Aðeins meira um Kópavogsmódelið Sverrir J. Dalsgaard skrifar 13. september 2024 18:31 Sonja Ýr Þorbergsdóttir kemur með nýjasta útspil gegn Kópavogsmódelinu í grein sinni „Leikskólarnir eru fjöregg samfélagsins“, núna er sem betur fer hætt að nota léleg uppeldisfræðileg rök og Sonja vill draga sveitarfélagið til ábyrgðar. Klædd í búning umbóta Það er misskilningur að Kópavogsmódelið er aðgerð sem stjórnvöld hafa gripið til. Hugmyndin kemur úr leikskólasamfélaginu og var séð sem lausn við vandann sem var til staðar. Leikskólarnir voru komnir í þrot. Þá er í fyrsta lagi átt við þá staðreynd að íslensk börn dvelja að meðaltali um 38 klst á viku í leikskóla, en meðaltali í Evrópu er 28 klst skv rannsókn frá 2016. (Mörg börn telja sig vera lengi í leikskólanum | Háskóli Íslands (hi.is)). Í öðru lagi hefur mönnunarvandi verið mikill síðustu tvo áratugina þar sem skortur er á kennurum og síðustu árin hafa leikskólarnir einnig verið að missa kennara yfir í grunnskólann. Í þriðja lagi er svo þröngt rými í leikskólum eins og Sonja einnig kemur inn á. Það var ekki þannig að Kópavogsbær stökk á þessa lausn, en eftir mikinn þrýsting frá leikskólasamfélaginu tókst að fá þetta í gegn. Ég skil vel að það er mikil áhugi á Kópavogsmódelinu þar sem það er að skila árangri í bættu starfsumhverfi barna og kennara, enda er þetta bara í þriðja skipti sem ég sé einhvern stytting á dvalartíma barna. Fyrsta skipti var eftir hrun, en það gekk fljótlega til baka og annað skipti var þegar leikskólarnir styttu opnunartíma um hálfa klukkustund. Sonja talar um rannsóknir sem sýna að “foreldrar upplifa nú þegar mikið álag vegna samræmingar fjölskyldulífs og atvinnu.” og síðan skrifar hún um að of fáir njóti styttri vinnuviku. Í þessu dæmi er leikskólinn ekki einu sinni inni í myndinni. Foreldrar eru að vinna of mikið og eiga þess vegna ekki nógu mikinn tíma fyrir börnin sín. Kópavogsmódelið reynir allavega að svara ákalli foreldra, en af hverju er verkalýðshreyfingin ekki búin að svara ákallinu og tryggja öllum styttri vinnuviku og 30 orlofsdaga á ári? Þjónustuskerðing Það hefur verið mikið talað um þjónustuskerðingu hjá þeim sem gagnrýna Kópavogsmódelið. Þjónustan hefur verið skilgreind sem gjaldfrjáls leikskóli og viðbótar nám fyrir þau sem þurfa á meiri þjónustu að halda. Gerðar voru breytingar á gjaldskrá í kjölfarið þar sem frítt er fyrir 6 klst dvöl, börn sem eru í allt að 7 klst greiða sama gjald og áður. Dvalargjald fyrir 8 - 9 klst hafa hækkað. Ekki má gleyma því að tekinn var upp tekjutengdur afsláttur sem veitir ákveðnum hópi foreldra afsláttar sem ekki hefur verið með afsláttarkjör áður. Breytingin er þó ekki gallalaus og þarf að skoða hlut einstæðra foreldra sem eru á mörkum viðmiða um tekjutengingu. Áður en verkefnið hófst áttum við aðallega von á því að dvalartími barna myndi styttast aðeins, en verkefnið hefur gengið betri en við vonuðumst til, þar sem um fjórðungur barna hefur nýtt sér gjaldfrjálsan leikskóla eða frá því að 2% barna voru í 6 klst vistun eru um 22% barna komin í gjaldfrjálsan leikskóla. Í töflunni fyrir neðan má sjá samanburð á milli núverandi og fyrrverandi gjaldskrá Kópavogs og nágranna bæjarfélaga. Miðað er við 8 og 8,5 klst vistun með fullu fæði. Garðabær býður mest upp á 40 klst vistun. Samanburður á leikskólagjöldum fyrir fólk í sambúð.Sverrir J. Dalsgaard Samanburður leikskólagjalda fyrir einstæða foreldra.Sverrir J. Dalsgaard Það verður hver að dæma fyrir sig hvað þeim finnst um leikskólagjöldin. Hér áður var kostnaðarþátttaka foreldra um 25 %, en er um 10 - 14% í dag. BSRB sem hefur gagnrýnt Kópavogsmódelið er allavega mjög umhugað um þessar miklu gjaldskrárhækkanir á þau tekjulægstu. Samt ekki meira umhugað um það, en að þegar var samið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir við síðustu kjarasamninga, þá átti það ekki við börnin á fyrsta skólastiginu. Fullt fæði í leikskólum Kópavogs kostar 11.083 krónur/mánuð eða 35% af kostnaði fyrir 8 klst leikskólagjöldum hjá þeim tekjulægstu. Áfram um kjarasamninga Í nýgerðum kjarasamningum sætti verkalýðshreyfingin við að barnabætur hækka minna í krónutölu hjá þeim tekjulægstu en þeim sem eru næst fyrir ofan. (Vaxandi velsæld) Það á að auka framlög til fæðingarorlofs um 11,5 milljarða króna, þannig að hámarksgreiðslu geta orðið 900 þúsund krónur á mánuði, sem augljóslega gagnast tekjulægra fólki ekki neitt. Húsnæðiskostnaður er einn stærsti útgjaldaliður hjá þeim tekjulægstu, sérstaklega þeim sem eru á leigumarkaðnum. Af hverju er ekki ófrávíkjanleg krafa verkalýðsfélagana um að það verður sett þak á húsaleigu, þannig að fjárfestar verða að hætta að níðast á þeim sem eru með minnst á milli handanna. Hækkun á húsnæðisbótum verður augljóslega bara notuð í að hækka leiguna, þannig að það er engin kjarabót í því. Óvænt útgjöld er versti óvinur þeirra tekjulægstu. Verkalýðshreyfingin ætti fyrir löngu að vera búin að krefjast fría heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Það væri almennileg kjarabót fyrir þá tekjulægstu. Um jafnrétti og Kópavogsmódelið Það er erfitt að sjá hvernig Kópavogsmódelið er meiri ógn við jafnrétti, en þær aðgerðir sem BSRB sjálft hefur lagt sína blessun á við gerð síðustu kjarasamninga. Viðvarandi kynbundinn launamunur og ábyrgð kvenna á þriðju vaktinni er samfélagslegt vandamál. Það þarf að laga launamuninn til að laga jafnréttið. Hvað ætlar BSRB að gera í því? Sonju finnst tímabært að svara ákalli um umbætur á leikskólum. Það var tímabært í fyrra, fyrir 5 árum, fyrir 10 árum og fyrir 20 árum, en ekkert hefur gerst á þessum tíma. Það voru engir pólitikusar að kasta ryki í augu okkar. Ákalli leikskólasamfélagsins í Kópavogi var svarað og okkar hugmynd um hvernig leikskólinn er best settur til framtíðar var samþykkt. Það þarf að gefa þessu tíma og þróa það, þannig að það verður betri. Verð samt að viðurkenna að byrjunin lofar góðu! Höfundur er deildarstjóri í leikskóla í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir kemur með nýjasta útspil gegn Kópavogsmódelinu í grein sinni „Leikskólarnir eru fjöregg samfélagsins“, núna er sem betur fer hætt að nota léleg uppeldisfræðileg rök og Sonja vill draga sveitarfélagið til ábyrgðar. Klædd í búning umbóta Það er misskilningur að Kópavogsmódelið er aðgerð sem stjórnvöld hafa gripið til. Hugmyndin kemur úr leikskólasamfélaginu og var séð sem lausn við vandann sem var til staðar. Leikskólarnir voru komnir í þrot. Þá er í fyrsta lagi átt við þá staðreynd að íslensk börn dvelja að meðaltali um 38 klst á viku í leikskóla, en meðaltali í Evrópu er 28 klst skv rannsókn frá 2016. (Mörg börn telja sig vera lengi í leikskólanum | Háskóli Íslands (hi.is)). Í öðru lagi hefur mönnunarvandi verið mikill síðustu tvo áratugina þar sem skortur er á kennurum og síðustu árin hafa leikskólarnir einnig verið að missa kennara yfir í grunnskólann. Í þriðja lagi er svo þröngt rými í leikskólum eins og Sonja einnig kemur inn á. Það var ekki þannig að Kópavogsbær stökk á þessa lausn, en eftir mikinn þrýsting frá leikskólasamfélaginu tókst að fá þetta í gegn. Ég skil vel að það er mikil áhugi á Kópavogsmódelinu þar sem það er að skila árangri í bættu starfsumhverfi barna og kennara, enda er þetta bara í þriðja skipti sem ég sé einhvern stytting á dvalartíma barna. Fyrsta skipti var eftir hrun, en það gekk fljótlega til baka og annað skipti var þegar leikskólarnir styttu opnunartíma um hálfa klukkustund. Sonja talar um rannsóknir sem sýna að “foreldrar upplifa nú þegar mikið álag vegna samræmingar fjölskyldulífs og atvinnu.” og síðan skrifar hún um að of fáir njóti styttri vinnuviku. Í þessu dæmi er leikskólinn ekki einu sinni inni í myndinni. Foreldrar eru að vinna of mikið og eiga þess vegna ekki nógu mikinn tíma fyrir börnin sín. Kópavogsmódelið reynir allavega að svara ákalli foreldra, en af hverju er verkalýðshreyfingin ekki búin að svara ákallinu og tryggja öllum styttri vinnuviku og 30 orlofsdaga á ári? Þjónustuskerðing Það hefur verið mikið talað um þjónustuskerðingu hjá þeim sem gagnrýna Kópavogsmódelið. Þjónustan hefur verið skilgreind sem gjaldfrjáls leikskóli og viðbótar nám fyrir þau sem þurfa á meiri þjónustu að halda. Gerðar voru breytingar á gjaldskrá í kjölfarið þar sem frítt er fyrir 6 klst dvöl, börn sem eru í allt að 7 klst greiða sama gjald og áður. Dvalargjald fyrir 8 - 9 klst hafa hækkað. Ekki má gleyma því að tekinn var upp tekjutengdur afsláttur sem veitir ákveðnum hópi foreldra afsláttar sem ekki hefur verið með afsláttarkjör áður. Breytingin er þó ekki gallalaus og þarf að skoða hlut einstæðra foreldra sem eru á mörkum viðmiða um tekjutengingu. Áður en verkefnið hófst áttum við aðallega von á því að dvalartími barna myndi styttast aðeins, en verkefnið hefur gengið betri en við vonuðumst til, þar sem um fjórðungur barna hefur nýtt sér gjaldfrjálsan leikskóla eða frá því að 2% barna voru í 6 klst vistun eru um 22% barna komin í gjaldfrjálsan leikskóla. Í töflunni fyrir neðan má sjá samanburð á milli núverandi og fyrrverandi gjaldskrá Kópavogs og nágranna bæjarfélaga. Miðað er við 8 og 8,5 klst vistun með fullu fæði. Garðabær býður mest upp á 40 klst vistun. Samanburður á leikskólagjöldum fyrir fólk í sambúð.Sverrir J. Dalsgaard Samanburður leikskólagjalda fyrir einstæða foreldra.Sverrir J. Dalsgaard Það verður hver að dæma fyrir sig hvað þeim finnst um leikskólagjöldin. Hér áður var kostnaðarþátttaka foreldra um 25 %, en er um 10 - 14% í dag. BSRB sem hefur gagnrýnt Kópavogsmódelið er allavega mjög umhugað um þessar miklu gjaldskrárhækkanir á þau tekjulægstu. Samt ekki meira umhugað um það, en að þegar var samið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir við síðustu kjarasamninga, þá átti það ekki við börnin á fyrsta skólastiginu. Fullt fæði í leikskólum Kópavogs kostar 11.083 krónur/mánuð eða 35% af kostnaði fyrir 8 klst leikskólagjöldum hjá þeim tekjulægstu. Áfram um kjarasamninga Í nýgerðum kjarasamningum sætti verkalýðshreyfingin við að barnabætur hækka minna í krónutölu hjá þeim tekjulægstu en þeim sem eru næst fyrir ofan. (Vaxandi velsæld) Það á að auka framlög til fæðingarorlofs um 11,5 milljarða króna, þannig að hámarksgreiðslu geta orðið 900 þúsund krónur á mánuði, sem augljóslega gagnast tekjulægra fólki ekki neitt. Húsnæðiskostnaður er einn stærsti útgjaldaliður hjá þeim tekjulægstu, sérstaklega þeim sem eru á leigumarkaðnum. Af hverju er ekki ófrávíkjanleg krafa verkalýðsfélagana um að það verður sett þak á húsaleigu, þannig að fjárfestar verða að hætta að níðast á þeim sem eru með minnst á milli handanna. Hækkun á húsnæðisbótum verður augljóslega bara notuð í að hækka leiguna, þannig að það er engin kjarabót í því. Óvænt útgjöld er versti óvinur þeirra tekjulægstu. Verkalýðshreyfingin ætti fyrir löngu að vera búin að krefjast fría heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Það væri almennileg kjarabót fyrir þá tekjulægstu. Um jafnrétti og Kópavogsmódelið Það er erfitt að sjá hvernig Kópavogsmódelið er meiri ógn við jafnrétti, en þær aðgerðir sem BSRB sjálft hefur lagt sína blessun á við gerð síðustu kjarasamninga. Viðvarandi kynbundinn launamunur og ábyrgð kvenna á þriðju vaktinni er samfélagslegt vandamál. Það þarf að laga launamuninn til að laga jafnréttið. Hvað ætlar BSRB að gera í því? Sonju finnst tímabært að svara ákalli um umbætur á leikskólum. Það var tímabært í fyrra, fyrir 5 árum, fyrir 10 árum og fyrir 20 árum, en ekkert hefur gerst á þessum tíma. Það voru engir pólitikusar að kasta ryki í augu okkar. Ákalli leikskólasamfélagsins í Kópavogi var svarað og okkar hugmynd um hvernig leikskólinn er best settur til framtíðar var samþykkt. Það þarf að gefa þessu tíma og þróa það, þannig að það verður betri. Verð samt að viðurkenna að byrjunin lofar góðu! Höfundur er deildarstjóri í leikskóla í Kópavogi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar