Ætlar Ísland sömu leið og Svíar? Reynir Böðvarsson skrifar 13. september 2024 19:02 Ég talaði um stjórnlausan heim í síðasta pistli mínum. Þá var ég að meina stjórnlausan í svipaðri merkingu og þegar talað er um stjórnlausan bíl. Stjórnlausum bíl er ekki stýrt til þess að koma farþegum heilum á húfi á áfangastað, það er allt í óvissu um hvernig ferðin endar, og hún endar oftast illa. Heimurinn er þó ekki alveg stjórnlaus á þennan hátt, honum er stjórnað af græðgi. Heimur sem stjórnast af óbeisluðum markaði, með lítilli eða engri aðkomu ábyrgðarfulla fulltrúa lýðræðislegra stjórnvalda, er með heimsborgara sína í mikilli óvissuferð sem þó ólíkt flestum slíkum ferðum í gleðskap mun nánast örugglega enda með skelfingu. Þegar ákvarðanir í nánast öllum stigum samfélagsins miðast við fjárlagslega hagkvæmni til skamms tíma og nánast engu öðru er voðinn vís. Þegar markaðsvæðing samfélagsins er orðin svo umfangsmikil að flestar grunnstofnanir þess eru á markaði þá hverfa langtímasjónarmið úr ákvarðanatöku og skammtímalausnir verða gjarnan fyrir valinu. Reyndar eru þessar skammtímalausnir markaðarins taldar, af þeim sem taka ákvarðanir þar, sem „langtíma fjárfestingar”, fimm ár eða upp til að hámarki þrír áratugir. Með slík viðmið hefðu járnbrautir í Evrópu ekki verið byggðar á sínum tíma, ekki heldur vegir, skólar og sjúkrahús. Svíþjóð hefur orðið illa fyrir barðinu á nýfrjálshyggjunni, fyrirmyndar þjóðfélaga á heimsvísu er nú orðið varnaðardæmi um hversu illa málin geta þróast með hægrið við völd. Skólakerfið í Svíþjóð er ekki svipur hjá sjón að gæðum eftir markaðsvæðingu hægrisins og því miður á hægrið í sósíaldemókrötum þar líka stóra sök, létu sig hrífast af Blairismanum og fetuðu hugfangin í hans fótspor. Aukin misskipting og ójöfnuður síðustu áratugi er meðal annars afleiðing af frjálsu vali á skóla og einkavæðingu. Eitt af stærstu vandamálunum er að frjálsa skólavalið hefur ýtt undir félagslega og efnahagslega aðgreiningu. Fjölskyldur með meiri fjárhagslegar og menningarlegar bjargir hafa auðveldara með að velja betri skóla, á meðan fjölskyldur með lægri tekjur eru oft fastar við almenningsskóla með lakari aðstöðu. Þetta hefur leitt til aukins ójafnaðar í menntun. Einkaskólar hafa hvata til að hámarka hagnað sem getur haft áhrif á gæði kennslu. Í mörgum tilfellum hefur verið bent á að þessir skólar reyni að draga úr kostnaði með að ráða óreyndari kennara og hafa þannig minni kröfur um gæði. Einkaskólar hafa lagt áherslu á að bæta sýnilega frammistöðu nemenda, til dæmis með góðum prófúrslitum, til að laða að fleiri nemendur. Þetta hefur leitt til þess að sumir skólar velja nemendur sem eru líklegri til að standa sig vel á prófum og hafa þannig betri einkunnir, en hafna nemendum með meiri stuðningsþarfir. Þetta veldur ójöfnuði sem síðan leiðir til aðskilnaðar í samfélaginu og aukinnar spennu. Skólar keppa nú um nemendur og fjármögnun, sem hefur leitt til meiri áherslu á markaðssetningu og fjárhagslegan rekstur í staðinn fyrir aðaláhersluna á menntun. Þetta getur skapað gífurlegt álag á skólastjórnendur og kennara og valdið auknum flótta frá starfinu. Kennari var hér áður eitt af virtustu störfum í þjóðfélaginu, frjálst og skapandi, er nú orðið að stressandi þrælavinnu með æ meira valdboði að ofan og launin alls ekkií samræmi við mikilvægi starfsins. Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu hefur leitt til þess að fleiri heilsugæslustöðvar eru stofnaðar þar sem efnað fólk býr, þeir sem hafa meira fjármagn geta fengið betri og hraðari heilbrigðisþjónustu. Talið er að æ stærra hlutfall kostnaðar ríkisins vegna heilbrigðisþjónustu fari í að sinna lítið veikum eða jafnvel frískum einstaklingum og þeir sem hafi ríkari ástæðu til að fá þjónustu fái hana ekki. Fólk með lægri tekjur fær lakari þjónustu og lengri biðtíma en þeir sem búa í fínu hverfunum og eru vel stæðir fái mikla þjónustu, jafnvel án þess að raunverulega þurfa hennar við. Sem sagt, ójöfnuður hvað varðar heilbrigðisþjónust hefur aukist við aukna einkavæðingu og heilbrigðiskerfið hefur orðið óskilverkara og leitt til aukins kostnaðar fyrir ríkið. Einkarekin fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu hafa tilhneigingu til að einbeita sér meira að fjárhagslegum hagnaði en að tryggja hámarks gæði þjónustunnar. Þetta leiðir til minna eftirlits með gæðum og þjónustu sem er náttúrulega ekki í þágu sjúklinga né heldur skattgreiðenda. Ofan á allt þetta hefur starfsumhverfi versnað þar sem einkareknar heilbrigðisstofnanir leitast við að draga úr kostnaði, sem leiðir til undirmönnunar og aukins álags á heilbrigðisstarfsfólk. Þetta ástand smitast yfir á opinberar stofnanir sem eru jú á sama „markaði”. Í stuttu máli má segja að aukin einkavæðing hafi aukið ójöfnuð, kostnað og haft neikvæð áhrif á gæði og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Mörg önnur dæmi mætti taka um neikvæð áhrif einkavæðingar í Svíþjóð síðan Nýfrjálshyggjan hóf þar innreið sína. „Det går som tåget” var of sagt á sænsku þegar talað var um eitthvað sem hægt væri að treysta á, kæmi og færi á réttum tíma og skilaði manni alla leið. Enginn notar þessi spakmæli lengur því þau hafa öfuga merkingu eftir markaðsvæðingu. Lyfsalan var einkavædd árið 2009 af hægri stjórninni og er af sem áður að maður treysti öllu sem ráðlagt er þar, nú er reynt að pranga inn á mann allskonar drasli þar sem engin læknisfræðileg rök eru fyrir að maður þurfi. Rannsóknir sýna að lyfjaverð hækkaði við einkavæðingu og eru apotekin mörg í þéttbýli en færri í strjálbýli. Sama má segja um bílaskoðunina, hún er dýrari nú og aðgengi verra í strjálbýli. Þróunarhjálp er orðin að viðskiptatækifærum en ekki það sem orðið gefur til kynna. Allir flokkar sem nú sitja á Alþingi virðast aðhyllast markaðsvæðingu í auknum mæli, kannski hefur þó VG innst inni efasemdir en hefur látið þessa þróun yfir sig ganga í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Allir aðrir flokkar eru að meira eða minna leiti mjög markaðssinnaðir, allt frá öfga nýfrjálshyggju Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar, yfir pólitíska áttaóvissu á vinstri-hægri ás stjórnmála Flokk fólksins og Pírata, yfir í leyfar sósíaldemokratiskrar stefnu sem þó virðist lítið eftir af í Samfylkingunni. Ef Ísland ætlar að forðast að feta í fótspor Svía í þessari ömurlegu vegferð markaðsvæðingar samfélagsins þá þarf ný og öflug rödd að koma úr ræðustól Alþingis, rödd frá vinstri, rödd sem fólk skilur og hefur hreinan tón. Tón réttlætis, raunverulegs jafnaðar og mannúðar. Ég held að Sósíalistaflokkurinn svari þessu kalli nú í næstu kosningum. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég talaði um stjórnlausan heim í síðasta pistli mínum. Þá var ég að meina stjórnlausan í svipaðri merkingu og þegar talað er um stjórnlausan bíl. Stjórnlausum bíl er ekki stýrt til þess að koma farþegum heilum á húfi á áfangastað, það er allt í óvissu um hvernig ferðin endar, og hún endar oftast illa. Heimurinn er þó ekki alveg stjórnlaus á þennan hátt, honum er stjórnað af græðgi. Heimur sem stjórnast af óbeisluðum markaði, með lítilli eða engri aðkomu ábyrgðarfulla fulltrúa lýðræðislegra stjórnvalda, er með heimsborgara sína í mikilli óvissuferð sem þó ólíkt flestum slíkum ferðum í gleðskap mun nánast örugglega enda með skelfingu. Þegar ákvarðanir í nánast öllum stigum samfélagsins miðast við fjárlagslega hagkvæmni til skamms tíma og nánast engu öðru er voðinn vís. Þegar markaðsvæðing samfélagsins er orðin svo umfangsmikil að flestar grunnstofnanir þess eru á markaði þá hverfa langtímasjónarmið úr ákvarðanatöku og skammtímalausnir verða gjarnan fyrir valinu. Reyndar eru þessar skammtímalausnir markaðarins taldar, af þeim sem taka ákvarðanir þar, sem „langtíma fjárfestingar”, fimm ár eða upp til að hámarki þrír áratugir. Með slík viðmið hefðu járnbrautir í Evrópu ekki verið byggðar á sínum tíma, ekki heldur vegir, skólar og sjúkrahús. Svíþjóð hefur orðið illa fyrir barðinu á nýfrjálshyggjunni, fyrirmyndar þjóðfélaga á heimsvísu er nú orðið varnaðardæmi um hversu illa málin geta þróast með hægrið við völd. Skólakerfið í Svíþjóð er ekki svipur hjá sjón að gæðum eftir markaðsvæðingu hægrisins og því miður á hægrið í sósíaldemókrötum þar líka stóra sök, létu sig hrífast af Blairismanum og fetuðu hugfangin í hans fótspor. Aukin misskipting og ójöfnuður síðustu áratugi er meðal annars afleiðing af frjálsu vali á skóla og einkavæðingu. Eitt af stærstu vandamálunum er að frjálsa skólavalið hefur ýtt undir félagslega og efnahagslega aðgreiningu. Fjölskyldur með meiri fjárhagslegar og menningarlegar bjargir hafa auðveldara með að velja betri skóla, á meðan fjölskyldur með lægri tekjur eru oft fastar við almenningsskóla með lakari aðstöðu. Þetta hefur leitt til aukins ójafnaðar í menntun. Einkaskólar hafa hvata til að hámarka hagnað sem getur haft áhrif á gæði kennslu. Í mörgum tilfellum hefur verið bent á að þessir skólar reyni að draga úr kostnaði með að ráða óreyndari kennara og hafa þannig minni kröfur um gæði. Einkaskólar hafa lagt áherslu á að bæta sýnilega frammistöðu nemenda, til dæmis með góðum prófúrslitum, til að laða að fleiri nemendur. Þetta hefur leitt til þess að sumir skólar velja nemendur sem eru líklegri til að standa sig vel á prófum og hafa þannig betri einkunnir, en hafna nemendum með meiri stuðningsþarfir. Þetta veldur ójöfnuði sem síðan leiðir til aðskilnaðar í samfélaginu og aukinnar spennu. Skólar keppa nú um nemendur og fjármögnun, sem hefur leitt til meiri áherslu á markaðssetningu og fjárhagslegan rekstur í staðinn fyrir aðaláhersluna á menntun. Þetta getur skapað gífurlegt álag á skólastjórnendur og kennara og valdið auknum flótta frá starfinu. Kennari var hér áður eitt af virtustu störfum í þjóðfélaginu, frjálst og skapandi, er nú orðið að stressandi þrælavinnu með æ meira valdboði að ofan og launin alls ekkií samræmi við mikilvægi starfsins. Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu hefur leitt til þess að fleiri heilsugæslustöðvar eru stofnaðar þar sem efnað fólk býr, þeir sem hafa meira fjármagn geta fengið betri og hraðari heilbrigðisþjónustu. Talið er að æ stærra hlutfall kostnaðar ríkisins vegna heilbrigðisþjónustu fari í að sinna lítið veikum eða jafnvel frískum einstaklingum og þeir sem hafi ríkari ástæðu til að fá þjónustu fái hana ekki. Fólk með lægri tekjur fær lakari þjónustu og lengri biðtíma en þeir sem búa í fínu hverfunum og eru vel stæðir fái mikla þjónustu, jafnvel án þess að raunverulega þurfa hennar við. Sem sagt, ójöfnuður hvað varðar heilbrigðisþjónust hefur aukist við aukna einkavæðingu og heilbrigðiskerfið hefur orðið óskilverkara og leitt til aukins kostnaðar fyrir ríkið. Einkarekin fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu hafa tilhneigingu til að einbeita sér meira að fjárhagslegum hagnaði en að tryggja hámarks gæði þjónustunnar. Þetta leiðir til minna eftirlits með gæðum og þjónustu sem er náttúrulega ekki í þágu sjúklinga né heldur skattgreiðenda. Ofan á allt þetta hefur starfsumhverfi versnað þar sem einkareknar heilbrigðisstofnanir leitast við að draga úr kostnaði, sem leiðir til undirmönnunar og aukins álags á heilbrigðisstarfsfólk. Þetta ástand smitast yfir á opinberar stofnanir sem eru jú á sama „markaði”. Í stuttu máli má segja að aukin einkavæðing hafi aukið ójöfnuð, kostnað og haft neikvæð áhrif á gæði og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Mörg önnur dæmi mætti taka um neikvæð áhrif einkavæðingar í Svíþjóð síðan Nýfrjálshyggjan hóf þar innreið sína. „Det går som tåget” var of sagt á sænsku þegar talað var um eitthvað sem hægt væri að treysta á, kæmi og færi á réttum tíma og skilaði manni alla leið. Enginn notar þessi spakmæli lengur því þau hafa öfuga merkingu eftir markaðsvæðingu. Lyfsalan var einkavædd árið 2009 af hægri stjórninni og er af sem áður að maður treysti öllu sem ráðlagt er þar, nú er reynt að pranga inn á mann allskonar drasli þar sem engin læknisfræðileg rök eru fyrir að maður þurfi. Rannsóknir sýna að lyfjaverð hækkaði við einkavæðingu og eru apotekin mörg í þéttbýli en færri í strjálbýli. Sama má segja um bílaskoðunina, hún er dýrari nú og aðgengi verra í strjálbýli. Þróunarhjálp er orðin að viðskiptatækifærum en ekki það sem orðið gefur til kynna. Allir flokkar sem nú sitja á Alþingi virðast aðhyllast markaðsvæðingu í auknum mæli, kannski hefur þó VG innst inni efasemdir en hefur látið þessa þróun yfir sig ganga í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Allir aðrir flokkar eru að meira eða minna leiti mjög markaðssinnaðir, allt frá öfga nýfrjálshyggju Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar, yfir pólitíska áttaóvissu á vinstri-hægri ás stjórnmála Flokk fólksins og Pírata, yfir í leyfar sósíaldemokratiskrar stefnu sem þó virðist lítið eftir af í Samfylkingunni. Ef Ísland ætlar að forðast að feta í fótspor Svía í þessari ömurlegu vegferð markaðsvæðingar samfélagsins þá þarf ný og öflug rödd að koma úr ræðustól Alþingis, rödd frá vinstri, rödd sem fólk skilur og hefur hreinan tón. Tón réttlætis, raunverulegs jafnaðar og mannúðar. Ég held að Sósíalistaflokkurinn svari þessu kalli nú í næstu kosningum. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar