Manngerðar hörmungar á Flateyri Sigurjón Þórðarson skrifar 13. september 2024 11:32 Spilling íslenska kvótakerfisins birtist m.a. í furðulegum undirlægjuhætti stjórnvalda með þeim stóru í greininni á meðan nýliðun er gerð erfiðari og nánast útilokuð. Það er t.d. gert með sérstökum vigtarreglur fyrir þá stóru sem reka, samhliða útgerð, eigin fiskvinnslu og eru reglurnar þeim mun hagstæðari en þær reglur sem gilda fyrir þá minni. Afleiðingin er hröð samþjöppun í greininni og byggðaröskun. Til þess að bregðast við óæskilegum áhrifum mikillar samþjöppunar í sjávarútvegi heldur ríkið eftir 5,3% aflaheimilda og úthlutar þeim bæði með almennum hætti og í gegnum Byggðastofnun. Þróunin með hefur því miður orðið sú að þeir stærri í greininni, m.a. Fisk (útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga), hafa sótt með óbilgjörnum hætti í byggðakvóta á kostnað smáútgerða. Kaupfélag Skagfirðinga náði að tvöfalda hlut sinn þrátt fyrir andstöðu sveitarfélagins Skagafjarðar, þökk sé m.a. stuðningi matvælaráðherra Vg! Sama öfuga þróun hefur átt sér stað með byggðakvóta Byggðastofnunar. Þeir stóru hafa sótt hart í þá potta enda virðist vera sem að forsvarsmenn SFS telji sig eiga sameiginlega fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Ég naut þess heiðurs að sitja sem varamaður í stjórn Byggðastofnunar í nokkur ár, fyrir hönd Flokks fólksins. Þar setti ég ítrekað á dagskrá málefni úthlutunar á byggðakvóta stofnunarinnar. Ég benti stjórninni m.a. á; að lítið jafnræði gilti um úthlutun stofnunarinnar, ekki væri landað afla í þeim byggðum sem nutu úthlutunar, erlendir auðmenn með tengsl inn í SFS fengu byggðkvóta stofnunarinnar og að nokkuð augljóst var að stórir aðilar með sterk tengsl inn í stjórnkerfið ættu greiðari leið að þessum gæðum en aðrir. Í stað þess að gera samninga til nokkurra ára um úthlutun á aflaheimildum, lagði Flokkur fólksins til almennar úthlutunarreglur sem ívilnuðu hverjum þeim sem vildi reka fiskvinnslu í brothættri sjávarbyggð. Í sakleysi mínu taldi ég að bæði stjórn Byggðastofnunar og stjórnarráðið myndu taka þessum tillögum fagnandi en svo var ekki. Þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, neitaði að endurskipa mig í stjórn Byggðastofnunar. Ástæðan fyrir þessari neitun, sem vék frá áralangri hefð, var augljós. Formaður Framsóknarflokksins vildi viðhalda óbreyttri "samningaleið" byggðakvótans sem hefur m.a. leitt af sér að einn útgerðaraðili fær ríflega fimmtung af öllum byggðakvóta Byggðastofnunar! Hringavitleysan á Flateyri Á FB-síðunni Flateyri og Flateyringar er stutt grein eftir Þorgils Þorgilsson, sem rekið hefur löndunarþjónustu í þorpinu. Hann greinir skilmerkilega frá því að hann sé að hætta þeirri þjónustu vegna þess að það skilar sér ekki einn sporður á land á Flateyri af þeim 500 tonnum sem þorpið fær úthlutað frá Byggðastofnun og það sama á við um þau 400 tonn sem koma í hlut Flateyrar á grundvelli almenna byggðakvótans. Hafa ber í huga að hér er verið að úthluta aðilum verðmætum sem meta má allt að hálfum milljarði árlega á grundvelli eflingu sjávarútvegs á Flateyri, án þess það sé nokkur lifandi leið að átta sig á því hvernig það nýtist byggðinni. Flokkur fólksins vill frelsi Öll þessi hringavitleysa og þær manngerðu hörmungar sem leiddar eru yfir áður blómlegt þorpið í Önundarfirði, voru gerðar í nafni fiskverndar og byggðasjónarmiða. Það er orðið tímabært að ráðamenn staldri við og horfi á þá staðreynd að upphafleg markmið kvótakerfisins hefur ekki gengið upp og því sé orðið löngu tímabært að endurskoða ráðgjöfina, ekki síður en þá augljósu spillingu sem er í gangi með byggðakvóta. Það er tímabært að fleiri taki undir baráttu Flokks fólksins fyrir auknu frelsi til fiskveiða hringinn í kringum landið t.d. með því að gefa handfæraveiðar frjálsar og að stuðlað verði að jafnræði borgaranna við nýtingu sameiginlegra auðlinda. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Ísafjarðarbær Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Spilling íslenska kvótakerfisins birtist m.a. í furðulegum undirlægjuhætti stjórnvalda með þeim stóru í greininni á meðan nýliðun er gerð erfiðari og nánast útilokuð. Það er t.d. gert með sérstökum vigtarreglur fyrir þá stóru sem reka, samhliða útgerð, eigin fiskvinnslu og eru reglurnar þeim mun hagstæðari en þær reglur sem gilda fyrir þá minni. Afleiðingin er hröð samþjöppun í greininni og byggðaröskun. Til þess að bregðast við óæskilegum áhrifum mikillar samþjöppunar í sjávarútvegi heldur ríkið eftir 5,3% aflaheimilda og úthlutar þeim bæði með almennum hætti og í gegnum Byggðastofnun. Þróunin með hefur því miður orðið sú að þeir stærri í greininni, m.a. Fisk (útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga), hafa sótt með óbilgjörnum hætti í byggðakvóta á kostnað smáútgerða. Kaupfélag Skagfirðinga náði að tvöfalda hlut sinn þrátt fyrir andstöðu sveitarfélagins Skagafjarðar, þökk sé m.a. stuðningi matvælaráðherra Vg! Sama öfuga þróun hefur átt sér stað með byggðakvóta Byggðastofnunar. Þeir stóru hafa sótt hart í þá potta enda virðist vera sem að forsvarsmenn SFS telji sig eiga sameiginlega fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Ég naut þess heiðurs að sitja sem varamaður í stjórn Byggðastofnunar í nokkur ár, fyrir hönd Flokks fólksins. Þar setti ég ítrekað á dagskrá málefni úthlutunar á byggðakvóta stofnunarinnar. Ég benti stjórninni m.a. á; að lítið jafnræði gilti um úthlutun stofnunarinnar, ekki væri landað afla í þeim byggðum sem nutu úthlutunar, erlendir auðmenn með tengsl inn í SFS fengu byggðkvóta stofnunarinnar og að nokkuð augljóst var að stórir aðilar með sterk tengsl inn í stjórnkerfið ættu greiðari leið að þessum gæðum en aðrir. Í stað þess að gera samninga til nokkurra ára um úthlutun á aflaheimildum, lagði Flokkur fólksins til almennar úthlutunarreglur sem ívilnuðu hverjum þeim sem vildi reka fiskvinnslu í brothættri sjávarbyggð. Í sakleysi mínu taldi ég að bæði stjórn Byggðastofnunar og stjórnarráðið myndu taka þessum tillögum fagnandi en svo var ekki. Þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, neitaði að endurskipa mig í stjórn Byggðastofnunar. Ástæðan fyrir þessari neitun, sem vék frá áralangri hefð, var augljós. Formaður Framsóknarflokksins vildi viðhalda óbreyttri "samningaleið" byggðakvótans sem hefur m.a. leitt af sér að einn útgerðaraðili fær ríflega fimmtung af öllum byggðakvóta Byggðastofnunar! Hringavitleysan á Flateyri Á FB-síðunni Flateyri og Flateyringar er stutt grein eftir Þorgils Þorgilsson, sem rekið hefur löndunarþjónustu í þorpinu. Hann greinir skilmerkilega frá því að hann sé að hætta þeirri þjónustu vegna þess að það skilar sér ekki einn sporður á land á Flateyri af þeim 500 tonnum sem þorpið fær úthlutað frá Byggðastofnun og það sama á við um þau 400 tonn sem koma í hlut Flateyrar á grundvelli almenna byggðakvótans. Hafa ber í huga að hér er verið að úthluta aðilum verðmætum sem meta má allt að hálfum milljarði árlega á grundvelli eflingu sjávarútvegs á Flateyri, án þess það sé nokkur lifandi leið að átta sig á því hvernig það nýtist byggðinni. Flokkur fólksins vill frelsi Öll þessi hringavitleysa og þær manngerðu hörmungar sem leiddar eru yfir áður blómlegt þorpið í Önundarfirði, voru gerðar í nafni fiskverndar og byggðasjónarmiða. Það er orðið tímabært að ráðamenn staldri við og horfi á þá staðreynd að upphafleg markmið kvótakerfisins hefur ekki gengið upp og því sé orðið löngu tímabært að endurskoða ráðgjöfina, ekki síður en þá augljósu spillingu sem er í gangi með byggðakvóta. Það er tímabært að fleiri taki undir baráttu Flokks fólksins fyrir auknu frelsi til fiskveiða hringinn í kringum landið t.d. með því að gefa handfæraveiðar frjálsar og að stuðlað verði að jafnræði borgaranna við nýtingu sameiginlegra auðlinda. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun