagnir þeirra sem þekkingu hafa á þessum málum. Eins og fram kemur hér að framan er afstaða mín meðal annars byggð á þekkingu Félags barnalækna, Umboðsmanns barna og stjórnar Samtaka forstöðumanna sundstöðva. Ef Ómar telur sig búa yfir frekari upplýsingum sem kynnu að hafa áhrif á ákvörðun mína í málinu hvet ég hann til að koma á minn fund og gera grein fyrir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, skrifar grein í Fréttablað gærdagsins þar sem hann furðar sig á nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins um öryggismál á sundstöðum. Ómar telur það hið versta mál að börnum yngri en tíu ára sé nú óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi fimmtán ára eða eldri. Hingað til hefur verið miðað við átta ára aldur. Ómar segist ekki sjá nein rök fyrir þessari breytingu. Mér er bæði ljúft og skylt að útskýra fyrir honum á hvaða forsendum ákvörðun mín byggir. Breytingin er að sjálfsögðu til komin vegna öryggissjónarmiða. Hlutfall barna sem eru synd átta ára er lægra en hlutfall þeirra sem eru synd tíu ára gömul. Einnig eru börn yngri en tíu ára líklegri til að drukkna vegna þess að þau hafa ekki eins góð viðbrögð í öndunarvegi. Þannig hafa kokviðbrögð alla jafnan náð eðlilegum þroska við tíu ára aldur. Meðal þeirra sem styðja þessa breytingu á reglugerðinni eru Félag barnalækna, Umboðsmaður barna, Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórn Samtaka forstöðumanna sundstöðva á Íslandi. Í umsögn Félags barnalækna og Sjóvá Forvarnarhúss um umrædda breytingu eru taldar upp fjórar ástæður fyrir hækkun aldurstakmarks í tíu ár: 1. Í rannsókn á tíðni drukknana frá 1984 til 1993 kom fram að 42% allra barna sem rannsóknin náði yfir drukknuðu á opinberum sundstöðum. Flest þeirra voru á aldrinum 6-9 ára. 2. Í könnun sem unnin var af sundkennurum árið 1998 kemur fram að einungis 25% barna sem náð hafa 8 ára aldri eru synd samkvæmt gildandi skilgreiningum sundkennslu. 3. Reynslan sýnir að flestir foreldrar hugsa fyrst og fremst um aldur barna en taka ekki tillit til raunverulegrar sundkunnáttu barna sinna. Foreldrar hafa í flestum tilfellum ekki skýra mynd af hvort barnið er synt eða ekki og treysta um of á gæslu sundlaugarvarða. 4. Samsetning íbúa á Íslandi hefur breyst. Þau börn sem hingað hafa flutt undanfarin ár hafa mörg hver ekki hlotið sundkennslu sem er sambærileg þeirri sem veitt er hér á landi. Í þessu ljósi tók ég þá ákvörðun að hækka aldurstakmarkið í tíu ár. Ómar segist byggja andstöðu sína við þessa ákvörðun á spjalli við sundsérfræðinga og skorar því á mig að fresta gildistöku reglugerðarinnar og fá frekari umsagnir þeirra sem þekkingu hafa á þessum málum. Eins og fram kemur hér að framan er afstaða mín meðal annars byggð á þekkingu Félags barnalækna, Umboðsmanns barna og stjórnar Samtaka forstöðumanna sundstöðva. Ef Ómar telur sig búa yfir frekari upplýsingum sem kynnu að hafa áhrif á ákvörðun mína í málinu hvet ég hann til að koma á minn fund og gera grein fyrir þeim.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar