Skoðun

Stöndum vörð um hags­muni sjúk­linga

Halldóra Mogensen skrifar

Öll getum við átt í hættu á að veikjast einhverntímann á lífsleiðinni. Alvarleg veikindi koma fólki oftast algjörlega í opna skjöldu. Á einu augnabliki umturnast líf fólks og ekki er óalgengt að samhliða sæti áherslur, lífsskoðanir og framtíðarsýn fólks endurskoðun.

Skoðun

Hreyfingin ó­starf­hæf – eða hvað?

Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar

Það vefst ekki fyrir neinum sem fylgdist með fjölmiðlum að þing alþýðusambandsins var viðburðaríkt. Án þess að fara nánar út í þingið sem slíkt þá langar mig að velta upp spurningu. Því hefur verið haldið fram af fólki, fjölmiðlum og í einhverjum tilfellum fólki innan verkalýðshreyfingarinnar að hreyfingin sé óstarfhæf. En er hreyfingin óstarfhæf?

Skoðun

Innviðaráðherra tefur uppbyggingu stúdentagarða

Rebekka Karlsdóttir skrifar

Þann 1. október síðastliðinn átti starfshópur sem innviðaráðherra skipaði til að fjalla sérstaklega um nýja byggð í Skerjafirði, að skila niðurstöðum sínum, en þær niðurstöður hafa ekki enn litið dagsins ljós. Á þessu svæði hefur Félagsstofnun stúdenta (FS) á áætlun að byggja allt að 107 íbúðir í Skerjafirði I, auk þess sem að skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um úthlutun lóða í Skerjafirði II.

Skoðun

Skapahárin sem sköpuðu skrilljónir

Heiða Kristín Helgadóttir skrifar

Til þess að standa undir núverandi lífsgæðum á Íslandi þarf að auka útflutningsverðmæti þjóðarbúsins um 1 milljarð á viku, samkvæmt opinberum áætlunum. Útflutningsgreinar okkar samanstanda helst af ferðamennsku, álframleiðslu og sjávarútvegi.

Skoðun

Geð­heil­brigðis­­starfs­­maður í lög­reglu­bíl

Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar

Undanfarið hefur umræða um geðheilbrigðismál orðið umfangsmeiri í samfélaginu og ákall er eftir auknu aðgengi að faglegri þjónustu. Í því samhengi er mikilvægt að efla samstarf milli geðheilbrigðiskerfisins og lögreglunnar, eins og hefur þegar gefist vel víðsvegar um heiminn.

Skoðun

Leik­reglur heilsu­gæslunnar

Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar

Innleiðing fjármögnunarlíkans heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu 2017 og loks á landsbyggðinni 2021 var fyrsta skrefið í eflingu heilsugæslu um allt land. Þó líkanið sé ekki fullkomið tókst loksins að tryggja að fjármagn fylgi notendum heilsugæslunnar óháð rekstrarforminu.

Skoðun

Boðorðin níu

Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar

Það dregur til tíðinda í Garðabænum, en þar hafa boðorðin tíu verið uppfærð og stytt, þannig að auðveldara sér að læra þau. Það sem þó kannski mestu athyglina vekur er sú staðreynd að þeim hefur verið fækkað um eitt.

Skoðun

Nýr „bensín­bíll“

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Tæknihræðsla og íhaldssemi geta stundum hægt á framförum og þróun. Sjálfur þurfti ég að aðstoða kynslóðina fyrir ofan mig í ýmsum tæknimálum t.d. við innleiðingu sjónvarpsfjarstýringa en er nú sjálfur háður yngri kynslóðum í uppfærslum snjallsíma, svo dæmi sé tekið.

Skoðun

Vantar raddir í virkjana­kórinn?

Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Það var áhugaverð spurning sem Innherji setti fram í gær. Ætlar Orkuveita Reykjavíkur að skila auðu í orkuskiptunum, spurði nafnlaus blaðamaðurinn, sem virðist hafa verið utan þjónustusvæðis um hríð.

Skoðun

Eru gömlu upplýsingakerfin að deyja?

Rúnar Sigurðsson skrifar

Skýjalausnir eru hugbúnaðar lausnir er keyra í sérhönnuðum gagnaverum og allir notendur eru í sömu grunnútgáfunni, þ.e. ekki er haldið utan um sértæka útgáfu fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig. Aðlaganir fyrir hvern og einn er hægt að gera, en grunnkerfið er alltaf í sömu útgáfu fyrir alla notendur.

Skoðun

Endalaus hryllingur

Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Úkraínska þjóðin berst af mikilli hörku, dugnaði og þrautseigju fyrir lífi sínu og frelsi sínu. Hræðilegar árásir Rússa á Úkraínu ekki bara á hernaðarmannvirki heldur á almennaborgara, verslunarmiðstöðvar, sjúkrahús og leikvelli sýnir meiri grimmd og hrylling en hægt væri að ímynda sér.

Skoðun

Til Svan­dísar Svavars­dóttur mat­væla­ráð­herra

Hrafnhildur P Þorsteins skrifar

Sæl Svandís, ég er að setja mig í samband við þig vegna dýraníðs í Borgarfirði. Þú hefur örugglega heyrt af þessu máli í fjölmiðlum. Steinunn Árnadóttir benti á þetta og hefur fylgt málinu eftir. MAST gerir ekkert. Lögreglan og dýraeftirlitsmaður á svæðinu gerir ekkert.

Skoðun

Hvernig og hvaðan koma orku­skiptin?

Kristín Linda Árnadóttir og Jóna Bjarnadóttir skrifa

Stjórnvöld hafa metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum og stefna að kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum árið 2040 Augljóst er að orkufyrirtæki þjóðarinnar, öflugasta orkufyrirtæki landsins sem vinnur um 70% af allri raforku hér á landi, getur gegnt lykilhlutverki í að hrinda þeim áætlunum í framkvæmd.

Skoðun

Rétturinn til að standa á sviði

Iva Marín Adrichem skrifar

Þegar ég var lítil dreymdi mig um að verða atvinnukona í fimleikum. Ég lagði mig alla fram við að æfa fimleika en sú stund rann upp að ég fór að dragast aftur úr jafnöldrum mínum. Því voru foreldrar mínir og þjálfari tilneydd að setjast niður með mér og taka erfitt samtal um að því miður væri ekki mögulegt fyrir mig að keppa í hópi ófatlaðra jafnaldra minna í framtíðinni.

Skoðun

Kata­strófa í dönskum byggingar­iðnaði

Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fram undan er svartur vetur í dönskum byggingariðnaði og líklega í stórum hluta Evrópu. Rafmagns og hitunar kostnaður ríkur upp sem og matur og því hefur dregið verulega úr kaupgetu Hr og Fru Hansen eins og Daninn kallar hinn almenna einstaklings kúnna. 10% verðbólga er staðreynd í Evrópu og Danir að upplifa mestu verðbólgu í 40 ár. Sambærilega mæld verðbólga er um 5% á Íslandi.

Skoðun

Vanfjármagnað geðheilbrigðiskerfi og afleiðingar þess

Grímur Atlason skrifar

Landssamtökin Geðhjálp hafa um langt árabil bent á þá staðreynd að geðheilbrigðiskerfið er vanfjármagnað. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðiskerfið, sem kom út í vor, þá eru fjárframlög til málaflokksins tæplega 5% af heildarfjárframlögum til heilbrigðismála. Á sama tíma er áætlað umfang geðheilbrigðismála af heildinni í kringum 25%. Í samantekt frá árunum 2007 til 2009 var framlag til geðheilbrigðismála áætlað í kringum 8%.

Skoðun

Á að bíta barn sem bítur?

Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar

Fréttaflutningur af alvarlegum ofbeldisbrotum á Íslandi hefur verið svo hávær að undanförnu að fólk er farið að spyrja hvort ofbeldisbrotum sé að fjölga. Svarið við þeirri spurningu er því miður einfalt: já.

Skoðun

Barna­sátt­málinn er ekki bara fyrir börn

Sigyn Blöndal skrifar

Öll eigum við mannréttindi. Þetta vitum við. Mannréttindi tryggja okkur jafnrétti og virðingu, vernd gegn ofbeldi, þau vinna gegn vanþekkingu og hatri og varðveita rétt okkar til þátttöku, rétt okkar til að stunda vinnu, fela í sér virðingu fyrir öðru fólki og okkur sjálfum

Skoðun

Má ég vera feitur?

Sveinn Waage skrifar

Ef það er einhver aðkallandi umræða sem erfitt reynist að tækla þá er það slagurinn um offituna.

Skoðun

Viltu segja nafnið á eldfjallinu sem gaus 2010?

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Þessari spurningu er ég oft beðin að svara í starfi mínu sem landvörður. Og ýmsum fleiri spurningum sem snúa að framburði íslenskunnar, orðum í málinu og nafnavenjum svo eitthvað sé nefnt.

Skoðun

Eldri júdóiðk­endur forðist hættu­legar hengingar­æfingar

Hermann Valsson skrifar

Eins og fram kom í viðtali Morgunblaðsins við mig í byrjun febrúar sl. fékk ég heilablóðfall og slagæð í hálsi skaðaðist verulega eftir endurteknar hengingaræfingar á tækniæfingu með júdódeild Ármanns, sem ég hafði æft með í rúm tuttugu ár.

Skoðun

Ekki sprengja börn!

Ellen Calmon skrifar

Barnaheill fordæma árásir sem bitna á börnum. Sprengjum hefur rignt yfir Kyiv, höfuðborg Úkraínu, síðustu daga. Þar á meðal lenti ein sprenging á leikvelli sem er um einum kílómeter frá skrifstofu Barnaheilla - Save the Children Í Úkraínu. „Við fundum jörðina skjálfa,“ sagði starfsmaður Barnaheilla í Úkraínu.

Skoðun

Við höfum val og vald

Hrefna Rós Sætran skrifar

Fyrir fáeinum dögum birtist frétt af því að dreifingarfyrirtækin Norðanfiskur og Fisherman hefðu verið skikkuð til að fjarlægja af umbúðum utan um sjókvíaeldislax orðin „vistvænn, umhverfisvænn og sjálfbær“.

Skoðun

Beinum kröftum okkar á réttan stað

Kristín Linda Árnadóttir og Jóna Bjarnadóttir skrifa

Tímarnir hafa breyst. Núna er sama hvort viðmælandinn starfar hjá einka- eða ríkisfyrirtæki eða er við stjórnvölinn hjá félagasamtökum eða á þjóðarskútunni. Öll eiga það sameiginlegt að vilja leggja hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvandanum. Þau gera það á eigin vinnustað og í einkalífinu en ekki síst með því að stuðla að samstarfi fjölda aðila alls staðar í samfélaginu.

Skoðun

Ólafur Stephen­sen og Kaup­fé­lag Skag­firðinga

Hilmar Þór Hilmarsson skrifar

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segist vera hættur að versla við fyrirtæki í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Ástæðan að sögn er sú að einn starfsmaður Kaupfélagsins er heiðurskonsúll/ræðismaður Rússlands á Íslandi.

Skoðun

Nöktu föt keisarans og skæri demanturinn

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin er að berjast á mörgum vígstöðum þessa dagana og eins og áður þá sendi ég á þau orkuknús og óska þeim alls hið besta. Þau mega alveg fá að vita að það er fólk í samfélaginu sem stendur með þeim svo ef þú lesandi góður ert sammála mér, ekki hika við að senda á þau fallegar kveðjur og orkuknús.

Skoðun