Þegar hveitið er dýrara en brauðið Benedikt Gíslason skrifar 13. september 2024 15:00 Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir. Það fjármagn sem við fáum að láni til að miðla áfram kemur fyrst og fremst til okkar í formi innlána og í gegnum skuldabréfaútgáfu okkar, bæði hér á landi, þar sem lífeyrissjóðir eru stærstu kaupendur, og erlendis. Og af þessum lánum borgum við vexti. Munurinn á þeim vöxtum, sem við borgum og þeim vöxtum sem við leggjum á okkar útlán, kallast vaxtamunur og er megintekjustoð banka. Það er dýrt þegar verðbólga lækkar en stýrivextir ekki Ef við skoðum fyrst skuldabréfamarkaðinn þá eru nú uppi nokkuð óvenjulegar aðstæður þar sem væntingar til verðbólgu annars vegar og vaxta hins vegar eru ólíkar. Síðastliðinn mánuð hafa væntingar markaðarins til verðbólgu til skemmri tíma verið á þann veg að hún muni lækka en nær engar væntingar eru um að stýrivextir lækki í bráð. Þessar ólíku væntingar til vaxta og verðbólgu leiða til þess að kostnaður bankanna við útgáfu verðtryggðra skuldabréfa til skamms tíma, okkar helstu fjármögnunarleiðar þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum, hefur hækkað umtalsvert. Það er einfaldlega svo að þegar stýrivextir lækka ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækka verðtryggðir vextir. Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána. Vegna þessara ólíku væntinga gera fjárfestar skuldabréfa í dag kröfu um 5% vexti ofan á verðbætur fyrir það lánsfé sem þeir veita bönkunum í gegnum skuldabréfamarkaðinn; lánsfé sem bankarnir nota til að veita verðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum. Þannig væri í dag hægt að taka íbúðalán hjá banka og nota það til að kaupa skuldabréf útgefið af sama banka, nú eða ríkisskuldabréf, og hagnast yfir 1% á ári. Ef við tökum dæmi til einföldunar þá væri þetta eins og ef bakari seldi brauðið ódýrar en hveitið sem þarf til að búa það til, sem auðvitað gengur ekki til lengdar. Hæstu innlánavextir í hinum vestræna heimi? Stýrivextir Seðlabankans hafa nokkuð afgerandi áhrif á vexti óverðtryggðra innlána og útlána. Ef við horfum til innlána þá eru vextir þeirra líklega með því hæsta sem gerist í heiminum í dag, vegna hárra stýrivaxta og harðrar samkeppni á innlánamarkaði. Nýir aðilar á bankamarkaði, sem ekki sinna hinu hefðbundna hlutverki banka sem milliliðir heldur leggja innlánin að mestu inn hjá Seðlabankanum, hafa boðið kjör sem slaga hátt upp í stýrivexti – fjármagnseigendum til góða. Hefðbundnari bankar hafa eðlilega þurft að verja sína mikilvægustu fjármögnunarleið og því fylgt fast á eftir og boðið viðskiptavinum sínum hærri vexti á innlán. Í dag er Arion að borga hátt í 8% vexti fyrir óbundin óverðtryggð innlán sem gegna mikilvægu hlutverki í fjármögnun þeirra íbúðalána sem við veitum, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra. Tímabundið ástand sem þarf að bregðast við Markmið mitt með þessum greinarstúf er að benda á að bankar verða að bregðast við breytingum í umhverfinu. Vegna aðgerða Seðlabankans eru vextir hér á landi háir og fjármögnun dýr og við höfum þurft að bregðast við því. Eftirlitsaðilar, lánshæfismatsfyrirtæki og fjármögnunaraðilar horfa til okkar og neikvæður viðsnúningur í starfsemi okkar gæti fljótt haft neikvæð áhrif á aðgengi okkar að lánsfé og keyrt upp fjármögnunarkostnað sem á endanum myndi bitna harðast á viðskiptavinum okkar. Ég vonast til þess að væntingar um þróun verðbólgu og vaxta verði samstiga á næstunni og að vaxtastig hér á landi lækki því þá skapast forsendur til að lækka vexti íbúðalána aftur. Þegar það gerist munum við, eins og í dag, verðleggja brauðið í samræmi við hveitið. Höfundur er bankastjóri Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir. Það fjármagn sem við fáum að láni til að miðla áfram kemur fyrst og fremst til okkar í formi innlána og í gegnum skuldabréfaútgáfu okkar, bæði hér á landi, þar sem lífeyrissjóðir eru stærstu kaupendur, og erlendis. Og af þessum lánum borgum við vexti. Munurinn á þeim vöxtum, sem við borgum og þeim vöxtum sem við leggjum á okkar útlán, kallast vaxtamunur og er megintekjustoð banka. Það er dýrt þegar verðbólga lækkar en stýrivextir ekki Ef við skoðum fyrst skuldabréfamarkaðinn þá eru nú uppi nokkuð óvenjulegar aðstæður þar sem væntingar til verðbólgu annars vegar og vaxta hins vegar eru ólíkar. Síðastliðinn mánuð hafa væntingar markaðarins til verðbólgu til skemmri tíma verið á þann veg að hún muni lækka en nær engar væntingar eru um að stýrivextir lækki í bráð. Þessar ólíku væntingar til vaxta og verðbólgu leiða til þess að kostnaður bankanna við útgáfu verðtryggðra skuldabréfa til skamms tíma, okkar helstu fjármögnunarleiðar þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum, hefur hækkað umtalsvert. Það er einfaldlega svo að þegar stýrivextir lækka ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækka verðtryggðir vextir. Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána. Vegna þessara ólíku væntinga gera fjárfestar skuldabréfa í dag kröfu um 5% vexti ofan á verðbætur fyrir það lánsfé sem þeir veita bönkunum í gegnum skuldabréfamarkaðinn; lánsfé sem bankarnir nota til að veita verðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum. Þannig væri í dag hægt að taka íbúðalán hjá banka og nota það til að kaupa skuldabréf útgefið af sama banka, nú eða ríkisskuldabréf, og hagnast yfir 1% á ári. Ef við tökum dæmi til einföldunar þá væri þetta eins og ef bakari seldi brauðið ódýrar en hveitið sem þarf til að búa það til, sem auðvitað gengur ekki til lengdar. Hæstu innlánavextir í hinum vestræna heimi? Stýrivextir Seðlabankans hafa nokkuð afgerandi áhrif á vexti óverðtryggðra innlána og útlána. Ef við horfum til innlána þá eru vextir þeirra líklega með því hæsta sem gerist í heiminum í dag, vegna hárra stýrivaxta og harðrar samkeppni á innlánamarkaði. Nýir aðilar á bankamarkaði, sem ekki sinna hinu hefðbundna hlutverki banka sem milliliðir heldur leggja innlánin að mestu inn hjá Seðlabankanum, hafa boðið kjör sem slaga hátt upp í stýrivexti – fjármagnseigendum til góða. Hefðbundnari bankar hafa eðlilega þurft að verja sína mikilvægustu fjármögnunarleið og því fylgt fast á eftir og boðið viðskiptavinum sínum hærri vexti á innlán. Í dag er Arion að borga hátt í 8% vexti fyrir óbundin óverðtryggð innlán sem gegna mikilvægu hlutverki í fjármögnun þeirra íbúðalána sem við veitum, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra. Tímabundið ástand sem þarf að bregðast við Markmið mitt með þessum greinarstúf er að benda á að bankar verða að bregðast við breytingum í umhverfinu. Vegna aðgerða Seðlabankans eru vextir hér á landi háir og fjármögnun dýr og við höfum þurft að bregðast við því. Eftirlitsaðilar, lánshæfismatsfyrirtæki og fjármögnunaraðilar horfa til okkar og neikvæður viðsnúningur í starfsemi okkar gæti fljótt haft neikvæð áhrif á aðgengi okkar að lánsfé og keyrt upp fjármögnunarkostnað sem á endanum myndi bitna harðast á viðskiptavinum okkar. Ég vonast til þess að væntingar um þróun verðbólgu og vaxta verði samstiga á næstunni og að vaxtastig hér á landi lækki því þá skapast forsendur til að lækka vexti íbúðalána aftur. Þegar það gerist munum við, eins og í dag, verðleggja brauðið í samræmi við hveitið. Höfundur er bankastjóri Arion banka.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun