Enga verkfræðinga á Vopnafjörð, takk Gunnar Ásgrímsson skrifar 13. september 2024 11:01 Aðgengi að háskólamenntun tökum við flest á Íslandi sem sjálfsögðum hlut, hér höfum við ríkisrekna háskóla án skólagjalda (þó með skrásetningargjöldum) sem eiga að tryggja aðgengi óháð efnahag, við bjóðum upp á námslán í von um að gefa háskólanemum tækifæri á að einbeita sér að námi en ekki vinnu, og við bjóðum upp á fjarnám svo að fólk geti aflað sér æðri menntunar óháð því hvar það býr. Eða bíddu aðeins við, hvaða námsleiðir eru í boði í fjarnámi við Háskóla Íslands? Setjum okkur í spor 19 ára Siglfirðings sem var að útskrifast úr Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefur áhuga á að skrá sig í grunnám í fjarnámi við Háskóla Íslands, hvaða valkostir eru í boði fyrir þennan tilvonandi háskólanema? Af Menntavísindasviði getur hann lært leikskólakennarann, hinar ýmsu útfærslur af grunnskólakennaranámi, uppeldis- og menntunarfræði, eða þroskaþjálfarafræði. Af Félagsvísindasviði er í boði þjóð-, kynja-, mann-, eða safnafræði. Eina mögulega grunnnám Hugvísindasviðs er svo íslenska sem annað tungumál. Já þetta ER tæmandi listi. Óhætt að segja þá er þessi nýstúdent ekki í öfundsverðri stöðu. Vissulega eru fleiri Háskólar á Íslandi en HÍ, og bjóða margir þeirra upp á flotta fjarnámsmöguleika. En er það ekki skrítið að það sé ekki meira úrval af námi við Háskóla Íslands fyrir þau sem að velja að búa lengra frá Höfuðborgarsvæðinu? Fólk sem að jafnvel á sína eigin fjölskyldu, með börn í grunnskólum og djúpar rætur í samfélagi sem það vill ekki yfirgefa. Hverjar eru hindranirnar? Þær geta verið ýmsar, óviðunandi tækjabúnaður svo að ekki sé hægt að taka upp fyrirlestra, vöntun á tækniaðstoð til kennara frá Háskólanum, skortur á hvötum (fjárhagslegum eða öðrum) fyrir aðjúnkta og prófessora til að snúa kennsluefninu sínu á fjarnámsform. En það sem ég er hræddur um að útskýri of stóran hluta af þessu fjarnámsleysi, viðhorf háskólakennara og stjórnenda. Vissulega er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og eru góðar menntafræðilegar ástæður fyrir því að hafa nemendur í sömu stofu og kennari en ekki í fjarfundarbúnaði. En það er enginn að fara að segja mér að það sé ekki hægt að taka upp fleiri fyrirlestra en gert er nú. Að það sé algjör ómöguleiki að hafa Zoom eða Teams tíma fyrir fjarnemendur (eins og við þurftum öll að gera í Covid). Að ómögulegt sé að bjóða upp á fjarnám í fleiri af þessum 100+ grunnámsleiðum HÍ. Er það stefna Háskóla Íslands að það eigi ekki að vera hagfræðingar á Hólmavík? Engir stærðfræðingar á Seyðisfirði? Og engir heimspekingar á Húsavík? Fallegum orðum í átt að landsbyggðinni er alltaf tekið vel, en þeim verður að fylgja einhver úrræði. Ég kalla eftir stór bættri áherslu á fjarnám innan Háskóla Íslands. Ætlar HÍ að vera Háskóli Íslands eða Háskóli Höfuðborgarsvæðisins? Höfundur er stúdentaráðsliði Vöku og sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi að háskólamenntun tökum við flest á Íslandi sem sjálfsögðum hlut, hér höfum við ríkisrekna háskóla án skólagjalda (þó með skrásetningargjöldum) sem eiga að tryggja aðgengi óháð efnahag, við bjóðum upp á námslán í von um að gefa háskólanemum tækifæri á að einbeita sér að námi en ekki vinnu, og við bjóðum upp á fjarnám svo að fólk geti aflað sér æðri menntunar óháð því hvar það býr. Eða bíddu aðeins við, hvaða námsleiðir eru í boði í fjarnámi við Háskóla Íslands? Setjum okkur í spor 19 ára Siglfirðings sem var að útskrifast úr Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefur áhuga á að skrá sig í grunnám í fjarnámi við Háskóla Íslands, hvaða valkostir eru í boði fyrir þennan tilvonandi háskólanema? Af Menntavísindasviði getur hann lært leikskólakennarann, hinar ýmsu útfærslur af grunnskólakennaranámi, uppeldis- og menntunarfræði, eða þroskaþjálfarafræði. Af Félagsvísindasviði er í boði þjóð-, kynja-, mann-, eða safnafræði. Eina mögulega grunnnám Hugvísindasviðs er svo íslenska sem annað tungumál. Já þetta ER tæmandi listi. Óhætt að segja þá er þessi nýstúdent ekki í öfundsverðri stöðu. Vissulega eru fleiri Háskólar á Íslandi en HÍ, og bjóða margir þeirra upp á flotta fjarnámsmöguleika. En er það ekki skrítið að það sé ekki meira úrval af námi við Háskóla Íslands fyrir þau sem að velja að búa lengra frá Höfuðborgarsvæðinu? Fólk sem að jafnvel á sína eigin fjölskyldu, með börn í grunnskólum og djúpar rætur í samfélagi sem það vill ekki yfirgefa. Hverjar eru hindranirnar? Þær geta verið ýmsar, óviðunandi tækjabúnaður svo að ekki sé hægt að taka upp fyrirlestra, vöntun á tækniaðstoð til kennara frá Háskólanum, skortur á hvötum (fjárhagslegum eða öðrum) fyrir aðjúnkta og prófessora til að snúa kennsluefninu sínu á fjarnámsform. En það sem ég er hræddur um að útskýri of stóran hluta af þessu fjarnámsleysi, viðhorf háskólakennara og stjórnenda. Vissulega er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og eru góðar menntafræðilegar ástæður fyrir því að hafa nemendur í sömu stofu og kennari en ekki í fjarfundarbúnaði. En það er enginn að fara að segja mér að það sé ekki hægt að taka upp fleiri fyrirlestra en gert er nú. Að það sé algjör ómöguleiki að hafa Zoom eða Teams tíma fyrir fjarnemendur (eins og við þurftum öll að gera í Covid). Að ómögulegt sé að bjóða upp á fjarnám í fleiri af þessum 100+ grunnámsleiðum HÍ. Er það stefna Háskóla Íslands að það eigi ekki að vera hagfræðingar á Hólmavík? Engir stærðfræðingar á Seyðisfirði? Og engir heimspekingar á Húsavík? Fallegum orðum í átt að landsbyggðinni er alltaf tekið vel, en þeim verður að fylgja einhver úrræði. Ég kalla eftir stór bættri áherslu á fjarnám innan Háskóla Íslands. Ætlar HÍ að vera Háskóli Íslands eða Háskóli Höfuðborgarsvæðisins? Höfundur er stúdentaráðsliði Vöku og sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun